SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 28
Þ
egar á fyrstu síðum ljóðabókarinnar Vegur
minn til þín gefur Matthías Johannessen tón-
inn; þetta er persónuleg bók og ber með sér öll
veðrabrigði í vegferð skáldsins, sem spannar
tæp áttatíu ár.
Í bókinni glímir Matthías við hinstu rök tilverunnar, en
líka tilfinningarnar sem bærast með einstaklingnum sjálf-
um, óttann við dauðann, söknuðinn eftir horfnum ást-
vinum. „Komið er haust í hjarta mitt,“ skrifar hann í
upphafi bókar I, Af hengjum tímans, og spurning vaknar
hvort skáldið sé farið að lýjast. „Þetta er náttúrlega kvæði,
algilt kvæði, um gang lífsins, Pétur,“ svarar hann föð-
urlega. „Það haustar í okkur ef við lifum. Það er allt og
sumt.“
Kveðskapur Matthíasar ber með sér að hann efast.
Hvernig getur hann annað? Og myndin sem hann dregur
upp af dauðanum, er ekki af mildum föður, heldur
„bregður fyrir bliki/ af brýndum ljá“. Og tilfinningin er
sú, að „einhver heldur á vopninu/ sem vofir yfir mér. Veit
samt ekki hver“.
„Já,“ segir hann blátt áfram, „því ég veit ekkert hvað
dauðinn er“.
– Er það þessi „egghvassa óvissa“ sem við horfum inn í?
„Þetta er náttúrlega sverð dauðans. En það kemur trú
ekkert við. Það er verið að tala um endalok á hans vegum.
En hver dauðinn er, það veit ég ekki.“
– En hangir það ekki á sömu spýtu og spurningin um
hvort Guð er til?
„Jú, það er hin hliðin, vonin.“
Sólin í hjartanu
En það stafar líka birtu af ljóðum Matthíasar, ekki síst ást-
arljóðunum:
samt fann ég að hjarta mitt sló enn
í brjósti hennar.
Það má ímynda sér að heiti ljóðabókarinnar, Vegur
minn til þín, vísi til ástarinnar, þó að víst sé það marg-
rætt. Enda kallast það á við hendinguna í kvæðinu Fylg þú
mér: „og þó að nú sé svart við sortnað ský/ er sól í hjarta
þínu vegljós mitt“. Þetta er sjálfsagt fyrir Matthíasi: „Ást-
in er einhver dýrmætasta gjöf sem okkur er gefin,“ segir
hann. „Minningin um hana er minningin um mennskuna.
Og af henni sprettur kærleikurinn.“
– Sækirðu innblásturinn þangað?
„Ég yrki aldrei til þess að yrkja,“ svarar Matthías.
„Samt hef ég ort þjóðhátíðarkvæði. En það er undantekn-
ing. Ég yrki þegar ljóðið kemur í heimsókn. Ég hef ein-
hvern tíma sagt, að skáldið sé eins og tré. Það syngur þeg-
ar fuglarnir koma í heimsókn. En tréð veit ekki endilega
af hverju það fer að syngja.
Þannig komu tveir ljóðaflokkar til mín, svo ég taki
dæmi, Hrunadansinn og Örlög og englaryk, sem fylgdi
skáldsögunni Vatnaskil. Annar flokkurinn fjallar um
þjóðfélagið og hljómar einkum vel í munni eldhugans
Gunnars Eyjólfssonar, sem hefur komið því rækilega á
framfæri. Hinn um sársaukann, sem fylgir fíkniefnahel-
vítinu. Sá fyrri er einskonar fyrirboði hrunsins, ortur áður
en það dundi yfir. Hinn má setja inn í formúlu Kiljans þess
efnis, að fólkið eigi bágt í skáldinu. Ég las flokkinn um
fíknisársaukann fyrir Bubba Morthens upp við Laxá í
Kjós. Svo fórum við að kasta flugu.
Í Vegur minn til þín, sem er tilvitnun í Biblíuna, eru
þrír ljóðaflokkar um ástina og þeir komu allir eins og
fuglar á tré. Þeir eru ortir fyrir og upp úr aldamótum, án
þess mér detti í hug að skilgreina efni bókarinnar, svo vel
sem það er gert í merkilegri ritgerðs Ástráðs Eysteins-
sonar, sem fylgir bókinni. Ljóð eru viðkvæm. Þau kalla á
tilfinningaskilning og eru þess vegna ekki eins vinsæl nú
og áður þegar kvikan var heilli og fátæktin meiri.
Ég las einatt fyrir Hönnu það sem ég orti. Þessi bók er
það síðasta sem ég las fyrir hana. Eftir á sé ég að það sama
á við um hana og Hrunadansinn; þessi ljóð eru einskonar
fyrirboði þess sem varð. Um það hef ég ekki meira að
segja.
Tréð veit ekki af hverju það er að syngja. Og það er
ekkert að hugsa um þann tíma þegar laufið fellur. En það
saknar fuglanna og horfir á eftir laufinu falla til jarðar.“
Hann veltir vöngum.
„Þarna er eiginlega það sem þú varst að spyrja um, ást-
ina, dauðann, söknuðinn, án þess það sé eitthvert skvald-
ur í kringum það.“
Hvítur hrafn
Í kvæðinu Gönguferð um borgina á Matthías leið um
Hólavallakirkjugarð, fær sér svissneskan mokka í Apó-
tekinu og rekur inn nefið hjá fornbóksalanum á Klapp-
arstígshorninu. Og auðvitað fær hann sér hvítvínsglas á
Mímisbar.
– Ertu Reykjavíkurskáld?
„Ég nærist á borginni eins og öðru umhverfi,“ svarar
hann. „Hún setti mark á fyrstu bók mína, Borgin hló. Og
hún er enn á sínum stað í þessari bók. Samt hef ég engan
áhuga á því að vera borgarskáld – enda talsverð sam-
keppni um þann titil! Í raun og veru hef ég alltaf verið tit-
illaus og einskonar hvítur hrafn í umhverfinu. En ég hef
átt góða daga sem slíkur, þótt ég hafi yfirleitt ekki sótt
þau þing, sem Jónas talar um í Ísland farsælda frón.“
– En þú þræðir ekki aðeins staði í kveðskapnum. Þar
koma einnig fyrir helstu skáldin í þínu lífi, ímynda ég
mér. Svo dæmi séu tekin: Jónas Hallgrímsson, Tómas
Guðmundsson, Steinn Steinarr, Grímur Thomsen og
Kristján Karlsson.
„Já, vegna þess að ég lít á ljóðlist eins og allt annað. Hún
er samtal. Hún er leikur að hugmyndum og andlegum
samskiptum. Og svo er ljóðlist tilraun til þess að upplifa
samtímann með þeim hætti sem er ekki venjulegur í
póstmódernískum poppheimi.“
Á köflum er bókin einnig einskonar fyrirboði. Í kvæð-
inu Nú mun hún sökkvast, tilvitnun sem sótt er í Völu-
spá, segir Matthías:
Heyr himnasmiður, nú er öldin önnur og ekkert
hefur gerzt í raun og veru.
Það er áminning manns, sem hafði að aðalstarfi að
fylgjast með þróun þjóðfélagsins. Og í kvæðinu 29. sept-
ember ’08 yrkir Matthías með skírskotun í Sturlungu,
„varist þér og varist þér/ vindur er í lofti“. Í því var októ-
bersólin hvít eins og „kulnað bros“.
– Leið þér þannig?
„Já, það hlýtur að vera. Því þetta ljóð á rætur í dagbók-
inni minni.“
– Fannst þér sem jörðin væri að sökkva?
„Það hlýtur að vera,“ svarar hann alvarlegur, „enda
sökk hún“.
Glíman við dauðann
Gleymskan er Matthíasi hugleikin. Í einu ljóðanna lýsir
hann upptökum af sjónvarpssamtölum sínum og Jónasar
Árnasonar við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson,
sem varðveittust ekki, og hann líkir gleymskunni við
gamalt tundurdufl undir stefni skipsins. Þó má segja að
hann hafi helgað líf sitt baráttunni við gleymskuna, sem
skáld og ritstjóri; maður sem hélt dagbækur alla tíð.
– Var þetta vonlaust stríð eins og hjá Don Kíkóta?
„Ljóð eru öðrum þræði glíma við gleymsku og tortím-
ingu,“ svarar hann. „Sem sagt, glíma við dauðann. Og
ástin er góður bandamaður í þeirri glímu.“
– Þó talarðu um þá „nagandi minningu“ sem fylgir
missi ástvina?
„Ástin er góður bandamaður og minningin er það líka, í
glímunni við tortímingu, við gleymskuna og dauðann. Á
meðan maður er lifandi að minnsta kosti. Maður á ekkert
annað eftir en það.“
Erfiljóðið Dauði Solzhenítsynins er dæmigert fyrir póli-
tísk ljóð Matthíasar; pólitíkin er óræð en þó staðföst.
Hann predikar ekki, nóg er nú samt:
því dauðinn átti aldrei nokkurn spöl
í andagift sem var þín sára kvöl.
Matthías tekur stöðu með frelsinu, skipar sér í sveit
andófsmanna kommúnismans. „Þjáningin var mikil, því
mennska hans var send í gúlagið og átti ekki að fá að lifa.
Það er eins með líf okkar allra, sársauki okkar gerir okkur
að því sem við erum og Solzhenítsyn að miklu skáldi. Líf
hans var í senn hvatning og áskorun.“
Því miðlar Matthías til lesenda. Þannig hefur hann
áhrif. Einnig með því að sækja í arfleifðina, söguna og
sögurnar. Það er eitt af því sem mótar hann sem skáld.
„Örlögin höggva að hjarta mínu/ hamslaust og stórt,“
yrkir hann og sækir huggun í Eglu, líknin í skáldskapnum
eins og hjá Agli forðum.
„Arfurinn er auðvitað bakgrunnur alls,“ segir Matthías.
„Spurningin er hver við erum og hver við viljum vera. Við
fórum allt í einu að vilja vera eitthvað annað en við erum,
útlendingar. Þá lentum við í sálarháska og allt hrundi.“
– Varð rof á milli kynslóða?
„Nei, ég held að það hafi verið spilling góðæris. Við
vorum farin að halda að það skipti ekkert máli nema pen-
ingar. En það er nú kannski ekkert nýtt íslenskt fyr-
irbrigði. Það hýrnaði meira að segja yfir Agli þegar hann
sá glampa á silfurpening. En hann glataði ekki sál sinni.
Hann gætti þess.“
Tvö ein
Í ljóðinu Bregður öld við aðra lýsir Matthías alþýðu-
manni, sem telur sig hafa frá litlu að segja, en er þó hafsjór
af reynslu. Með því dregur Matthías það fram, sem var
lýsandi fyrir hann sem ritstjóra, að líta undir yfirborðið og
segja frá lífsbaráttu fólks í grunnatvinnuvegunum. „Ég
vildi ekki að sífellt yrði talað við þessa fimmtíu Íslendinga
sem voru í öllum fjölmiðlum – og endast þar illa. Ég vildi
fá óþekkta alþýðufólkið inn í mína veröld. Og græddi
mest á því sjálfur. Menntaðasta fólk sem ég hef kynnst er
þetta alþýðufólk, sem bjó að meiri reynslu en venjulegur
háskóli. Og var meiri næring fyrir sálina, en nokkur nú-
tímaþekking. En þetta fólk hafði yfirleitt ekki lært neitt
nema að lifa með náttúrunni, að lifa með umhverfi sínu,
eins og það væri partur af því, en ekki drottnari þess. Ég
veit þó vel að Fjölnismenn tala um þau miklu fyrirheit
sem eru fólgin í því að beisla orku náttúrunnar samfélag-
inu til heilla. Þetta er eitt af grundvallaratriðum Fjölnis.“
Tvö ein er yfirskrift harmþrungins kvæðis, sem Matt-
hías orti eftir fráfall Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen,
eiginkonu sinnar í rúma hálfa öld, en hún lést fyrr á þessu
ári. Það er lokaljóð bókarinnar. Þegar ég spurði um þetta
harmþrungna og áhrifamikla kvæði leit hann á mig …
Og þagði.
Um ástina,
dauðann og hrunið
Matthías Johannessen hefur líklega gefið út sína
persónulegustu ljóðabók þar sem hann glímir við
ástina, sorgina og dauðann. En rýnir einnig í
samtímann, eins og jafnan í sínum kveðskap.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
28 1. nóvember 2009