SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 19
1. nóvember 2009 19
B
rynhildur Erlingsdóttir er ein þeirra fjöl-
mörgu kvenna sem hafa nýtt sér þjónustu
Konukots. Hún segir kotið hafa gert gæfu-
muninn fyrir sig þegar hún var í neyslu og
átt ríkan þátt í því að hún náði sér úr viðjum fíkn-
arinnar.
Það má eiginlega segja að ævi Brynhildar hafi verið
ein þrautaganga. Hún kynntist þó ekki vímuefnum
fyrr en hún var komin á fertugsaldurinn. Þriggja ára
gömul greindist Brynhildur með alvarlegan nýrna-
sjúkdóm og tengjast bernskuminningar hennar að
miklu leyti sjúkrahúsvist. 15 ára eignaðist hún sitt
fyrsta barn og bauðst henni þá tækifæri til að láta ný-
fæddan drenginn sinn í umsjá móður sinnar. Hún tók
meðvitaða ákvörðun um að halda drengnum því þrátt
fyrir ungan aldur vildi hún takast á við móðurhlut-
verkið.
Þegar Brynhildur var 22 ára hafði hún kynnst nýj-
um manni, orðin móðir þriggja drengja, búin að jarða
tveggja daga gamla dóttur sína og hafði misst tvö
fóstur eftir tuttugu vikna meðgöngu.
Í sambandi með handrukkara
Brynhildur fékk stera þegar hún gekk með drengina
sína tvo til að flýta fyrir þroska þeirra þar sem hún
átti sögu um fyrirbura og fósturmissi. Af steranotkun
fékk Brynhildur drep í báða mjaðmaliði og leið miklar
kvalir í kjölfarið. Við tók margra mánaða sjúkra-
húslega og áralöng barátta við verki í öðrum fætinum
og mjöðm. „Á þessum tíma vissi ég varla hvað vímu-
efnaneysla var. Ég var bara ung en veik húsmóðir og
bjó í Vogum á Vatnsleysuströnd,“ segir Brynhildur.
Brynhildur skildi síðan við mann sinn, fluttist með
drengina sína til Danmerkur og kynntist þar öðrum
manni frá Túnis. Brynhildur varð í tvígang ófrísk í
Danmörku, eignaðist tvo drengi fyrir tímann og missti
þá báða. Annar drengurinn er jarðaður í Danmörku og
hinn á Íslandi. Brynhildur og maður hennar sáu fyrir
sér að flytja til Túnis en drengirnir hennar voru með
heimþrá og vildu flytja aftur til Íslands. Brynhildur
segir það óeigingjörnustu ákvörðun sem hún hafi tek-
ið, að senda drengina til föður síns, heim til Íslands.
Við tók þá flakk hjá Brynhildi þar sem hún fór frá
Danmörku til Túnis og var svo reglulega á Íslandi líka.
Hún flutti síðan aftur til Íslands og fór að búa með
manni sem lifði líferni sem Brynhildur hafði aldrei
kynnst áður. „Hann var handrukkari og var í neyslu.
Bæði eiturlyf og önnur vímuefni höfðu bara farið fram
hjá mér. Ég byrjaði svo að reykja á þrítugsafmælinu
mínu og fékk mér tattú og lokk í tunguna og það
gerði ég eiginlega meira til að ganga fram af æskuvini
mínum en fyrir sjálfa mig,“ segir Brynhildur um upp-
haf vímuefnaneyslunnar. „Svo þróaðist það þannig að
strákarnir voru alltaf minna og minna hjá mér og ég
fór þá að fara út að djamma um hverja helgi, en það
hafði ég ekki gert áður,“ segir Brynhildur.
Sprautaði sig og bjó í greni
Brynhildur átti í stöðugu stríði við verkinn í mjöðm-
inni og notaðist við verkjalyf til að lina kvalirnar. Svo
var það eitt kvöldið sem hún var verkjalyfjalaus að
hún prófaði að reykja gras. „Grasið virkaði vel á
verkina hjá mér. Svo prófaði ég að reykja hass út frá
því. Síðan fóru að koma vandræði í sambandinu og
einhvern veginn upp úr þurru ákvað ég að prófa am-
fetamín. Það var enginn sem hélt því að mér. Svo
leiddi eitt af öðru. Þegar ég var komin meira í neysl-
una varð ég bara sjálfri mér nóg og fór að humma alla
hluti fram af mér. Ég missti síðan húsnæði mitt, var
farin að sprauta mig og einn daginn var ég allt í einu
komin í eitthvert greni á Frakkastíg,“ segir Brynhild-
ur.
Þegar hér var komið sögu naut Brynhildur aðstoðar
Konukots. „Þegar ég steig inn í Konukot í fyrsta
skipti leið mér æðislega. Ég upplifði mig ekki sem
einhvern dópista sem var á vappi niðri í bæ og öllum
var skítsama um. Hér voru konur sem pössuðu upp á
mann og maður gat þvegið fötin sín og fór aldrei
svangur í rúmið eða út úr húsi,“ segir Brynhildur.
Brynhildi finnst slæmt að Konukot skuli vera lokað
yfir miðjan daginn og segir að þótt þetta séu ekki
nema fimm klukkustundir sem þær þurfa að brúa
sjálfar sé það oft erfitt fyrir konurnar og þá sér-
staklega yfir vetrartímann. „Ég er sannfærð um að ef
það hefði ekki verið lokað yfir daginn þá hefði ég ver-
ið fljótari að jafna mig, því þegar maður fer út á dag-
inn er maður fastur í þessu umhverfi.“
Vildi ekki vera amma í dópi
Einn besti vinur Brynhildar var mjög langt leiddur í
neyslu og þótt þau hafi getað stutt hvort annað á göt-
unni gerði hún sér grein fyrir að hún vildi ekki feta
sama veg og hann. „Svo var ég líka með konum sem
leið illa alla daga, þær voru alltaf peningalausar og
rétt eftir hádegi voru þær orðnar draugfullar, farnar
að garga á fólk á Laugaveginum og tala við litlu börn-
in. Það var svo ekki fyrr en ég átti von á barnabarni
að ég hugsaði með mér að ég vildi ekki verða
öskrandi og rugluð amma á Laugaveginum.“
Þegar Brynhildur fékk svo loksins viðeigandi
verkjalyf sem hentuðu henni hætti hún að finna þörf
fyrir eiturlyfin. Hún fór þá í fyrsta skipti að eigin
frumkvæði í meðferð og er búin að vera edrú í eitt og
hálft ár. Hún er nú búsett á Akranesi og vinnur þar
sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn. Draumur
hennar er svo að vinna sjálboðaliðastörf í Konukoti
þegar tækifæri gefst til og launa þannig þá góðu
umönnun sem hún hlaut þar.
Brynhildur verður meyr þegar hún talar um sam-
band sitt við syni sína. Hún hefur ekki hitt yngsta
drenginn sinn í þrjú ár en er búin að reyna að byggja
upp samband við miðjubarnið síðastliðið ár. Hún er
og hefur alltaf verið í góðu sambandi við elsta son
sinn. „Strákarnir mínir allir eru englarnir mínir og
elsti strákurinn minn er eiginlega besti vinur minn
líka.“
Gesturinn
Brynhildur Erlingsdóttir
Af götunni í sjálfboðaliðastarf
Brynhildur segir Konukot hafa gert gæfumuninn þegar hún
var að ná sér úr viðjum fíknarinnar.
Morgunblaðið/Heiddi
K
onukot var stofnað á haustmánuðum 2004
og byrjaði sem tilraunaverkefni Reykjavík-
urdeildar Rauða kross Íslands en Reykjavík-
urborg útvegaði húsnæðið í Eskihlíð 4. Upp-
haflega var um tveggja ára tilraunaverkefni að ræða sem
átti svo að endurskoða þegar ljóst væri hvort þörfin
væri til staðar að verkefninu loknu og eins hvort kon-
urnar myndu nýta sér þessa þjónustu. Að tveimur árum
liðnum var niðurstaðan sú að þörfin var til staðar því á
fyrstu tveimur árunum sýndu sig um 40 konur. Þá var
kominn grundvöllur fyrir frekara samstarf við Reykja-
víkurborg og árið 2006 gerðu svo Velferðarsvið Reykja-
víkurborgar og Reykjavíkurdeild Rauða krossins með
sér samning þess efnis að Reykjavíkurdeildin sæi áfram
um rekstur Konukots en fengi rekstrarfé frá Velferð-
arsviði borgarinnar.
Sjálfboðaliðar skipa stórt hlutverk
„Það má segja að þetta sé dæmigert Rauðakrossverkefni
að því leytinu til að það er farið af stað fyrir minni-
hlutahóp sem á sér ekki málsvara,“ segir Kristin Helga
Guðmundsdóttir verkefnastjóri Konukots. „Verkefnið
leit ekki út fyrir að vera sjálfboðaliðavænt í byrjun og
var það aðallega vegna opnunartíma athvarfsins, sem
var til að byrja með frá kl. 21 á kvöldin til kl. 9 á
morgnana. Það þótti ekki líklegt að hægt væri að manna
þennan tíma með sjálfboðaliðum og voru starfsmenn
ráðnir á næturvaktirnar. Þegar opnunartíminn var síð-
an rýmkaður skapaðist nýtt rými fyrir sjálfboðaliða-
vaktir,“ segir Kristín. Í Konukoti vinna milli 30 og 40
sjálfboðaliðar sem standa vaktir frá kl. 17-22. Margir fé-
lagsráðgjafanemar nýta sér þetta tækifæri og bjóða fram
krafta sína og kynnast þá um leið konunum sjálfum og
málaflokknum innanfrá. En það eru ekki eingöngu há-
skólanemar sem vinna sjálfboðaliðastörf í Konukoti, þar
vinnur fólk með ólíka menntun og starfsreynslu sem
vill einfaldlega láta gott af sér leiða.
Aukning lífsgæða með tilkomu Konukots
Áður en Konukot var stofnað var Gistiskýlið í Þing-
holtsstræti eina úrræðið fyrir konur sem voru heim-
ilislausar. Þar voru karlar alltaf í meirihluta og má telja
nokkuð víst að sumar konur sem þurftu á tímabundnu
athvarfi að halda hafi oft veigrað sér við því að nýta sér
það úrræði. Það var því heilmikil aukning á lífsgæðum
fyrir þessar konur að Konukot var stofnað en vissulega
ekki nóg.
Til eru úrræði fyrir karla þar sem þeir eiga lögheimili
og mega búa þó að þeir séu í neyslu. Ýmis skilyrði fylgja
þó, á staðnum er starfsmaður og íbúar mega ekki taka
með sér gesti inn á heimilið. Það má því segja að viss
hvati sé ennþá til staðar til að taka næsta skref, s.s. að
flytja t.d. í félagsbústaði. „Auðvitað vonumst við eftir
slíku úrræði fyrir konur sem fyrst, en það er í vinnslu,“
segir Kristín Helga
Þurfa að sigrast á eigin fordómum
Þó að flestar konur sem leita skjóls í Konukoti séu í
neyslu og/eða eigi við geðræn vandamál að stríða þá er
mikilvægt að það komi fram að það er ekki einhlítt. Og
þó aðstæður kvennanna séu slæmar þurfa þær samt sem
áður oft að sigrast á eigin fordómum gagnvart staðnum
og þá kannski helst yngri konurnar. „Það er líka viss
ímynd sem fylgir orðinu athvarf og dettur fólki oft í hug
grár beddi, súpa og stór ausa þegar því orði er kastað
fram. Konurnar verða því margar hverjar hissa þegar
þær koma inn í fyrsta skipti og sjá hversu heimilislegt
og notalegt athvarfið er. Hugsanlega styður eða kveikir
það löngun hjá konunum til að komast á annan stað í
lífinu,“ segir Kirstín Helga.
Ástand kvennanna sem leita til Konukots er misjafnt
en hvernig sem það er, leitast sjálfboðaliðar og starfs-
menn af fremsta megni við að sýna þeim öllum virð-
ingu, bæði með viðmóti og með umhverfinu. Mark-
miðið er að mæta konunum þar sem þær eru staddar og
gera þeim lífið sem bærilegast á meðan þær dvelja í at-
hvarfinu.
Kristín Helga leggur mikið upp úr að gera líf kvennanna í
Konukoti sem bærilegast á meðan þær dvelja þar.
Morgunblaðið/Heiddi
Verkefnastjórinn
Kristín Helga Guðmundsdóttir
Heimilislausum sýnd virðing