Saga - 1989, Qupperneq 258
256
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1989
Mósesdóttir og Eggert Þór Bemharðsson. Heftið var 130 bls. að stærð og
voru í því sjö alllangar greinar, auk fastra þátta. Allt var efnið ríkulega
myndskreytt og reynt að setja það upp á þann veg, að það yrði sem læsileg-
ast. Sá Guðjón Ingi Hauksson um þann þátt mála, en allt prentverk við heftið
var unnið á vegum hans og Offsetþjónustunnar hf. Gekk öll sú vinna mun
betur en árið á undan. Lét forseti þess getið, að Ný saga 1988 var helguð
minningu Valdimars Unnars Valdimarssonar sagnfræðings, sem átti grein í
heftinu, en hann fórst sem kunnugt er af slysförum í London, áður en það
kom út.
Næsta hefti af Nýrri sögu er nú því sem næst tilbúið og verður því væntan-
lega dreift um miðjan maí. Er það þá enn um mánuði fyrr en árið á undan, og
má svo heita, að það komi nú út á þeim tíma, sem telja má æskilegan. Ragn-
heiður Mósesdóttir hefur séð um þetta hefti og notið tii þess aðstoðar Más
Jónssonar. Sömu aðilar og árið áður sjá um vinnslu í prentsmiðju. Er þess að
vænta, að margt þyki þar forvitnilegt og skemmtilegt efni.
Saga, tímarit Sögufélags 1988, kom út í byrjun nóvember, og var þetta 26.
bindi ritsins og hið 5. í röðinni eftir breytingu þá sem gerð var á útliti þess
með 22. bindi 1984. Ritstjórar voru Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson.
Saga 1988 var 304 blaðsíður og.skiptist að venju í tvo meginefnisþætti, fræði-
Iegar greinar annars vegar og hins vegar ritdóma um nýleg sagnfræðirit.
Fræðilegu greinamar vom um mjög ólík rannsóknarefni eins og vera ber. Má
þar nefna efni úr uppeldis- og félagssögu upplýsingaraldar, íslenska versl-
unarsögu á miðöldum, torskýrða staði í íslenskum fornritum, rætur íslenskr-
ar menningar og hernaðarumsvif Norðmanna á íslandi á ámm síðari heims-
styrjaldar. Ritdómarnir í Sögu 1988 vom 17 eftir 16 höfunda og hafa víst
aldrei fleiri verið í einu hefti. Síðan 1987 hefur prentsmiðjuvinna við Sögu
verið unnin af nokkmm aðilum, sem starfa í eins konar samfloti undir for-
ystu Valgeirs J. Emilssonar í Repró. Hefur samvinna Sögufélagsmanna við
þá verið með miklum ágætum og er nú enn unnið hjá þeim að útgáfu Sögu
1989. Eins og sést hefur í bókalistum Sögufélags hafa tvö bindi tímaritsins
Sögu alllengi verið uppseld. Em þetta 3. bindi (Saga 1962) og 5. bindi (Saga
1965). Er fullur hugur hjá stjóm félagsins á því að láta endurprenta þessi
hefti, þegar fjárhagur leyfir eða styrkir fengjust til þess.
Þegar stjóm Sögufélags ákvað á sínum tíma að hefja útgáfu tímarits þess,
sem síðar var nefnt Ný saga, var hugmyndin sú að koma fræðilegum ritsmíð-
um sagnfræðinga og reyndar annarra til stærri lesendahóps en þess, sem les-
ið hefur Sögu. Þetta skyldi gert með léttari framsetningu, myndanotkun og
e.t.v. með því að velja efni, sem líklegt væri að margir hefðu áhuga á. Enn
verður varla sagt, að þessum tilgangi hafi verið náð. Lausasala á Nýrri sögu
hefur verið sáralítil, og aðeins örfáir tugir manna hafa gengið í félagið eða
sýnt áhuga á því vegna Nýrrar sögu. Svo em líka til þeir félagsmenn, sem alls
ekki hafa viljað Nýja sögu og telja, að félagið eigi ekki að vera með útgáfu á
tímariti af þessu tagi. Næsta stjórn hlýtur að ræða, hvert framhald þessarar
útgáfu á að vera.
Saga og kirkja. Auk tímaritanna kom aðeins út eitt rit undir nafni Sögu-
félags á síðasta starfsári. Þetta var afmælisrit til heiðurs Magnúsi Má Lárus-