Saga - 1996, Blaðsíða 155
RÆTUR ÍSLENSKRAR ÞJÓÐERNISSTEFNU
153
fornum grunni. En þótt þjóðernisvitund Baldvins sé greinileg virð-
ist hún í raun býsna lík þjóðernisvitund Eggerts Ólafssonar. Að
þessu leyti marka Fjölnismenn þáttaskil.
Fjölnismenn
Baldvin Einarsson dó rúmlega þrítugur að aldri í ársbyrjun 1833 og
með honum dó Ármann á Álþingi. Tveimur árum síðar gáfu þeir
Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas
Sæmundsson út fyrsta árgang Fjölnis. Fjölnir átti öðrum þræði að
koma í stað Ármanns á AlþingP0 og samhengið við bæði Baldvin
Einarsson og Eggert Ólafsson er augljóst. Inngangurinn að þessum
fyrsta árgangi hefst á vísun í Búnaðarbálk Eggerts þar sem hann
bendir löndum sínum á að þokuandarnir, hjátrúin og deyfðin
standi framförum fyrir þrifum, en ekki landkostir fórsturjarðarinn-
ar. I inngangi Fjölnis er tekið undir þessa skoðun Eggerts, því
þó hjátrú hafi eyðst og framtaksemi farið vaxandi í landinu
síðan, svo sem með þilskipaveiðar, garðarækt og annað fleira,
þá eimir enn, meira en skyldi, eptir af hvurutveggju, ekki
síst deyfðinni, sem vera mun einhvur helsta undirrót til mik-
ils af bágindunum á íslandi. En skynsemi og reynsla votta
það báðar, að reisa má skorður við deyfðinni, einsog öðru
illu, því sem undir er komið mannlegum vilja; því hvað er
deyfðin nema svefn sálarinnar, en sálin getur vakað, og á að
vaka, þegar skynsamlegar röksemdir ráða til atorku og glað-
værðar.81
Fjölnir átti eins og bæði Búnaðarbálkur og Ármann á Alþingi að vekja
þjóðina til lífs, því svo segir í innganginum að tímaritin séu „hent-
ugri en flestar bækur aðrar, til að vekja lífið í þjóðunum og halda
því vakandi, og til að efla frelsi þeirra, heill, og menntun."82 í inn-
ganginum má greina áhrif upplýsingarinnar og sá sem hélt á penna,
Tómas Sæmundsson, var íslenskur upplýsingarmaður. Honum var
umhugað um að efla framfarir í landinu, meðal annars með því að
upplýsa alþýðu manna um það sem betur mætti fara í atvinnu- og
80 Sjá t.d. „Fjölnir", Fjölnir I (1835), bls. 7.
81 Sama heimild, bls. 1.
82 Sama heimild, bls. 4.