Saga - 1989, Page 257
Aðalfundur Sögufélags 1989
Aðalfundur Sögufélags var haldinn í Veitingahúsinu Duus í Fischersundi
laugardaginn 29. apríl 1989 og hófst hann kl. 2. Um hálft hundrað félags-
manna sátu fundinn.
Forseti félagsins, Heimir Porleifsson, setti fund og bauð fundarmenn vel-
komna. Síðan minntist hann þeirra félagsmanna, sem stjórninni var kunn-
ugt um að látist hefðu á árinu. Þeir voru: Bjöm Baldursson, Ebenezer Guð-
jónsson, Eyjólfur Árnason, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Guðjón Stein-
grímsson, Guðmundur Ludvigsson, Hákon Bjarnason, Játvarður Jökull
Júlíusson, Jón Jónsson, Magnús Axelsson, Valdimar Unnar Valdimarsson.
Fundarmenn heiðruðu minningu hinna látnu félagsmanna með því að rísa
úr sætum.
Forseti gerði tillögu um fundarstjóra, Einar Laxness, og fundarritara, Björn
S. Stefánsson.
Skýrsla stjórnar. Forseti flutti yfirlit um starfsemi Sögufélags frá síðasta aðal-
fundi, sem haldinn var 30. apríl 1988, og kom þar m.a. fram eftirfarandi:
Nýkjörin stjórn Sögufélags kom saman til fyrsta fundar síns 10. maí og
skipti þar með sér verkum eins og sagt er fyrir um í 3. gr. í lögum félagsins.
Forseti var kjörinn Heimir Þorleifsson, ritari Anna Agnarsdóttir og gjaldkeri
Loftur Guttormsson. Aðrir í aðalstjórn á starfsárinu voru Björn Bjarnason og
Helgi Skúli Kjartansson, en í varastjórn sátu Ragnheiður Mósesdóttir og Már
Jónsson.
Formlegir stjórnarfundir á starfsárinu voru tíu auk þó nokkurra funda,
sem einstakir stjómarmenn sátu með aðilum utan stjómar vegna sérstakra
verkefna. Sem fyrr sóttu varamenn alla stjórnarfundi og einnig rilstjórar
Sögu, þeir Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson. Þá hefur verslunarstjóri
félagsins, Ragnheiður Þorláksdóttir, setið alla stjómarfundi, svo sem tíðkast
hefur frá því að hún kom til starfa hjá félaginu. Á síðasta starfsári má segja,
að starfsemi félagsins hafi hvílt á Ragnheiði einni, því að fjárhagur hefur ekki
leyft frekara starfsmannahald. Þó má nefna, að Auður Magnúsdóttir sagn-
fræðingur starfaði nokkuð hjá félaginu sumarið 1988, einkum við tölvu-
vinnslu á afmælisriti Magnúsar Más Lárussonar, sem síðar verður vikið að.
Tímarit Sögufélags. Aðalstarfsemi Sögufélags hefur á síðasta starfsári sem fyrr
beinst að því að gefa út tímarit félagsins tvö. Ný saga kom að þessu sinni út
um 15. júní, og var þar með því markmiði náð að koma henni út að vori, sem
ekki hafði tekist með fyrsta heftið. Ritstjórar að þessu hefti vom Ragnheiður