Saga - 1996, Blaðsíða 74
72
SVEINBJORN RAFNSSON
Um fals og skrök fornra sagna
Áður var á það drepið að Árna Magnússyni þætti stundum sem
með fals væri farið í Islendinga sögum. Opet taldi að ýmislegt í
Hrafnkels sögu væri „falsch dargestellt".113 Hermann Pálsson var
hins vegar hneykslaður á Sigurði Nordal fyrir að nefna að tilgang-
ur Hrafnkels sögu væri hugsanlega að halda því fram að Hjóts-
dælagoðorð væri eign afkomanda Hrafnkels. Hermann sagði sér
þykja hæpið að höfundi sögunnar „hafi komið til hugar að rita
skáldsögu í því skyni að falsa sögulegar staðreyndir".114
Ástæðulaust er að hika við að nota orðin fals eða fölsun. Hér skal
aðeins drepið á fáein atriði um sögulegar falsanir á miðöldum og
eru einkum hafðar í huga íslendinga sögur. Stuðst er við nýleg
fræðirit um sögulegar falsanir.115
Mikið af þeim fölsunum frá miðöldum, sem nútímasagnfræðing-
ar hafa áhuga á, voru á þeim tíma utan sjóndeildarhrings laga og
réttar, og oft væru þær ekki heldur innan sjónmáls refsiréttar nú-
tímans. Refsingar fyrir falsanir voru fyrrum eins og nú einkum
bundnar réttarskipandi skjölum og ólöglegri peningaútgáfu og for-
senda refsinga fyrir falsanir sú að þær hefðu eða gætu valdið fjár-
munatjóni. Bókmenntalegar falsanir voru ekki innan sjónmáls laga
og réttar á miðöldum116 og menn gerðu sér margir vel grein fyrir
því. Slíkar falsanir vörðuðu fremur siðferði manna og afstöðu til
þess hvað satt væri og hvað logið.
Hrafnkels saga, og raunar fleiri íslendinga sögur, er ekki það
sem hún þykist vera, þ.e. frásögn frá 9. og 10. öld. Samkvæmt hefð-
bundinni skilgreiningu í sagnfræði er heimild fölsun þegar hún
læst vera eitthvað annað en hún raunverulega er, hún er þá fölsuð,
upplogin, að hluta eða í heild.117 Þegar um fölsun er að ræða
113 Opet, „Die Zuverlássigkeit", bls. 617.
114 Hermann Pálsson, Hrafnkels saga og Freysgyðlingar, bls. 11. f Hermann Pálsson,
Siðfræði Hrafnkels sögu, bls. 1S-19, er talað um „falsaða sagnfræði" og ,,sögu'
fölsun" og í Hermann Pálsson, Mannfræði Hrafnkels sögu, bls. 10, er talið fra'
leitt „að höfundur Hrafnkels sögu hafi verið sögufalsari."
115 Constable, „Forgery and Plagiarism" og Brown, „Falsitas pia sive repehensi'
bilis", en einnig hefur verið höfð hliðsjón af hinni ágætu úttekt í Fuhrmann,
Einfluss und Verbreitung der pseudoisidorischen Falschungen, bls. 65-136, °S
réttarsögulegum athugunum í Herde, „Römisches und kanonisches Recht ■
116 Herde, „Römisches und kanonisches Recht", bls. 294-95.
117 Bemheim, Lehrbuch, bls. 331.