Saga - 1996, Blaðsíða 198
196
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
öllu landinu um miðja 18. öld og því síður fyrr á öldum.64 Rétt er
að hafa í huga að mýs og rottur eru sömu ættkvíslar spendýra.
Óvíst er að þær hafi verið rétt aðgreindar eftir tegundum í heimild-
um. Sundurgreining í tegundir og ættkvíslir kom ekki til fyrr en á
18. öld. Utbreiðsla músa og rotta, hegðun, lífshættir og litir eru
breytilegir eftir stað og tíma, þannig að það sem þekkt er í dag þarf
ekki að hafa einkennt þessi kvikindi fyrr á tímum.65
Þess misskilnings hefur gætt hérlendis að menn hafa talið rottu-
faraldur nauðsynlegan til að útbreiða pestina.66 Hvergi kemur fram
í erlendum rannsóknum að svo sé og virðist þetta heimatilbúin
skýring. Þótt rottufaraldur sé ekki talinn forsenda pestarinnar þá
er sú skoðun alls staðar ríkjandi að faraldur í rottum og meðal
rotta sé frumforsenda pestarinnar og það er tvennt ólíkt. Útbreiðsla
pestarinnar er, eins og áður hefur komið fram, aðallega með mann-
inum og hans hafurtaski, þótt rottumar séu nauðsynlegar til að við-
halda henni. Líklegt má telja að rottur hafi verið í mörgum ver-
stöðvum, á stærstu stöðum, eins og t.d. á biskupsstólunum, í klaustr-
um og á höfðingjasetrum, og hugsanlega á þéttbýlum svæðum.
Rottumar em forsenda þess að plágan berist til landsins og gangi
hér sem faraldur. Plágan sannar þannig tilvist rotta hér á landi
a.m.k. tvisvar sinnum á 15. öld. Þessu fylgir ekki sú staðhæfing að
rottur hafi verið hér Iandlægar fyrr á tímum heldur einungis að
þær hafi verið hér um tíma á ákveðnum stöðum eða svæðum. Eins
og kunnugt er var plágan landlæg í Evrópu fram á 17. öld, en hing-
að komu með vissu einungis tveir faraldrar, þótt hugsanlegt sé að
þeir hafi verið fleiri.67 Ef hér hafa ekki verið rottur á 16. og 17. öld,
eða a.m.k. ekki víða og ekki nægilega margar, til að breiða út pest á
þeim tíma þá er rík ástæða til að rannsaka íslenska sóttarfarssögu
sérstaklega með tilliti til þess og í samanburði við evrópska sóttar-
farssögu.
I fyrsta faraldrinum í Evrópu um miðja 14. öld barst pestin eink-
um eftir verslunarleiðum á sjó og landi og var yfirleitt skæðust á
64 Sjá nánar um mýs og rottur, Eggert Ólafsson, Ferðabók, I, bls. 33,126-27, 206,
309-10; II, bls. 54, 228. Tekið er sérstaklega fram að hvorki séu mýs né rottur
í Kjósarsýslu en þess er ekki getið um önnur héruð.
65 Spendýrin, bls. 69-78. Sjá einnig Karl Skímisson, „Nagdýr á íslandi" og Stef-
án Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar, bls. 27-32.
66 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 55-56.
67 Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar, bls. 20-29.