SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 33

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 33
F arandsýningin Íslensk hönnun 2009 – Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr var fyrst sett upp á Kjarvalsstöðum í Reykja- vík á Listahátíð 2009. Samhliða sýning- unni byrjaði Elísabet V. Ingvarsdóttir sýning- arstjóri að vinna að sýningarskrá sem varð svo viðamikil að úr varð bók sem kom út síðastliðinn föstudag. „Þetta er ekki fræðibók,“ segir Elísabet um bók sína, „þá bók langar mig að gera seinna. Þetta er meira upplýsingarit“. Í bókinni Íslensk samtímahönnun – húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr er varpað ljósi á verk íslenskra samtímahönnuða en verulegur skortur hefur verið á bókum sem slíkum. Flest verkin í bókinni hafa hlotið umfjöllun í fjölmiðlum und- anfarið en nú gefst áhugasömum tækifæri á að kynna sér hönnuðinn á bak við vöruna. Valin eru verk sem gefa sem fjölbreyttasta mynd af starfi íslenskra hönnuða samtímans hvort sem það eru snjóflóðavarnargarðar á Siglufirði eða bar- innréttingar í Hong Kong. En hvernig var hægt að velja úr öllum þeim fjölda íslenskra hönnuða sem við eigum? „Þegar valið var á sýninguna var reynt að sýna ákveðna heild en þar sem þetta er far- andsýning þá setti það mér ákveðnar skorður. Mér fannst svo mikið atriði að leggja ekki allt undir og taka bara fáar hönnunargreinar og vinna markvist með þær út frá samspili manngerðs umhverfis. Þarna er aðeins brot af því besta innan þessara hönnunargreina. Eins fannst mér mikilvægt að velja hönnuði sem höfðu þegar vakið á sér at- hygli,“ segir Elísabet. Farandsýningin Íslensk hönnun 2009 stendur enn og er nú í Ketilhúsinu á Akureyri. signyg@mbl.is Verk íslenskra samtímahönnuða í einni bók Snjóflóðavarnir á Siglufirði efit Landslag ehf. +ARKITEKTAR sáu um endurgerð á Hótel Borg. 2922 dagar eftir Snæfríð Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur. Visual Inner Structure eftir Guð- rúnu Lilju Gunnlaugsdóttur. „Mér fannst svo mikið atriði að leggja ekki allt undir og taka bara fáar hönn- unargreinar og vinna markvist með þær út frá samspili mann- gerðs umhverfis.“ Frá farandsýningunni Íslensk hönnun 2009 - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr. 1. nóvember 2009 33 Hönnun Inga Björk Andr- ésdóttir hannar hálsmen og eyrnalokka úr steinum en mestmegnis hannar hún háls- men úr plexígleri. Línan kallast The Indian in Me þar sem Inga notar mikið indíánamunstur. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir steina og hef rosa- lega gaman af allri speki í kringum steina og áhrif þeirra. Þaðan kemur indíánaáhuginn. Mér finnst gaman að blanda saman þessu andlega, gamla og rótgróna við plexígler sem er svo nýstárlegt.“ Inga segist afar hrifin af plexígleri og finnst það skemmtilegt efni. „Það er svo end- ingargott. Sama hvað þú gerir við það þá lítur það alltaf jafnfallega út. Svo getur maður hannað hvað sem er með því, hvort sem það eru skartgripir eða húsgögn.“ Inga er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands en hefur alltaf haft áhuga á skarti. Hún hefur selt fata- og skartgripahönnun sína í búð en segir að alltaf hafi meira selst af skartinu. „Mér finnst skipta máli sem fatahönnuður að hafa líka einhverja vöru sem fólk dettur meira niður á og kaupir „instant“. Það er miklu meira mál að kaupa heila flík sem er mjög afgerandi. Það er frekar að fólk sé tilrauna- kenndara með fylgihluti og einnig finnst mér skemmtilegt að nota skartgripi í gjafir.“ Hönnun Ingu er hægt að fá á Pop Up-markaðnum sem skýtur upp kollinum hér og þar um borgina á óútreiknanlegum tímum. Hægt er að gerast aðdáandi markaðarins á Facebook, síðan heitir Milliliðalaus verzlun og gerist maður aðdáandi fær maður tilkynningar hvar og hve- nær næsti markaður verður hald- inn. ylfa@mbl.is Línan er innblásin af indíánum. Ljósmynd/Ólafur Þórisson Inga Björk Gömlu og rót- grónu blandað við nýstárlegt

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.