SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 29

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 29
1. nóvember 2009 29 Nú þagnar skógur þessa mikla lands og þögul hlustar björkin utanlands, nú kyrrist allt og kvöldið leggur sína kliðmjúku lófa yfir vegferð þína. Og þessi ilmur angar líka hér og öll mín hugsun grös í fylgd með þér, þau leita þess sem lífið tók að vonum, það leiftur guðs sem þú fékkst einn frá honum. En lífið heldur áfram eins og það sé eilíf dögg við þetta græna blað sem glitrar eins og vænting þess að vori sé veröld þín með sól í hverju spori því dauðinn átti aldrei nokkurn spöl í andagift sem var þín sára kvöl. Dauði Solzhenítsyns

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.