Saga - 1989, Page 253
RITFREGNIR
251
Magnús Már veitti forustu (sjá bls. 264-67). Skýrastar verða andstæðurnar
milli „góðra" manna og „vondra", þar sem höfundur skrifar bersýnilega að
mestu leyti út frá eigin sjónarmiðum og reynslu. Kemur þetta meðal annars
fram í allri umfjöllun hans um „píetistana í KFUM". Höfundi virðist með
öðrum orðum ekki takast að draga upp hlutlæga og trúverðuga mynd af
ýmsum þeirra persóna, sem við sögu koma, heldur ræður persónulegt mat
miklu um þær einkunnir, sem út er deilt, oft með nokkuð hvatvíslegu móti.
Allt það, sem hér hefur verið á bent, dregur mjög úr gildi bókarinnar um
Sigurbjörn biskup, ævi hans og störf. Það er slæmt, að þessi fyrsta ævisaga
einhvers áhrifamesta, farsælasta og að verðleikum dáðasta leiðtoga íslensku
þjóðarinnar á síðustu áratugum skuli ekki bera vott um metnaðarfyllri
vinnubrögð og vandaðri efnistök. Þrátt fyrir það er ekki að efa að mörgum
mun finnast að bókinni mikill fengur og vel er hún þess virði að vera lesin og
brotin til mergjar. Höfuðverkefnið er samt enn óunnið, að reisa herra Sigur-
birni Einarssyni, biskupinum og manninum, verðugan og óbrotgjarnan
minnisvarða í bókarformi.
Hjalti Hugason
Þorleifur Friðriksson: UNDIRHEIMAR ÍSLENSKRA
STJÓRNMÁLA. REYFARAKENNDUR SANNLEIKUR
UM PÓLITfSK VÍGAFERLI. Örn og Örlygur. Reykjavík
1988. 170 bls. Myndir, skrár.
Fágæt eru sagnfræðarit um íslenska samtímaatburði eða sögutíma svo
nálægan sem þann er Þorleifur Friðriksson fjallar um í bókinni Undirheimar
íslenskra stjórnmála. Aldarþriðjungur er langt skeið í hugum fólks sem sjálft
hefur skemur lifað og atburðir áranna 1953-56 eðlilega fjarlægir í vitund
þess, - en mönnum sem muna atburðina kemur kynlega fyrir sjónir að sjá í
formála (7. bls.) um þá fjallað á þann veg að takmark höfundar sé „að lýsa
svo upp í rökkvuðum sölum fortíðarinnar að liðnar kynslóðir myndu þekkja
sig aftur, ef þær hefðu tækifæri til að lesa hina rituðu sögu . . ."
Næstum fjórðungur núlifandi íslendinga var úr grasi vaxinn er umræddir
atburðir urðu - og mörgum eru þeir minnisstæðir. Sá er þetta ritar man fátt
skýrar en 30. mars 1949 og atburði sem tengjast inngöngu fslendinga í
Atlantshafsbandalagið á undan og eftir þeim degi. Sorgarlit er sá dagur
sveipaður í minni mínu. Næstum jafnglöggt man ég þá fagnaðarbylgju sem
um brjóst fór þann sumardag 1956 er „vinstri stjórnin" svonefnda var
nrynduð. Ég var þá 26 ára háskólastúdent og hugði framundan uppskeruhá-
tíð eftir stranga baráttu fyrir brottför hins bandaríska hemámsliðs á íslandi.
Sagt er að gömlu fólki séu æsku- og unglingsár hugkæmst hvort sem það
man atburði rétt eða þeir hafa brenglast í tímans rás. f ljósi framanskráðs
verður að meta eftirfarandi umsögn um bók Þorleifs.