Saga - 1989, Side 261
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1989
259
Benediktsson, hefur ekki vegna ýmissa anna getað náð saman öllum endum
við samningu á skýringum við ritið. Af hálfu félagsins hefur Már Jónsson
verið beðinn um að vera Jakobi til aðstoðar, en ekki er ljóst, hvenær þetta rit
verður tilbúið til setningar.
Sýslu- og sóknarlýsingar. Fyrir tíu árum gaf Sögufélag út Sýslu- og sóknarlýsing-
ar Árnessýslu 1839-1843. Til umræðu hefur verið að gefa út fleiri af þessum
sýslulýsingum, þær sem óútgefnar eru, einkum Skaftafellssýslu og Dala-
sýslu. Fékk félagið á sínum tíma nokkurn styrk frá Vestur-Skaftfellingum til
þess að láta skrifa upp þeirra þátt. Þær uppskriftir liggja fyrir, en ekki hefur
verið ráðist í það af krafti að fara yfir þær og síðan gefa út. Þetta mál þarf að
athuga á næsta starfsári með tilliti til fjárhags Sögufélags.
Samstarfið við Fræðafélagið. Eins og að undanförnu hefur Sögufélag haft sam-
starf við Fræðafélagið í Kaupmannahöfn um endurútgáfu farðabókar Árna og
Páls, og náðist sá áfangi á árinu 1988, að 11. og síðasta bindi hennar kom út
í septembermánuði. Var haldinn blaðamannafundur af þessu tilefni og
kynnt, að Fræðafélagið hygðist gefa út tvö bindi til viðbótar og yrði í þeim
eftirfarandi efni: Erindisbréf Árna Magnússonar og Páls Vídalíns og bréf
þeirra til jarðeigenda, jarðabókarbréf úr ýmsum sýslum, ágrip af jarðabók
ísleifs Einarssonar, ritsmíð um jarðir Kirkjubæjarklausturs og athugagreinar
Árna Magnússonar og loks skýringar og skrár um staðanöfn, mannanöfn og
atriðisorð. Stór hluti af þessu efni er tilbúinn til prentunar, en skrárnar eru í
vinnslu. Má vænta þess, að viðbótarbindin komi út seint á þessu ári eða
snemma á næsta ári. Á fyrrgreindum blaðamannafundi greindi Pétur M. Jón-
asson, forseti Fræðafélagsins, frá því, að bók hans um Þingvallavatn kæmi út
1990. Mun Sögufélag sjá um dreifingu hennar.
Ný verkefni afgreiðslu Sögufélags. Um þessar mundir er Sögufélag að hefja
dreifingu á tveimur ágætum ritum, sem gefin eru út af einkaaðilum. Er hér
annars vegar um að ræða bókina Allt hafði annan róm-áður í páfadóm, en hún
fjallar um íslensk nunnuklaustur. Sú bók er eftir Önnu Sigurðardóttur, og
gefur hún hana út sjálf, en á vegum Kvennasögusafnsins. Hins vegar er um
að ræða bókina Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin eftir Tryggva Þórhallsson
fyrrum forsætisráðherra. Börn Tryggva gefa bókina út á sinn kostnað í tilefni
af því, að hinn 9. febrúar voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Bókin var skrif-
uð sem samkeppnisritgerð um dósentsembætti við guðfræðideild Háskóla
íslands árið 1917, en birtist nú í fyrsta sinn á prenti. Klemens Tryggvason,
fyrrverandi hagstofustjóri, hefur séð um útgáfuna og er þar mjög myndar-
lega að öllu staðið. Bókin sjálf er 282 blaðsíður auk sértölusettra síðna fremst
1 henni og myndasíðna, sem eru 52 með 120 myndum. Er augljóst, að
Klemens hefur lagt mikla vinnu í að afla þeirra, og auk þess hefur hann skrif-
að langar skýringar við margar þeirra. Þá hefur hann skrifað formála, þar
sem gerð er grein fyrir tildrögum verksins, en þetta var í fyrsta sinn, sem
beitt var þeirri aðferð við embættisveitingu í háskólanum, að láta fara fram
samkeppnispróf.