SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 38

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Side 38
38 1. nóvember 2009 É g var að reykja ál sem ég fékkvestan frá Mýrum,“ segir KjartanHalldórsson, sem rekur Sægreif- ann í Verbúð 8 við Geirsgötu og fiskbúð meðfram því. „Þeir hafa líka verið að veiða fyrir mig ál í Grindavík, Járngerðisstaðabændur. Við reykjum álinn hér á staðnum í þýskum reykofni og þetta er veislumat- ur, sjáðu. Þetta er náttúrlega dýr afurð í innkaupum, en það má nota hana ofan á rúgbrauð eða snittur með hrærðu eggi og skreyta svo. Og ef fólk vill, þá get ég flakað álinn. Svo má auðvitað kaupa hann á veitingastaðnum.“ Kjartan segist vera Skaftfellingur austan af Meðallandi, einu mesta ála- veiðisvæðinu á sínum tíma. „Þá var áll- inn kofareyktur í sveitinni og soðinn eins og annar fiskur. Hann var oft á borðum á Syðri-Steinsmýri. Og þar voru kallar að veiðum eins og Bjarn- freður Ingimundarson frá Efri- Steinsmýri, faðir Magnúsar og þeirra bræðra. Hann átti nú tuttugu börn með Ingibjörgu konunni sinni, blessaður maðurinn. Þó að hann væri ekki mikill bóndi, þá var hann vísindamaður og mjög vel gefinn. Að vísu var hann fram- sóknarmaður! Eftir allar þessar barn- eignir þurfti hann að þiggja af sveitinni. En þá sá hann líka roðann í austri! Þá varð hann harður kommúnisti – þar sá hann hamingjuna! Í gamla daga fór ég oft með móður minni að færa þeim mjólk, en þetta var mikið vinafólk foreldra minna, og þá var Ingibjörg stundum grátandi við hliðina á Bjarnfreði. Móðir mín spurði: „Af hverju ertu að gráta?“ „Já, Halldóra mín,“ svaraði hún, „mikið vildi ég að við vær- um komin til Rússlands.“ „Af hverju segirðu þetta?“ spurði móðir mín. „Já, Halldóra mín, þar gera karlarnir svo mikið fyrir konurnar.“ Þá fékk Bjarn- freður biblíurnar sendar frá Stalín.“ Morgunblaðið/Heiddi „Þeir hafa verið að veiða fyrir mig ál í Grindavík,“ segir Sægreifinn, Kjartan Halldórsson. Reyktur áll Sæ- greifans Freisting Frónbúans M atarástin hefur alla tíð blundað í Páli Heimissyni, allt frá því að hann flæktist fyrir mömmu sinni í eldhúsinu sem smágutti og fram til dagsins í dag. Eftir langan vinnudag felst mesta slök- unin í að elda góðan kvöldmat og hann tekur sér góðan tíma til þess. „Kannski er matarástin líka tilkomin vegna þess að ég fluttist snemma að heiman,“ segir Páll. „Strax á öðru ári í menntó bjó ég einn og þurfti þá að elda sjálfur.“ Páll er þó í essinu sínu þegar kemur að því að elda fyrir aðra. „Gestirnir skipta mestu því matarboðið verður aldrei betra en gestirnir. Eins er mik- ilvægt að gefa sér góðan tíma, bæði í matseldina og í að borða matinn.“ Iðulega býður Páll gestum sínum upp á eitthvað óvenjulegt enda gaman að geta komið þeim skemmtilega á óvart. Hann hefur ágæt tækifæri til að viða að sér undarlegustu hráefnum því hann ferðast mikið í starfi sínu. „Á meðan aðrir kaupa minjagripi fer ég í matvöruverslanir,“ segir hann. „Ég reyni yfirleitt alltaf að kaupa eitthvað sem einkennir þá staði sem ég heim- sæki.“ Páli lætur sér ekki duga að bera einn rétt á borð fyrir gesti sína. „Ég var fyrir nokkrum árum í starfsnámi á vegum utanríkisþjónustunnar í Vín- arborg. Þar var sendiherra Sveinn Björnsson, sem er sonarsonur fyrsta for-Listakokkurinn Páll Heimisson er mikill sælkeri og kann hvergi betur við sig en í eldhúsinu. Morgunblaðið/Kristinn Þrír réttir í hádegi og fjórir á kvöldin Hann segir matreiðsluáhugann meðfæddan og sem gutti krafði hann móður sína svara um hvað yrði í kvöldmatinn strax við morgunverðarborðið. Páll Heimisson er sælkerakokkur af guðs náð og veit ekkert skemmtilegra en að bjóða góðum vinum til matarveislu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Matur

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.