Saga - 1996, Blaðsíða 164
162
RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
1833, eða um svipað leyti og Fjölnismenn,113 lætur hann lítið til sín
taka í umræðum um málefni Islands fyrst um sinn. Fyrstu árunum
í Kaupmannahöfn ver hann til rannsókna á íslenskum handritum
og skjölum á skjalasöfnum borgarinnar og öðlast þannig trausta
þekkingu á högum landsins í gegnum aldirnar.114
Þegar afskipti Jóns af stjórnmálum hefjast hefur hann því velt
málefnum landsins fyrir sér um nokkurt skeið og í fyrsta árgangi
Nýrra félagsrita sem kom út árið 1841 má lesa úr skrifum Jóns ákveðnar
og skýrar pólitískar skoðanir. Sumt af því sem Jón lagði til mál-
anna markar tímamót, annað var greinilega sótt í smiðju fyrir-
rennaranna, en aldrei hafði málflutningurinn verið jafn skýr, skipu-
legur og opinskár. Hér er ætlunin að staldra við hugmyndir Jóns
eins og þær birtast okkur þegar hann kemur fram á ritvöllinn. Póli-
tísk ævi Jóns var Iöng, skoðanir hans þróuðust og áherslumar breytt-
ust. Hér verður sú saga ekki rakin heldur verður lögð megináhersla
á að gera grein fyrir fæðingu ígmndaðrar pólitískrar þjóðemisstefnu,
sem fyrst verður til hjá Jóni, og gera grein fyrir samhengi Jóns við
fyrirrennarana og því sem greinir hann frá þeim.
Þótt Jón Sigurðsson sé býsna frábmgðinn þeim föðurlandsvinum
sem hér hefur verið fjallað um er samhengið á milli þeirra ljóst. Þeir
Eggert, Baldvin og Fjölnismenn vom allir að meira eða minna leyti
undir áhrifum frá upplýsingarstefnunni og áhrif hennar á Jón em
einnig nokkur.115 Þannig minnir tilgangur og efnisval Nýrra félags-
rita á rit upplýsingarmanna og sjálft nafnið gefur til kynna að tíma-
ritið hafi öðmm þræði átt að vera sjálfstætt framhald rita Lærdóms-
listafélagsins.
Þegar Jón greinir frá tilgangi ritsins, í fyrsta árgangi Nýrra félags-
rita, svipar honum um margt til fyrirennara sinna. Markmið ritsins
113 Brynjólfur sigldi til hafnar 1829, Konráð 1831, Jónas 1832. Sjá Aðalgeir Krist-
jánsson, Brynjólfur Pétursson, bls. 19, 51. - Vilhjálmur Þ. Gíslason, Jónas Hall-
grímsson, bls. 75. Tómas Sæmundsson sigldi til Hafnar 1827 sbr. Páll Eggert
Ólason, íslmzkar æviskrár V, bls. 18.
114 Sverrir Kristjánsson, „Inngangur. íslensk stjómmálahugsun og Jón Sigurðs-
son", bls. xxx.
115 Ymsir hafa bent á tengsl Jóns við upplýsingarstefnuna, Eggert Ólafsson, Bald-
vin Einarsson og Fjölnismenn. Sjá. t.d. Guðmundur Hálfdanarson, „Verði ljós!",
bls. 198 - „íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld", bls. 35. - Haraldur Sigurðsson,
„Náttúmvísindi og landafræði", bls. 292. - Helgi Magnússon, „Fræðafélög og
bókaútgáfa", bls. 211. - Ingi Sigurðsson, „Sagnfræði", bls. 266. - Lýður Bjöms-
son, „Atvinnumál", bls. 111,118.