SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 11
1. nóvember 2009 11
Á
rið 2004 var ítalski
knattspyrnumað-
urinn Francesco
Totti dæmdur í
þriggja leikja bann fyrir að
hrækja í andlitið á dönskum
andstæðingi sínum. Enginn
hefur stungið upp á því að
koma upp hrákadöllum á
knattspyrnuvöllum sem gæti
líka verið snúið. En þegar horft
er á leiki í sjónvarpi virðist
ekki vanþörf á því; menn
skyrpa og hrækja hver um
annan þveran eins og þeim sé
borgað fyrir það.
Ef til vill mætti leysa málið
með því að nýta gamla upp-
finningu: einkahrákadall sem
er nógu nettur til að hafa í
vasa. En þá yrði að sauma slíka
vasa á búninginn.
Menn hafa hrækt og skyrpt á
gólfið og á víðavangi frá því í
árdaga og yfirvöld í Kína reyna
eftir mætti að gera út af við
þennan gamla, útbreidda sið
þar í landi með hörðum við-
urlögum en gengur víst hægt.
Það var ekki fyrr en um 1500
að yfirstéttin í Evrópu fór að
amast við háttalaginu. Henni
fannst þetta ekki nógu dannað
en svo má ekki gleyma að nef-
og munntóbakið hafði haldið
innreið sína og ekki varð það
til að gera siðinn geðslegri.
Eitthvað var að gera og hráka-
dallurinn varð til.
Úr fægðu látúni
Seint á 19. öld var slíkur dallur
mjög algeng sjón á börum og
hótelum, í verslunum, bönkum
og járnbrautarvögnum bæði í
Bandaríkjunum og Vestur-
Evrópu. Þess má geta að stór
hrákadallur úr fægðu látúni var
við hvert sæti á Bandaríkja-
þingi og enn er slíkir gripur við
hvert sæti hæstaréttardómara í
Washington.
Vatnssalerni voru ekki á
hverju strái eins og núna og
því nauðsynlegt að hafa stað
þar sem fólk gat losað sig við
offramleiðslu af munnvatni,
ekki síst ef það var kvefað eða
þurfti að skipta um tóbak. Er-
lendir ferðalangar á Íslandi um
þetta leyti voru margir stand-
andi hissa á að sjá jafnvel vel-
menntað fólk skyrpa og hrækja
á gólfið eins og ekkert væri. En
smám saman mun dallurinn
hafa rutt sér til rúms einnig
hér á landi.
„Bannað að hrækja á gólfið!“
varð algeng áletrun á skiltum.
Hrákadallurinn, gerður úr
ýmsum efnum og tæmdur
reglulega af láglaunafólki eða
þrælum, mun hafa náð há-
punkti vinsælda sinna um 1900
en um sama leyti var vitn-
eskjan um sóttkveikjur að
verða almenn. Bent var á að
áhaldið ýtti undir útbreiðslu
sjúkdóma. Það sem ef til vill
gerði endanlega út af við dall-
inn var spænska veikin í lok
fyrri heimsstyrjaldar 1918. Nú
kröfðust læknar banns og
frægðarsól þessa merka áhalds
rann loks til viðar.
kjon@mbl.is
Óspennandi
uppfinning
með ljótt nafn
Saga hlutanna
Hrákadallar geta
verið af öllum stærð-
um og gerðum enda
ekki vel upplýstu
fólki sæmandi að
skyrpa á gólfið.
H
V
êT
A
H
ò
S
I
/S
êA
0
9
-1
7
9
1