Saga - 1996, Blaðsíða 182
180
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
anna og barna þeirra en ekki til að koma í veg fyrir almenna fólks-
fjölgun. Maðurinn hagar sér ekki eins og sum dýr sem fjölga sér án
aðlögunar að aðstæðum heldur takmarkar hann sig við aðstæður
hverju sinni og reynir jafnframt að snúa þeim sér í hag.7
Talið er að fólksfjöldi hafi tvö- eða þrefaldast í Evrópu á hámið-
öldum, þ.e. 1000-1300, en um 1350 geisaði Svarti dauði, ein skæð-
asta drepsótt sem þekkt er, og lagði líklega röskan þriðjung Evr-
ópubúa í gröfina. Fyrsti faraldurinn hefur verið mannskæðastur en
síðan virðist sem eðli sjúkdómsins hafi breyst eftir nokkurn tíma
og aðstæðum og fólk öðlaðist e.t.v. að einhverju leyti ónæmi fyrir
plágunni. Plágan barst frá Mið-Asíu til Evrópu með fólki, vörum,
rottum og hugsanlega öðrum (nag)dýrum um nær alla álfuna.
Ymsar skýringar hafa verið uppi um eðli sjúkdómsins, smitleiðir,
manndauða af hans völdum og hvers vegna hann hvarf á 17. öld,
en almennt séð eru menn sammála um að plágan hafi valdið veru-
legum breytingum á evrópskum samfélags- og atvinnuháttum.
Þegar til skamms tíma er litið hefði mátt ætla að plágan hefði verið
til góðs fyrir þá sem eftir lifðu, a.m.k. ef hafðar eru í huga hefð-
bundnar skýringar á tengslum manns og umhverfis. Svo varð ekki.
Svarti dauði markaði upphafið að langvarandi fólksfjöldakreppu
og kom í veg fyrir mikla fólksfjölgun.8 Ástæða þess var fyrst og
fremst fjöldi drepsótta sem hjó stór skörð í mannfjöldann af og til
næstu aldir og fólk á frjósömum aldri, eða sem átti eftir að ná hon-
um, féll í stórum stíl. Það er ekki fyrr en með hinni svokölluðu sótt-
kveikjusameiningu heimsins þegar staðbundnir sjúkdómar breiðast
út og banvænar sóttir verða máttlitlir bamasjúkdómar, sem fólks-
fjöldi fer vaxandi á ný til langframa á 18. og 19. öld.9
Þegar plágan fór um Evrópu á 14. öld höfðu kröftugar drepsóttir
ekki gengið um aldir. Hættulegir sjúkdómar, hungur og dauði
vom hversdagsleg fyrirbæri, einkum meðal lágstétta, og vom yfir-
leitt fylgifiskar fátæktar og óþrifnaðar. Þau vom rakin til óguðlegs
og ósiðsamlegs lífernis og væm því oft nokkurs konar refsing
7 Benedictow, The Medieval, bls. 101-103. - Livi-Bacci, A Concise Historu, bls.
11-116.
8 Sjá t.d. Ziegler, The Black Death. - Livi-Bacci, A Concise History. - Benedictow,
Plague. - Lunden, Saga mannkyns, bls. 13-22, 263-64. - The Cambridge World
History, bls. 275-78, 281-82, 513-15, 612-15, 628-31. - Walloe, „Pest og fol-
ketall", bls. 38-44.
9 McNeill, Peoples and Plagues, bls. 221-22.