Saga - 1996, Blaðsíða 398
396
RITFREGNIR
Þótt í bókinni sé stuðst við söguna til að greina þróun stjórnmálaflokk-
anna fjögurra, er hér ekki um að ræða sagnfræðilegt verk. Hér er til dæmis
ekki beitt mikilli vinnu meö frumheimildir, heldur meira byggt á því sem
aðrir hafa unnið á því sviði. Þannig styðst Svanur við umfjöllun Hallgnms
Guðmundssonar, Hannesar Gissurarsonar, sjálfs sín og fleiri um Sjálfstæö-
isflokkinn, og Gunnars Helga Kristinssonar um Framsóknarflokkinn, svo
dæmi séu tekin. Við þetta er vitaskuld ekkert að athuga ef þau rit sem stuöst
er við byggja á sæmilega traustum grunni. Hins vegar verður að g®ta
nokkurrar varkárni á þessu sviði, því með þessu taka menn að nokkru
leyti ábyrgð á mistökum eða rangfærslum sem aðrir hafa gert. Hættan a
ónákvæmni hlýtur að aukast. Ég rakst á nokkur slík dæmi um ónákvæmm
í ritinu, en bendi hér á tvö. Á bls. 50 er fjallað um nýja þingmenn Sjal
stæðisflokksins eftir kosningarnar 1991. Þar er sagt að Árni Mathiesen se
fæddur árið 1959, en hið rétta er að hann er fæddur 1958. Á bls. 79 segm
„Alþýðubandalagsfélög voru stofnuð 1957-1958, skömmu eftir stofnun
Alþýðubandalagsins, m.a. í Hafnarfirði 1958." Rétt er að það var stofnaö
félag í Hafnarfirði þann 3. mars árið 1958, en það var fyrsta flokksfélag
Alþýðubandalagsins. Hér kann að þykja langt gengið í smámunaseminm-
Hugsanlega, og reyndar mjög líklega, eru þetta einu dæmin þessarar teg
undar í ritinu, að minnsta kosti ef marka má það sem ég þekki til vinnu
bragða Svans. Það vildi svo til að í báðum tilvikum þekkti ég til og vlSS
betur. Mistök af þessum toga hafa þó þann leiða ókost, að sumir, a.m-k. sa
sem þetta ritar, láta þetta fara í taugarnar á sér og spyrja: Úr því svona nu*
sagnir slæðast inn varðandi atriði sem ég þekki til, eru þau þá ekki víðar-
Þessi atriði hafa engin áhrif á greininguna né þær niðurstöður sem no
undur er að draga fram. Ókosturinn er aftur á móti sá að þau draga at
hyglina frá þeim atriðum sem skipta raunverulegu máli.
Yfirleitt eru tölur vandmeðfarnar staðreyndir. Það á ekki síst við þegar
verið er að tala um lágar tölur, t.d. þingmannafjölda flokka eða einhvern
hluta þeirra, og reyna að merkja þar þróun og tilhneigingar. Þannig er þv'
t.d. farið þegar Svanur skoðar bakgrunn þingmanna einstakra flokka. Þann
ig er t.d. sagt á bls. 113 að enginn verkalýðsleiðtogi sitji á þingi fyrir A
þýðubandalagið (sem var rétt þegar það var skrifað, fyrir síðustu kosn
ingar). Þeir voru fjórir frá 1959, síðan þrír og loks einn 1971-87. Þetta
augljóslega dregið fram til að sýna fram á breytt eðli flokksins, hann Sc
ekki lengur umboð sitt til verkalýðshreyfingarinnar, þar sem enginn verka
lýðsleiðtogi sitji á þingi. Getum við þá sagt í dag að þróunin hafi snu
við, því a.m.k. tveir af þremur Reykjavíkurþingmönnum Alþýðuban
lagsins koma þangað að nokkru leyti gegnum verkalýðshreyfinguna °8
a.m.k. annar þeirra hlýtur með réttu að kallast verkalýðsleiðtogi? Þetta var
sem sagt rétt þegar það var skrifað, en einungis er bent á þetta hér til a
undirstrika hve forgengileiki staðreynda af þessum toga gerir túlkun s
efnis varhugaverða, einkum þegar nær dregur í tíma.