Saga - 1996, Blaðsíða 145
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
143
um „hina náttúrulegu aðgreining undir og yfirmanna, almúgans
og betri manna", jöfnuður var ekki á döfinni.38 Ennfremur er Egg-
ert ótvírætt konunghollur; líkt og aðrir íslenskir upplýsingarmenn
dregur hann ágæti einveldisins ekki í efa.39
En hvers vegna er orðspor Eggerts annað en samtímamanna hans
og hvers vegna er hann í minningu þjóðarinnar meiri vinur henn-
ar, eins og ráða má af ummælum Bjama Jónssonar sem kallar Egg-
ert þann Islending sem „á seinni öld var fremstur í flokki föður-
landsvinanna íslensku, og allir þjóðræknir menn á þessari öld hafa
dáðst að, að maklegheitum, og ávallt betur gefið þjóðræknum
mönnum göfugt dæmi."?40 Eggert var, eins og Bjami bendir á,
þjóðræknari en aðrir menn samtíðar sinnar; föðurlandsástin var
mnilegri og þjóðernisvitund hans risti dýpra en samferðamann-
anna. Óhætt er að fullyrða að enginn tjái föðurlandsást sína af jafn
miklum krafti og innlifun og Eggert. Þegar hann er erlendis saknar
hann landsins; náttúran kallar til hans.41 Mönnum er eiginlegt að
elska föðurland sitt, segir Eggert, því það er náttúran sem mest
hrærir innbyrlingu.42 Hvað sem því líður var það skylda manna að
leggja rækt við ættjarðarástina, enda elskuðu allra bestu menn sitt
föðurland hvað mest og spömðu ekki „þess vegna fé eða fram-
kvæmd líf eða blóð".43 Eggert tók þessar skyldur sínar alvarlega,
eins og meðal annars má sjá af ættjarðarljóðum hans. Frægast þeirra
er íslands minni.
Föðurlandsást Eggerts er augljós. En hann skapar einnig nýja hug-
mynd um landið, hugmynd sem vísar fullt eins mikið til þjóðarinn-
ar sjálfrar. Fjallkonan, tákn lands og þjóðar, á rætur sínar að rekja
til hans. Eggert nefnir konu sína reyndar ekki fjallkonu, heldur heit-
38 Tilvitnun úr Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, bls. 386. Sjá einnig Egg-
ert Ólafsson, Kvæði, [1832], bls. 186. Eggert færir rök fyrir því í nmgr. við ís-
land að efnahagslegt jafnrétti sé mjög varasamt. Eggert Ólafsson, Kvæði,
[1832], bls. 15.
39 Sjá t.d. eftirfarandi línur úr Einvaldsvísum: „Hitt er víst að við það máttu /
verða teitar ísa-sveitir, / alvald þegar gáfu gylfa / greidd úr Iæðing ríkin bæði,
/ áður voru eins og síðan / allir góðir sínum þjóðum, / þótt að yxi þeirra
máttur / þegar með þeim enginn réði." Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 72.
40 Bjami Jónsson, Um Eggert Ólafsson, bls. iv.
41 Sjá t.d. kvæðið Heimsótt, Eggert Ólafsson, Kvæði [1832], bls. 116.
42 Sama heimild, bls. 116-17.
43 Tilvitnun í Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, bls. 389.