SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 13

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 13
1. nóvember 2009 13 Desember fjallar um popparann Jonna sem snýr heim til Íslands í byrjun desember eftir að hafa yfirgefið vini og vandamenn nokkuð fyrirvaralaust nokkrum árum áður. Hann dreymir um að ná gamla bandinu sínu saman á nýjan leik en það hafði eitt sinn slegið í gegn með smellinum „Heppinn“. Eins vill hann endurnýja kynnin við kær- ustuna sína sem var með honum í hljómsveitinni í denn og hlakkar til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar. Við heimkomuna uppgötvar hann að allt hefur breyst. Hans nánasta fjölskylda glímir við veikindi og fjárhagserfiðleika og gamla kærastan er tekin saman við vel stæðan útfararstjóra. Jonni gerir örvæntingarfullar tilraunir til að redda málunum með misjöfnum og jafnvel grátbroslegum árangri. Leikstjóri myndarinnar er Hilmar Oddsson, handritshöfundur er Páll Kristinn Pálsson en framleiðendur eru Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir. Auk þeirra Tómasar og Lovísu leika í myndinni Laufey Elíasdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Ellert Ingimundarson, Guðrún Gísladóttir, Unnur Birna Jónsdóttir og fleiri. Allt breytt við heimkomu Morgunblaðið/Kristinn Þegar ég var búin að tala við hann sagði ég við pabba að þetta hefði verið einhver maður að spyrja mig hvort ég gæti leikið í bíómynd og hann fór að skellihlæja.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.