SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 12
12 1. nóvember 2009
Þ
egar tónlistarmaðurinn Jonni snýr heim
eftir áralanga dvöl í Argentínu kemst
hann að því að allt er breytt. Illa haldinn
af hinni íslensku „þetta reddast“-veiki
neyðist hann til að horfast í augu við að nú komi
hvorki bankinn né mamma honum til bjargar og
því sé lítið annað að gera en að takast á við erf-
iðleikana og vinna sig út úr þeim. Kannski ekki
ósvipað aðstæðum íslensku þjóðarinnar um þessar
mundir.
Saga Jonna er sögð í kvikmyndinni Desember
sem frumsýnd verður um næstu helgi. Jonna leik-
ur Tómas Lemarquis en með hlutverk fyrrverandi
kærustu hans fer Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir,
betur þekkt sem tónlistarkonan Lay Low.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik eitthvað annað
en sjálfa mig,“ svarar hún aðspurð en fyrir tveim-
ur árum kom hún fram í leikritinu Ökutímum,
sem Leikfélag Akureyrar setti á svið. „Þar kom ég
bara inn á sviðið og spilaði þannig að þótt þetta
væri leiksýning var ég ekkert að leika.“ Hún segir
það því hafa verið nokkuð skondið þegar Hilmar
Oddsson, leikstjóri myndarinnar, hringdi í hana
og spurði hvort hún gæti leikið. „Ég svaraði strax
neitandi en hann spurði þá hvort ég væri alveg
viss því hann væri með mynd. Þegar ég var búin
að tala við hann sagði ég við pabba að þetta hefði
verið einhver maður að spyrja mig hvort ég gæti
leikið í bíómynd og hann fór að skellihlæja.“
Lovísa var þó til í að skoða málið svo úr varð að
hún fór í leikprufu með Tómasi. „Ég var alveg að
skíta á mig af hræðslu og vissi ekkert hvað ég var
að gera,“ segir hún og hlær. „Þú stóðst þig mjög
vel,“ segir Tómas að bragði og bætir því við að það
hafi verið frábært að vinna með Lay Low. „Hún er
með stórt hjarta og keyrir áfram á því og það
skiptir öllu máli í svona vinnu.“
Lovísa hefur svipaða sögu að segja af Tómasi.
„Það var mjög mikill stuðningur í því að við
mættumst á jafningjagrundvelli. Hann var ekki
leikarinn að segja mér til heldur ræddi hann við
mig um atriðin sem við vorum að leika á máli sem
ég skildi.“ Hún bætir því við að Hilmar hafi líka
hjálpað sér mikið og meðal annars tekið hana á
„skyndinámskeið í kvikmyndaleik“ auk þess sem
konan hans, leikkonan Þórey Sigþórsdóttir, hafi
þjálfað hana raddlega.
Dreymdi fyrir myndinni
Aðkoma Tómasar að myndinni var nokkuð sér-
stök. „Viku áður en ég fór í prufu kom Hilmar til
mín í draumi, en ég þekkti hann lítið sem ekkert
fyrir myndina. Það voru mjög sterk tákn í
draumnum og meðal annars Elliðavatn – sama
sjónarhorn og úr villunni þar sem myndin var
tekin að hluta. Þannig að þegar ég horfði út um
gluggann á húsinu sá ég nákvæmlega sömu senu
og hafði verið í draumnum. Þessi draumur breytti
öllu fyrir mig, upp á traust mitt til Hilmars, og það
reyndist alveg frábært að vinna með honum í
Keyrt
áfram á
hjartanu
Þótt annað hefði dágóða reynslu úr
kvikmyndum en hitt enga mættust þau
á jafningjagrunni við tökurnar á kvik-
myndinni Desember. Tónlistarkonan
Lay Low og leikarinn Tómas Lemarq-
uis fara þar með aðalhlutverkin.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is