Saga - 1996, Blaðsíða 258
256
SVAVAR HRAFN SVAVARSSON
eins og þetta sem skilja á milli sagnfræðirits og sögulegrar skáld-
sögu? Spyrjum almennari spumingar: hvað skilur almennt á milli
sagnfræðings og skálds? í riti sínu Um skáldskaparlistina svaraði
Aristóteles spumingunni á þennan veg: „Það sem skilur á milli er,
að annar segir frá því sem hefur gerst, hinn frá því sem gæti gerst.
Af þeim sökum er skáldskapurinn heimspekilegri og æðri en öll
sagnfræði, en skáldskapurinn tjáir fremur hið almenna, sagnfræðin
hið einstaka. Hið almenna er það sem ákveðin manntegund er lík-
leg til eða hlýtur að segja eða gera, en það vill skáldskaparlistin tjá,
þótt persónunum séu valin sérstök nöfn."4 Hið almenna gerir skáld-
skapinn æðri en sagnfræði sem greinir frá hinu einstaka, sagði
heimspekingurinn, en með „skáldskap" átti hann einkum við leik-
rit, hvort heldur gamanleiki eða harmleiki. Nú virðist sögulegur
skáldskapur ekki falla ýkja vel að þessari greiningu, því hann fjall-
ar ekki um það sem ákveðin manntegund er líkleg til að gera held-
ur það sem hún gerði. Þess vegna bætir Aristóteles við: „En vilji
svo til, að einhver yrki um sögulega atburði, er hann engu að síður
skáld, því það er ekkert því til fyrirstöðu, að líta megi á einhvern
hinna liðnu atburða sem líklega eða hugsanlega, og þá verður
skáldið höfundur þeirra."5 Þessum augum leit Aristóteles söguleg-
an skáldskap: skáldið er höfundur sögulegra atburða, sögulegir at-
burðir í skáldskap eru í vissum skilningi tilbúningur skáldsins.
Vafalaust hefði hann líka sagt að ekki bæri að líta á sögulega at-
burði sem greint væri frá í sagnfræðiriti sem tilbúning sagnfræð-
ingsins heldur sögulegar staðreyndir. Þannig getur einn og sami
atburðurinn verið bæði tilbúningur og staðreynd. Allt veltur á því
hvaða augum atburðurinn er litinn og hvers vegna sagt er frá hon-
um, til að tjá hið almenna eða lýsa hinu einstaka. Sá sem semur
sögulegt skáldverk er ekki sagnfræðingur, því hann fæst í raun
ekki við sögulega atburði, sem virðast aðeins vera eins konar yfir-
varp; munurinn á honum og sagnfræðingi felst í markmiðinu, ekki
nauðsynlega í því sem sagt er frá heldur í því til hvers sagt er frá.
Nú vil ég velta fyrir mér hvort nota megi hugmynd Aristótelesar
um það sem sameinar og aðskilur höfunda sögulegra skáldverka
og sagnfræðirita, þ.e. sögulegan atburð og markmið, til að kanna
muninn á sögulegum skáldskap og sagnfræði.
4 Hér er vitnað í þýðingu Kristjáns Ámasonar: Aristóteles, Um skáldskaparlist-
ina, bls. 59 (= 1451b4-10).
5 Sama rit, bls. 60 (= 1451b29-32).