Saga - 1996, Blaðsíða 391
RITFREGNIR
389
Sjómannafræði eru ekki undantekning. íslendingar gerðu einvörðungu
ut opna báta fram á 18. öld. Þeim var stjórnað af formönnum, sem þurftu
að vera veðurglöggir og geta spáð um veðurfar næstu klukkustundir út
trá skýjafari og öðrum kennimerkjum. Þeir þurftu að þekkja fiskimið,
^unna skil á fiskgöngum og þekkja boða og sker á siglingarleið og kunna
aö fara með seglabúnað. Allt voru þetta staðbundin atriði að hinu síðasta
undanskildu, enda munu allflestir formenn aðeins hafa róið frá einni eða
°rfáum verstöðvum. Formenn hafa lært starfið af eldri og reyndari stétt-
urbraeðrum og í starfinu sjálfu.
Tilkoma þilskipa breytti aðstæðum, enda gengu þau lengra út en opnu
bátarnir og oft úr landsýn. Með tilkomu þilskipa myndast ný stétt, skip-
stjórnendur, stýrimenn og skipstjórar. Formleg menntun varð nauðsyn,
er> hana var ekki að fá hér á landi. Brautryðjendurnir urðu að sigla. En
þeir
voru þrír, jóhann Ingimundarson, Guðmundur Ingimundarson og
f'orleifur Jónsson. Hinn fyrstnefndi nam fræðin í Dunkerque og hinn
s>ðastnefndi í Danmörku, en óvíst er hvar Guðmundur lngimundarson
stUndaði nám. Rétt þykir að nota þetta tækifæri til að leiðrétta missögn,
Sern kemur fram í riti Einars S. Amalds, Skútuöldinni eftir Gils Guðmunds-
s°n og fleiri ritum, en þar er Guðmundur sagöur hafa dáið árið 1813. Guð-
uiundur bjó að Stóra-Laugardal í Tálknafirði og hverfur úr hreppsbókum
arið 1811. Skip hans, Delphin, hlýtur því að hafa farist það ár eins og Jón
^spólín telur raunar í Árbókum sínum.
t’ilskipum fjölgaði mikið á síðari hluta 19. aldar, ekki síst á síðustu
j^gum hennar. Þörfin fyrir skipstjórnarmenn var því mikil og vaxandi.
un var sumpart leyst með því að ráða menn skipstjóra og stýrimenn,
Sem höfðu starfað undir stjórn skipstjórnarmanna með formlega mennt-
Un' en höfðu ekki notið hennar sjálfir. Ekki reyndust allir þessir menn
^ra öllum vanda vaxnir. Skúli Thoroddsen, þingmaður ísafjarðarsýslu,
Ullyrti á Alþingi 1893, að sumir skipstjórar þyrðu af þessum sökum ekki
® hætta sér úr landsýn og yrðu af afla fyrir vikið. Þessi ummæli voru
atm falla í umræðum um frumvarp til laga um atvinnu við siglingar. Þá
Uar raunar sú framtíðarlausn á menntamálum skipstjórnenda fundin, sem
eitað hafði verið eftir í nokkra áratugi. Skal nú vikið að því atriði og bók
'r>ars S. Arnalds.
Alþingi samþykkti lög um stofnun stýrimannaskóla á íslandi 8. ágúst
. en skólinn var settur í fyrsta skipti 1. október 1891. Talsvert var um
ohöarhöld af þessu tilefni á árinu 1991, en útgáfa á sögu skólans skyldi
P° vera aðalviðburðurinn. Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari kveð-
r eftirfarandi vera meginmarkmið með ritun verksins í formála þess:
" egintilgangurinn með hátíðarhöldum í tilefni aldarafmælis skólans og
fltun sögu Stýrimannaskólans var að minnast með verðugum hætti elstu
menntastofnunar sjómanna í landinu, frumkvöðla skipstjórnarmenntunar