Saga - 1996, Blaðsíða 203
SÓTTIR OG SAMFÉLAG
201
að og víðast annars staðar, þ.e. 25-45%, en það er engitin vitnisburð-
ur sem sannar þessar tölur enda byggjast þær eingöngu á erlend-
um fyrirmyndum.85 Telja má fullvíst að mannfallið hafi ekki verið
meira en 45% enda eru engin dæmi um slíkt nema þar sem algjört
hrun samfélagsins fylgdi í kjölfarið.86 Það gerðist ekki á íslandi, en
plágan hefur vafalítið valdið einhverri uppstokkun í valdakerfinu
samhliða miklum atvinnulífsbreytingum.
Sóttir og fólksfjöldi
Vfirleitt hafa menn beint sjónum sínum að plágunni 1348-50, en
pestin var viðloðandi Evrópu í um fjórar aldir og á þeim tíma urðu
miklar breytingar sem vafalítið hafa haft áhrif á eðli plágunnar, t.d.
er óljóst hvers vegna hún hvarf.87 Heilsufarslegt umhverfi er breyti-
legt frá einum tíma til annars, eftir árstímum, fólksfjölda og öðrum
aðstæðum og einnig skiptir máli afstaða þeirra sem skrá atburðina,
þannig að þær upplýsingar sem til eru um fyrri tíma eru háðar
mörgum óvissuþáttum.88 Þegar plágan barst til íslands voru rúm
50 ár frá því að hún kom til Norður-Evrópu og það má vera að hún
hafi verið að einhverju leyti annars eðlis, t.d. smitast með öðrum
hætti og verið sumum aldurshópum hættulegri en öðrum. Pestin
sem gekk á Englandi um 1360 lagðist t.d. nær eingöngu á börn og
sótt, sem gekk hér á landi 1420 og 1421 og var líklega pláguættar,
lagðist annars vegar á fólk á sextugsaldri og hins vegar á aldurs-
hópinn milli tvítugs og þrítugs.89 Konur gætu einnig verið líklegri
til að smitast og deyja vegna þess að það kom yfirleitt í þeirra hlut
að annast þá sjúku, en rannsóknir hafa ekki sýnt með óyggjandi
85 The Cambridge World History, bls. 613. - Hatcher, Plague, bls. 25. - Wallae,
„Pest og folketall", bls. 29. - Razi, Life, Marriage and Death, bls. 99-100. - Bene-
dictow, Plague, bls. 11-19, 73,102,107. - Aberth, „The Black Death", bls. 276,
280.
86 Evans, „Epidemics and revolution", bls. 170. - Crosby, The Columbia exchange,
bls. 55-56.
87 Walter og Schofield, „Famine", bls. 3.
88 The Cambridge World History, bls. 504-19. - McNeilI, Peoples and Plagues, bls.
229, 237. - Livi-Bacci, Population and Nutrition, bls. 111. - Slack, „Introduct-
ion", bls. 6-8. - Sigurjón Jónsson, Sóttarfar og sjúkdómar, bls. 3-6.
89 Annálar 1400-1800 I (Nýi annáll), bls. 23. - Hatcher, Plague, bls. 58-72. -
Razi, Life, Marriage and Death, bls. 129,135.