Saga - 1996, Blaðsíða 269
SKÁLDLEG SAGNFRÆÐI
267
frá, hvernig sagnfræðingur miðli sögu sinni: „Ef sagnfræðingar
temja sér ekki að skipta sér af þessari miðlun sögunnar, tilgangi
hennar og hlutverkum, þá Iáta þeir það bara eftir fólki sem hefur
ekki þekkingu eða skilning á vísindahlið greinarinnar."33 A þessu
getur oltið sjálfskilningur og söguleg vitund hvers einstaklings, af-
staða til lífsins og sjálf breytnin. Þannig er æskilegt að sagnfræð-
lngar móti sögulega vitund, ef hún á þá að vera sannleikanum
samkvæm, þó að hitt sé alls ekki ljóst hvort æskilegt sé að söguleg
vitund sé sannleikanum samkvæm; öllu skiptir hér hvaða skilningi
//Sannleikur" er skilinn, eða hvernig hljómar: „æskilegt er að sögu-
leg vitund sé samkvæm afstæðum sannleika"? Hvað um sannleiks-
kenningu Williams James, sem segir að sannleikurinn sé pragmat-
fskur: það sem er satt ræðst af því hvað borgar sig?34 Hvað sem því
líður hefur söguleg vitund kynslóða óneitanlega mótast af fram-
setningu sögulegs texta sem aftur mótast af margvíslegum hug-
myndum og aðstæðum, þjóðernishyggju og sjálfstæðisbaráttu, trú-
arbrögðum og slæmum efnahag 35 Og þessi sögulegi texti er ekki
einvörðungu ritaður sem sagnfræði. Til dæmis hafði höfundur
fyrstu sögulegu skáldsagnanna, Walter Scott, gríðarleg áhrif á al-
rnenning sem og sagnfræðinga á fyrri hluta nítjándu aldar.36 Og
það var reyndar af skáldum eins og honum sem Ranke kvaðst vera
fullsaddur og vilja því „snúa frá rómantískum skáldskap og forð-
ast allan tilbúning og uppspuna í verkum mínum og halda mig við
staðreyndirnar."37 Nefnum jafn ólík dæmi og I, Claudius eftir Ro-
bert Graves og Gerplu eða íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness. Al-
reennur skilningur á sögu Rómar í tíð fyrstu keisaranna hefur mót-
ast af skáldsögu Graves, sem aftur byggir næstum einvörðungu á
fómverska sagnfræðingnum Tacitusi. Athugum Gerplu og hvernig
sagan sú hefur mótað viðhorf heillar kynslóðar til kappanna, eða
hvernig Jón Hreggviðsson varð tákn fyrir reisn alþýðu á niðurlæg-
33 Gunnar Karlsson, „Sagnfræðin, sannleikurinn og lífið", bls. 204.
34 -Pragmatism: A New Name for Some Old Ways of Thinking. Lecture VI:
Pragmatism's Conception of Truth", bls. 95-113.
35 Sjá til dæmis erindaflokkinn „Sagan og samtíminn", einkum erindin eftir
Guðmund Hálfdanarson, „fslensk söguendurskoðun", og Gunnar Karlsson,
-Hvemig verður söguskoðun til?".
36 Sjá Fritz Stem, sama rit, bls. 17.
37 -Aufsatze zur eigenen Lebensgeschichte", bls. 61. Tilvísunin er úr Ernst
Cassirer, An Essay on Mati, bls. 173.