Saga - 1996, Blaðsíða 328
326
RITFREGNIR
fræðimenn á borð við Pál Eggert Ólason, Pétur Sigurðsson, Jón Helg<is°n
prófessor, Sigurð Nordal, Þorkel Jóhannesson, Hallbjöm Halldórsson og
Guðmund Finnbogason, að ógleymdum Halldóri Hermannssyni.
Hin eiginlega bóksaga hefst með stuttri frásögn af Gutenberg og upP
hafi bókaprentunarinnar, en sögusviðið flyst síðan að Hólum og fyl§'r
síðan að hefðbundnum hætti helstu útgáfubókum fram til loka 16. aldar
innar. Kaflanum lýkur á greinargerð um skrá Halldórs Hermannssonar
um íslensk rit prentuð á 16. öld og hugleiðingu bókasafnarans um fágætl
þessara rita. Greinargerðin fyrir bókaútgáfunni heldur áfram í tímaröð 1
næsta kafla, „Sautjánda öldin tekur við", og nær sá reyndar allt fram
loka 18. aldarinnar að því er snertir Hólaprent.
Þá er stuttur kafli um fræðirit íslendinga sem prentuð voru erlendis a
latínu, og því næst annar lengri um Hrappseyjarprentsmiðju. Þar er au
velt að vera höfundi ósammála er hann heldur því fram að ekki hafi verl
um umfangsmikla starfsemi að ræða í Hrappsey (bls. 100). Alls voru 1>
lega 80 rit prentuð þar á þeim rúmlega 20 árum sem prentsmiðjan sta
aði. Þetta eru fjögur rit á ári að meðaltali, sem má bera saman við u.þ b'
100 rit á þeim 50 árum sem Guðbrandur réð Hólaprentsmiðju. Höfundur
vill reyndar draga Lögþingsbækurnar 22 sem prentaðar voru í Hrapps0)'
frá heildartölunni 80, en engu að síður verða ritin þrjú á ári með þeirrl
reikniaðferð. Þegar haft er í huga að síðustu tíu ár Hrappseyjarprellt
smiðju var fátt annað prentað en Lögþingsbókin, eða með öðrum orðurn
rit fyrstu tíu árin að meðtöldum Lögþingsbókunum - sjö rit á ári að jafna
- sést glöggt að starfsemin var feikilega umfangsmikil.
Viðeyjarprentsmiðja fær mikið rými og ítarlega umfjöllun á um 40 bla
síðum. Er fyrst fjallað um tímabil Magnúsar Stephensens en síðan Ola
sonar hans, og fylgt tímaröð. Er góður fengur að kafla þessum sem getur
glöggt yfirlit um hina miklu og fjölbreyttu útgáfustarfsemi þeirra feðga-
í næsta kafla, um upphaf prentunar í Reykjavík og landsprentsmiðjun '
er vikið frá þeirri aðferð að gera grein fyrir útgáfustarfseminni í tímaro >
og í staðinn gerð grein fyrir ákveðnum efnisflokkum: fornritum, leikrit
um, ljóðmælum o.fl. Síðan er farið yfir sögu annarra Reykjavíkurprent
smiðja fram undir aldamót og þvínæst víkur sögusviðinu út á land, nor
ur á Akureyri, austur á firði, vestur á ísafjörð, og víðar, og loks endað 1
Reykjavík.
Þá er brotið blað og fjallað um útgáfustarfsemi einstakra félagasarntak3
íslendinga. Byrjað er á Bókmenntafélaginu í Kaupmannahöfn og útgat
þess, og vikið að „danska" arftakanum, Fræðafélaginu í Kaupmannahöfn-
Þá er fjallað um annað félag sem segja má að eigi rætur sínar í Kaup
mannahöfn, nefnilega Þjóðvinafélagið. Að svo búnu flyst sögusviðið hein1
á ný og útgáfustarfsemi ýmissa félaga tekin fyrir, Sögufélagið, Fornnta
lagið o.fl., og ýmsir einstaklingar í útgefendastétt. Loks er sagt frá Bóka
útgáfu Menningarsjóðs, Máli og menningu og Almenna bókafélaginU'