Saga - 1996, Blaðsíða 199
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
197
þéttbýlum svæðum þar sem verslun og samgöngur voru miklar.
Afskekktar byggðir og jafnvel einnig einstaka borgir gátu sloppið
við fyrsta faraldurinn, en um síðir náði pestin til flestra byggða.68
Sennilega má ætla að útbreiðsla pestarinnar hér á landi hafi verið
svipuð og almennt í Evrópu. Hérlendis hefur hún líklega borist
fyrst á suma helstu staðina, t.d. höfðingjasetur, biskupsstóla og
klaustur, og þá sem hafa mest samband sín á milli. Síðan út frá
þeim í sveitirnar og líklega má einnig gera ráð fyrir að hún hafi
náð örri útbreiðslu á þéttbýlli svæðum, t.d. í verstöðvum. Alls er
óvíst að hún hafi farið um allt land og raunar ólíklegt, en hversu
víða hún fór og hvert dánarhlutfallið hefur verið verður ekki ráðið
aí heimildum. Plágan virðist ganga af fullum þunga veturinn
í402-1403, en yfirleitt mun hún að mestu hafa legið niðri erlendis
kaldasta tíma ársins. Hún lifir þó ekki af tvo íslenska vetur og ekki
verður ráðið hvað veldur því að hún hverfur. Erlendis var víða há
dánartíðni yfir vetrarmánuðina og talið er mögulegt að þar hafi
aðrir sjúkdómar verið að verki, t.d. taugaveiki og bólusótt sem
hugsanlega hafi fylgt plágunni. Að meðaltali gekk sóttin í fimm til
sex mánuði, en það var nokkuð háð því á hvaða tíma ársins hún
hófst. Venjulega fjaraði hún út á kaldasta tíma ársins, þ.e. ef pestin
kom síðla árs gekk hún e.t.v. einungis í einn til tvo mánuði.69 Það
er einnig athyglisvert að sóttin virðist hafa gengið í nokkrum bylgj-
um, a.m.k. á stærstu stöðum, t.d. í Skálholti, og látið einhver svæði
ósnortin. Þetta má ráða af því að sumir staðir eyðast nokkrum
sinnum en svo virðist sem nýtt fólk frá ósýktum svæðum komi í
stað þeirra sem látast.70 Biskupssetrin og klaustrin þurftu fjölda
vinnufólks og þangað hefur kannski verið komið með fleiri lík til
greftrunar en áður. Hugsanlega hefur fólk einnig sótt í ýmsa helga
dóma sem þar voru, en allt þetta hefur væntanlega aukið aðstreymi
hl þeirra og gæti einnig hafa valdið meiri útbreiðslu pestarinnar.
Líklegt er því að pestinni sé viðhaldið á þessum stöðum með að-
streymi fólks frá ósýktum svæðum og þess vegna verði hún óvenju
skæð í heimildum sem eiga ættir að rekja til þeirra.71
68 The Cambridge World History, bls. 613. Sjá einnig Slack, „Mortality crises",
bls. 44-45 og Aberth, „The Black Death", bls. 275.
69 The Cambridge World History, bls. 277, 613. Sjá einnig Cipolla, Fighting the
Plague, bls. 60,79,109-10 og sama höfund Faith, Reason, and the Plague, bls. 26.
70 Þetta gerðist einnig í Evrópu sbr. The Cambridge World History, bls. 613.
71 Þetta gerðist t.d. í Avignon þar sem páfinn sat, sjá Lunden, Saga mannkyns,
bls. 18 og The Cambridge World History, bls. 277.