Saga - 1996, Blaðsíða 184
182
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG
einnig er óvíst hvort öll einkenni og áhrif hafi ætíð verið þau
sömu.13 Ekki hefur þó tekist að færa sönnur á slíkt.
Sú lýsing á pestinni, smitleiðum og áhrifum, sem hér fer á eftir, á
einkum við um pláguna í Evrópu 1348-50 og byggir á nýjustu
rannsóknum á þessu sviði. I meginatriðum verður stuðst við dokt-
orsritgerð Oles Jörgens Benedictows, Plague in the Late Medieval
Nordic Countries, sem kom út árið 1992. Benedictow hefur safnað
saman öllum helstu upplýsingum um eðli og einkenni plágunnar.
Rétt er að vekja athygli á að heimildafræði Benedictows er mjög
traust enda hefur hann gert sér far um að leita frumheimilda og
kanna innbyrðis tengsl skrifa hinna ýmsu fræðimanna um þessi
efni.14
Sagan segir að pestin hafi borist til bæjarins Kaffa (nú Feodosija)
á Krím með her sem sat um borgina. Þegar hemum tókst ekki að
vinna borgina var gripið til þess ráðs að varpa líkum þeirra sem
dáið höfðu úr pestinni inn fyrir borgarmúrana og var þess þá
skammt að bíða að pestin breiddist þar út.15 Samkvæmt sögunni
vom því hvorki rottur né lifandi menn nauðsynlegir smitberar, en
hvort sagan er sönn er annað mál. Aðrar frásagnir sýna að út-
breiðslan er ekki háð rottufaraldri sem slíkum heldur faraldri í
rottum og það er tvennt ólíkt.16
Kýlapest (bubonic plague) er meginform pestarinnar en hún get-
ur einnig gengið sem lungnapest (pneumonic plague) og jafnvel er
nefnt eitt afbrigði til viðbótar (septicaemic plague), sem e.t.v. má
kalla blóðpest.17
Kýlapestin smitast með biti rottuflóa og því verða svartar rottur
eða önnur nagdýr, sem flæmar lifa á, að vera til staðar og leita á
menn til þess að úr verði faraldur. Aðrar smitleiðir virðast þó
mögulegar þegar faraldurinn er kominn af stað en þá getur pestin
13 Þessar vangaveltur koma fram hjá Walloe, „Pest og folketall", bls. 10-17,
28-34 og Cipolla, Fighting the Plague, bls. 96-99, en eru algjörlega ósannaðar.
14 Benedictow, Plague, einkum bls. 20-32, 126-55, 214-74. Einnig var haft til
hliðsjónar The Cambridge World History, bls. 275-78, 281-82, 513-15, 612-15,
628-31.
15 Lunden, Saga mannkyns, bls. 13-22
16 The Cambridge World History, bls. 513-14,613.
17 Sjá nánar The Cambridge World History, bls. 276, en það er eina heimildin þar
sem meginformin eru talin þrjú. Einungis lungnapestin smitast þó beint á
milli manna en hin tvö af rottuflónum. Virðist þessi aðgreining ekki skipta
meginmáli þegar smitleiðir og afleiðingar eru kunnar.