SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Qupperneq 37
1. nóvember 2009 37 S kyldi kynheilsu landans hafa hrakað eftir efnahagshrunið? Margir hafa ugglaust spurt sig þeirrar spurningar. Tími alls- nægta er liðinn og við tekið harðæri með tilheyrandi áhyggjum og streði sem ekki sér fyrir endann á. Hvaða áhrif skyldi það hafa á kynlíf fólks og holdleg samskipti almennt? Dr. Yvonne Kristín Fulbright, kynlífsfræðingur og rithöfundur vestur í Washington, er í hópi þeirra sem velt hafa þessu fyrir sér. „Það gleður mig að heyra í Morgunblaðinu. Ég hef einmitt verið að hugsa til Íslendinga og velta því fyrir mér hvernig þið hafið það á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Yvonne sem er íslensk í móðurættina en hefur alið mestallan sinn aldur í Bandaríkjunum. Hún er með doktorspróf í alþjóðlegri heilbrigð- isþjónustu með áherslu á kynheilbrigði og tjáskipti foreldra og barna um kynlíf. Yvonne hefur ritað nokkrar bækur um kynlíf og samskipti kynjanna og verið áberandi í bandarískum fjölmiðlum sem pistlahöfundur og ráðgjafi. Sumir hafa gengið svo langt að kalla hana „rödd nýrrar kynslóðar“. Skiptir kynheilsa ekki máli? Yvonne viðurkennir að hafa áhyggjur af kynheilsu hálflanda sinna. „Íslensk stjórnvöld eru ekki að styðja neinar fyr- irbyggjandi aðgerðir en það mál var þegar orðið að- kallandi fyrir efnahagshrunið. Mér skilst að á tím- um þegar æskilegt er að þunganir séu fyrirfram skipulagðar hafi verð á getnaðarvörnum rokið upp úr öllu valdi. Þá er mér sagt að ekki þurfi lengur að greiða fyrir fóstureyðingar. Ég tek undir með mín- um góða lærimeistara, dr. Sóleyju Bender, þegar hún spyr hvaða skilaboð það feli í sér. Skiptir engu máli að fólk hlúi að kynheilsu sinni og fjölgun ein- staklinga?“ Yvonne segir þessa stefnu gera það að verkum að fólk þurfi að taka afleiðingunum þegar það ætti í raun og veru að taka ábyrgð á eigin heilsufari. „Sú staðreynd að sala á smokkum hefur dregist saman undirstrikar þörfina fyrir getnaðarvarnir á viðráð- anlegu verði og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu fyrir alla sem hafa löngun til að hlúa að heilsu sinni.“ Spurð hvort hún hafi fylgst með efnahagskrepp- unni á Íslandi svarar Yvonne bæði játandi og neit- andi. „Ég bjó á Íslandi um þær mundir sem ósköpin dundu yfir og dofnaði hreinlega upp af undrun. Svona lagað á ekki að geta gerst á Íslandi! Síðan fékk ég eiginlega samviskubit yfir því að eiga möguleika á því að snúa aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa verið gestakennari við Háskóla Íslands, þar sem mér leið eins og við ættum öll að standa í þessu saman.“ Eftir að Yvonne sneri aftur vestur hefur hún fylgst reglulega með fréttaflutningi frá Íslandi en viðurkennir að hún þurfi annað veifið að hvíla sig vegna þess að hörmungarnar séu svo yfirþyrmandi. „Eins og svo margir Íslendingar er ég sár og reið yfir því að ekki hafi verið meira gert til að draga söku- dólgana til ábyrgðar. Við megum samt ekki gleyma því að það er enginn leiðarvísir til fyrir þjóðir sem verða gjaldþrota á einni nóttu og menn verða að gefa sér tíma til að fara yfir sviðið áður en ályktanir eru dregnar. Ísland er frægt fyrir að sjá um sína og vera sjálfu sér nægt og ég er sannfærð um að þjóðin á eftir að koma út úr þessum ógöngum betri og sterkari en nokkru sinni fyrr.“ Yvonne segir brýnt að fólk hugi að samböndum sínum og ástalífi þegar ytri aðstæður í þjóðfélaginu er svona óhagstæðar. „Fólk þarf aldrei meira á öðru fólki að halda en á erfiðistímum, jafnvel þótt það dragi sig inn í skel. Það er á tímum sem þessum þegar elskendur hafa hvorki kraft né löngun til að sinna sambandi sínu sem þeir þurfa einmitt að leggja mesta rækt við það. Það er ekki þar með sagt að fólk þurfi að stunda kynlíf út í eitt, en það þarf að styðja vel hvað við annað, andlega og líkamlega. Það er líka lykilatriði að líta ekki á sambandið sem sjálfgefinn hlut. Sé einhvern tíma þörf fyrir náið samband er það í andstreymi og við þær aðstæður gefst okkur kjörið tækifæri til að meta hvert annað að verðleikum. Peningar skipta engu máli í því samhengi.“ Hugsar þú sjaldan um kynlíf? Yvonne segir fólk stöðugt eiga að leita eftir vís- bendingum um að ástalíf þess sé í hnignun, þannig megi grípa í taumana áður en það sé um seinan. „Þessar vísbendingar geta verið af ýmsum toga en tengjast oftar en ekki dvínandi kynlífsáhuga. Vís- bendingarnar geta til dæmis verið hvort fólk hafni kynferðislegum umleitunum reglulega, hafi aldrei frumkvæði af kynlífi sjálft, hugsi sjaldan um kynlíf, horfi í gegnum kynæsandi fólk eða -aðstæður og líti á kynlíf sem skyldu fremur en nokkuð annað.“ Yvonne bendir á sitthvað fleira, svo sem skort á samskiptum og að fólk kjósi fremur að umgangast aðra en elskhugann. Þá sé það sígild vísbending um sambandsþreytu bregði annar aðilinn börnunum fyrir sig sem skildi og noti þau sem afsökun fyrir að verja ekki tíma með makanum. „Þessi einkenni læðast oft aftan að fólki, þannig að það verður að vera duglegt að mæla hitann í sambandinu.“ Spurð hvort rannsóknir bendi til þess að skiln- aðir og sambandsslit færist í vöxt á krepputímum svarar Yvonne neitandi. „Þvert á móti virðist draga úr skilnuðum þegar hart er í ári. Enda þótt fólki líði ekki vel í hjónabandinu skilur það ekki af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki efni á því eða metur stöðuna þannig að það geti ekki staðið við sínar fjárhagslegu skuldbindingar eitt síns liðs.“ Morgunblaðið hefur gert samkomulag við Yvonne Kristínu um að hún riti reglulega pistla í Sunnudagsmoggann og mun sá fyrsti birtast að hálfum mánuði liðnum. Yvonne segir verkefnið leggjast vel í sig. „Ég hef mikið velt því fyrir mér hvort og hvernig ég get lið- sinnt íslensku þjóðinni. Þetta er kærkomið tæki- færi.“ Kynlíf á krepputímum Aldrei er brýnna en í andstreymi að huga að sam- böndum sínum og ástalífi. Það er alltént skoðun kynlífsfræðingsins dr. Yvonne Kristínar Fulbright sem hugsar stíft yfir hafið til okkar hálflanda sinna í yfirstandandi efnahagsþrengingum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Dr. Yvonne Kristín Fulbright Reuters Það er á tímum sem þessum þegar elsk- endur hafa hvorki kraft né löngun til að sinna sambandi sínu sem þeir þurfa ein- mitt að leggja mesta rækt við það. Það er ekki þar með sagt að fólk þurfi að stunda kynlíf út í eitt, en það þarf að styðja vel hvað við annað, andlega og líkamlega. Hlúa ber að sambandinu. Verk eftir þýska líffærafræðinginn Günther von Hagens á sýningu í Sviss fyrir skemmstu grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Sambönd

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.