Saga - 1989, Side 259
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1989
257
syni, fyrrverandi sagnfræðiprófessor og rektor við Háskóla íslands. Það voru
nemendur og samstarfsmenn Magnúsar Más, sem óskuðu eftir því við Sögu-
félag, að það tæki að sér þessa útgáfu. Ritnefnd skipuðu háskólakennararnir
Gunnar Karlsson, Jón Hnefill Aðalsteinsson og Jónas Gíslason. Átján
höfundar áttu ritgerðir í bókinni, sem nefnd var Saga og kirkja. Efni ritsins
skiptist í fjóra flokka. Þeir nefnast: Úr þjóðveldi með sjö greinum, Frá siðbreyt-
ingu með fimm greinum, Afbrautryðjendum með fjórum greinum og Um kenn-
ingar með tveimur greinum. Ritið kom út um 20. desember, og var fyrsta ein-
takið afhent Magnúsi Má vestur í Bolungarvík 21. desember. Það gerði Björn
Teitsson skólameistari, gamall samstarfsmaður Magnúsar Más, fyrir hönd
ritnefndar og Sögufélags. Forseti gat þess, að Saga og kirkja var prentað í mjög
litlu upplagi, og eru nú aðeins til af því fáeinir tugir eintaka.
Önnur útgáfustarfsemi. Næst vék forseti að annarri útgáfustarfsemi Sögufé-
lags og fyrst að því verkefni, sem Iengst hefur verið á döfinni, þ.e. útgáfu
Alþingisbóka Islands, sem staðið hefur yfir síðan 1912. Þar er nú aðeins óútgef-
ið 17. og síðasta bindið, sem tekur yfir árin 1791-1800. Gunnar Sveinsson
skjalavörður hafði handrit að því tilbúið sumarið 1988 og var samið um það
við prentsmiðjuna Steinholt í ágúst það ár, að hún tæki að sér setningu og
prentun verksins eins og verið hafði með 16. bindi. Þessi samningur var
gerður með vitund og samþykki Friðriks Ólafssonar skrifstofustjóra alþingis,
en þingið mun sem fyrr kosta útgáfuna. Nú stendur verk þetta þannig, að
tölvusetningu er lokið og lestri 1. prófarkar. Getur því umbrot hafist bráðlega
og er þess að vænta, að Gunnar Sveinsson geti síðar á þessu ári samið nafna-
skrár við ritið, en það er eins og menn vita mikið verk. Ætti því útgáfu Alþing-
isbóka íslands að geta lokið á árinu 1990.
Sögufélag gaf á árunum 1958 og 1961 út hluta af skjölum Landsnefndar-
innar svonefndu, sem starfaði á árunum 1770-71. Sá Bergsteinn Jónsson um
þá útgáfu. Ávallt var hugmyndin að gefa út fleiri merk skjöl frá starfsemi
þessarar nefndar, auk þess sem registur vantaði. Sögufélag fékk á árinu 1981
Má Jónsson, þá sagnfræðinema, til þess að vinna að uppskriftum á fleiri
skjölum Landsnefndarinnar í Þjóðskjalasafni. Árið 1985 tók Helgi Skúli
Kjartansson við verkinu jafnframt því að styrkur fékkst úr Vísindasjóði til
þess að koma uppskriftum Más inn á tölvu Sögufélags. Þá voru gerðar áætl-
anir um, hvaða skjöl skyldi gefa út auk þeirra, sem Már hafði skrifað upp. Er
nú stefnt að útgáfu tveggja binda á stærð við þau, sem út komu á árunum
1958 og 1961, og verða í þeim óútgefin skjöl, sem Már og Helgi Skúli hafa
valið, auk skráa og skýringa við öll bindin fjögur. Hefur Helgi Skúli gert mjög
vandaða áætlun um verklok, og ræðst framtíð þessa verks nú af því, hvort til
þess fæst umbeðinn styrkur úr Vísindasjóði, en fáist hann, ætti því að ljúka
á árinu 1991.
íslandssaga Sögufélags. Á starfsárinu hefur mikið verið unnið við undirbún-
ing að útgáfu á íslandssögu í einu bindi eftir Bjöm Þorsteinsson og Bergstein
Jónsson. Stofninn að þessu verki er íslandssaga sú, sem Björn heitinn skrif-
aði fyrir Politikens Forlag og gefin var út á dönsku fyrir nokkmm ámm. Síð-
ustu misserin, sem Bjöm lifði, vann hann að margvíslegri endurskoðun á
17-saga