Saga - 1996, Blaðsíða 205
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
203
hvað það tæki langan tíma að manna samfélagið eftir að 25-45%
íbúanna deyja á skömmum tíma að öllu öðru óbreyttu. Það sem
gerir málið hins vegar flóknara er að slík dæmi eru einungis þekkt
frá síðari tímum við allt aðrar aðstæður og þess vegna verða slíkir
útreikningar tilbúningur einn. Árni Daníel Júlíusson telur ekki lík-
legt að fólksfjöldi hafi verið orðinn sá sami árið 1494 og fyrir 1402
og að áhrifa plágunnar síðari hafi gætt fram á 17. öld.94 Aðrir fræði-
menn hafa talið áhrifin skammæ, t.d. Gunnar Karlsson og Helgi
Skúli Kjartansson, sem telja fólksfjöldann svipaðan árið 1494 og
árið 1402. Þeir gera ráð fyrir 0,8% fjölgun á ári milli plága en 1,3%
meðalfjölgun fyrstu áratugina og hafa til hliðsjónar fjölgun á 15 ára
tímabili eftir móðuharðindin. Þeir telja að frjósemi hafi aukist
vegna þess að giftingaraldur og meðalaldur mæðra hafi lækkað.95
Þessir útreikingar virðast settir upp með það að markmiði að sýna
fram á að fólksfjöldinn hafi fljótlega verið orðinn sá sami og áður.
Um þetta eru engar heimildir og er raunar í andstöðu við erlendar
rannsóknir. Einnig er vert að benda á að þeir ganga fram hjá vitnis-
burði heimilda um sóttir á 15. öld sem augljóslega hafa valdið
mannfalli. Rannsóknir benda til að árleg fólksfjölgun án sótta og
hallæra í Evrópu fyrr á tímum hafi líklega verið um 0,3% þegar til
langs tíma er litið.96 Nefna má að íslendingum fjölgaði að meðaltali
um 0,4% á ári frá árinu 1709-83 og á 18. öld fjölgaði Norðmönnum
um 0,6% að meðaltali á ári.97
Alls staðar í Evrópu varð langvarandi fólksfjöldakreppa í kjölfar
plágunnar og miklar sveiflur í fæðingar- og dánartíðni sem stöf-
uðu annars vegar af sóttum og hins vegar af mjög misstórum ár-
göngum. Sveiflurnar (nefndar Sundts-sveiflur) myndast af gagn-
verkan fæðingartíðni og aldursskiptingar. Upphaflega verður pest,
eða óáran, til að draga úr fæðingum um skeið, en síðan fjölgar þeim
á ný, oft töluvert mikið. Nokkru síðar fækkar fæðingum vegna þess
94 Árni Daníel Júlíusson, „Áhrif fólksfjöldaþróunar", bls. 156.
95 Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Plágumar", bls. 29-32, 42, 44.
- Benedictow, Plague, bls. 112, telur áhrifin einnig skammæ og vitnar í Bjöm
Teitsson og Magnús Stefánsson, „Um rannsóknir á íslenzkri byggðarsögu
tímabilsins fyrir 1700", bls. 159-63, en þar er góð samantekt um fólksfjölda
fyrr á tímum.
96 Livi-Bacri, A Concise History, bls. 21-22. - Livi-Bacci, Population and Nutrition,
bls. 6-7.
97 íslenskur söguatlas 2, bls. 16.