SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 14
14 1. nóvember 2009 þessari mynd. Hann var mjög afslappaður, ljúfur og þægilegur og bætti stemninguna fyrir alla sem voru á setti. Það var ekkert óp og öskur og hyster- ía eins og oft vill verða þegar ráðist er í svona kostnaðarsöm verkefni.“ Myndin gerist, eins og nafn hennar bendir til, á aðventunni. Hún var tekin upp í janúar og febrúar í ár en æfingar hófust fyrir jól. „Maður var því í réttu stemningunni við að melta þetta,“ segir Tómas. „En þetta voru rosalega skrýtnir tímar – það var byrjað á myndinni nánast daginn eftir kreppu, byltingin var í fullum gangi og ég bý í miðjum miðbænum. Það var því eldur og öskur hér úti á hlaði, meðan ég var við tökur uppi í Breiðholti. Ég fór þó stundum út á kvöldin eftir tökur og kíkti á mannskapinn.“ Hann segir það hafa verið áræðið af framleið- endum myndarinnar að ráðast í gerð hennar, þrátt fyrir skyndileg umskipti í fjárhag þjóðarinnar. „Það þurfti mikið hugrekki til að hoppa í þetta og það var mjög erfitt því það þurfti að skera mikið niður og afla nýrra tekna. Enda eru margir þeirra sem koma að myndinni meðframleiðendur henn- ar.“ Myndin er kynnt sem „rómantísk gamanmynd með jólaívafi“ en þau Tómas og Lovísa segja þó ekki neinn farsa á ferð. „Þetta er að vissu leyti „feelgood“-mynd ef það segir eitthvað, en á sama tíma þarf söguhetjan að takast á við alls kyns erf- iðleika,“ segir Tómas sem vonar þó að áhorfendur skelli upp úr af og til. Inntur eftir því hvort léttar myndir eigi fremur upp á pallborðið í kreppu- ástandi líkt og því sem nú er bendir hann á að myndin hafi verið áformuð löngu fyrir kreppuna. „Það er langur aðdragandi að svona mynd og Des- ember var búin að vera þrjú ár í undirbúningi. Reyndar voru Páll Kristinn Pálsson, sem skrifaði handritið, og Hilmar leikstjóri framsýnir því myndin á mjög vel við í dag, þótt hún hafi verið samin í miðju góðæri.“ Hugleiddi í helli í Nepal Eins og lætur nærri hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því tökum á myndinni lauk. Lovísa er nýkomin heim eftir mánaðarlangt tónleika- ferðalag um Evrópu þar sem hún hitaði upp fyrir Emilíönu Torrini og í sumar gerði hún sér ferð út í Flatey á Breiðafirði til að taka upp plötu, mynd- band og halda tónleika. „Ég fór þangað eina helgi og tók upp nokkur lög úti í grasinu. Og nú er ég nýbúin að gefa út geisladisk með því efni sem er líka mynddiskur.“ Tómas hefur hins vegar verið á flakki og meðal annars leikið í stuttmynd í Frakklandi, setið í dómnefnd á belgískri kvikmyndahátíð og unnið með frönskum myndlistarmanni að myndbandi í Bretlandi. „Ég fór líka í tveggja mánaða ferðalag til Nepal þar sem ég var aðallega að ganga á fjöll og hugleiða. Ég hef lengi haft áhuga á búddisma þótt ég tilheyri engum trúarhópi sjálfur. Þarna í Nepal var ég bara einn með sjálfum mér að hugleiða í helli og svo bjó ég í litlum skúr rétt hjá. Það var al- veg frábært og mjög endurnærandi.“ Að undan- förnu hefur hann hins vegar aðallega unnið í myndlist og lauk nýverið við heimasíðu sína, www.tomaslemarquis.com. Þau hafa því haft nóg að sýsla í millitíðinni og á tímabili gleymdi Lay Low m.a.s. að hún hefði leik- ið í myndinni. Nú líður hins vegar að því að Des- ember komi á hvíta tjaldið og þau viðurkenna bæði að vera með fiðring í maganum yfir því hvernig myndin komi út og hvernig viðtökur hún fær. „Ég held ég vilji ekki sjá myndina í fyrsta skipti á frumsýningunni – þá verð ég bara hvítur í framan í frumsýningarpartíinu,“ segir Tómas hlæjandi sem ætlar að taka forskot á sæluna og sjá myndina áður en hún fer í sýningu. Og spennan magnast líka hjá Lovísu. „Ég get varla horft á myndbandið sem ég gerði í Flatey og þar er ég bara að syngja.“ Kvikmyndaiðnaðurinn yfirgefur hana ekki með öllu því framundan er að semja tónlistina í nýja kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngaveg 7. Lay Low segir að reynslan úr Desember muni örugg- lega hjálpa sér í því verkefni. „Ég þekki ferlið miklu betur núna.“ Framtíðin er hins vegar óráðnari hjá Tómasi. „Ég er að fara til Frakklands í prufur fyrir verkefni sem er ekki alveg búið að negla niður en ég er með umboðsmann þar. Maður tekur nú bara því sem býðst og það eru ekkert alltaf bíómyndir á hverj- um degi – því miður. Ég verð hins vegar mjög óþreyjufullur ef ég er alltaf á sama staðnum að gera sama hlutinn og þess vegna á lausamennskan vel við mig. Jafnvel þótt hún sé svolítið hark.“ Morgunblaðið/Kristinn Það var ekk- ert óp og öskur og hystería eins og oft vill verða þegar ráðist er í svona kostn- aðarsöm verkefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.