SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 42

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Page 42
42 1. nóvember 2009 L æknirinn og rithöfundurinn Sir Arthur Conan Doyle hefur örugglega ekki haft grænan grun um að hann væri að skapa lífseigasta einkaspæjara sögunnar, þegar hann skrifaði A Study in Scarlet, á ofanverðri 19. öld. Síðan eru liðin rösk 120 ár og Doyle átti eftir að skrifa fjórar bækur og 56 smásögur um hinn skarp- gáfaða og ráðsnjalla uppljóstrara og hinn ómissandi aðstoðarmann hans, Dr. John Watson. Mest kvikmyndaða sögupersónan Kvikmyndirnar komu til sögunnar á meðan Doyle var enn að skrifa á fullum afköstum um tvíeykið góða og hin nýi miðill var ekki lengi að finna pen- ingalyktina af sagnabálkinum, sem var þá þegar búinn að ná mikilli útbreiðslu og geysivinsældum. Fyrsta myndin sem var gerð eftir bókum Doyle, heitir einfaldlega Sherlock Holmes I., breskrar ætt- ar og var frumsýnd árið 1906. Rétt er að hafa í huga að þessar upplýsingar eru fengnar hjá IMDb gagna- bankanum á alnetinu, en hann er fjarri því að vera fullkominn þegar kemur að fyrstu áratugum kvik- myndasögunnar. Frá upphafi hafa vinsældir tví- menninganna verið með ólíkindum á hvíta tjaldinu og samkvæmt heimsmetabók Guinness, er Holmes mest kvikmyndaða sögupersóna heimsbyggð- arinnar, með um 200 myndir að baki, sem hafa státað af einum 70 leikurum í aðalhlutverkinu. Þessi ótrúlega myndasúpa er af öllum stærðum og gerðum og kemur víða frá. M.a. var Holmes leik- inn af Basil Rathbone í 26 mynda bálki á árunum 1939-46. Nigel Bruce fór með hlutverk Dr. Wat- sons, en myndirnar voru framleiddar í Hollywood, af 20th Century Fox (14), og Universal (12). Áður hafði 15 mynda röð verið framleidd á 2. og 3. ára- tugnum í Bretlandi. Tvímenningarnir hafa m.a. verið filmaðir í Sovétríkjunum sálugu, í Belgíu, Frakklandi, Finnlandi, á Ítalíu og víðar. Verk Doy- les hafa mörg verið sett upp á fjölunum, vítt og breitt og flutt í útvarpsþáttum í öllum heims- hornum. Þá hafa aðrir höfundar samið sínar eigin sögur og kvikmyndahandrit um Holmes og Dr. Watson og svo mætti lengi telja Nýtt Sherlock Holmes-æði í uppsiglingu? Allt bendir til þess að þessi 120 ára gamli fé- lagsskapur gangi í endurnýjun lífdaga um n.k. jól, eða áramót, en þá verður frumsýnd fokdýr og vönduð stórmynd sem ber nafn ofurspæjarans. Er þegar búið að ákveða a.m.k. eina framhaldsmynd og bendir flest til þess að þær verði fleiri. Það rýrir ekki væntingarnar að þessi nýjasti Holmes kvik- myndasögunnar er leikinn af stórleikaranum Ro- bert Downey Jr., og engu síðri fagmaður, Mark Strong, mannar hlutverk illmennisins, Blackwood lávarðar. Dr. Watson er í höndum Jude Law og í leikhópnum er einnig að finna nöfn Rachel Mc- Adams, sem leikur Irene Adler, einu konuna sem Holmes er í einhverjum kynnum við í bókunum; James Fox leikur Sir Thomas en Guy Ritchie sér um leikstjórnina og tekur með sér nokkur kunnugleg skúrksandlit úr fyrri myndum sínum (Lock, Stock and Two Smoking Barrels, Snatched, RocknRolla.) Sherlock Holmes gerist á síðasta átatug 19. aldar, og færist félögunum Holmes og hans trygga aðstoð- armanni, Dr. Watson, ekkert lítilræði í fang, eða að koma upp um samsæri sem á að kollvarpa breska heimsveldinu. Hefst myndin á því að Holmes og Watson koma morðóðum glæpaleiðtoga, skálk- inum Blackvell lávarði (Strong), í hendur réttvís- innar. Þegar verið er að flytja ódáminn í gálgann, heitir lávarðurinn því að snúa til baka úr víti og hefna sín á tvímenningunum. Línan er lögð. Holmes er allt annað en auðdrepinn, afburða skytta, skylmingamaður, fjölbragðaglímukappi, með meiru, auk þess að vera ljóngáfaður og manna glúrnastur að sjá út næstu leiki andstæðingsins. Dr. Watson kann líka hitt og annað fyrir sér, enda fyrr- um stríðshetja og bardagamaður mikill og er sögu- maður myndarinnar. Þá kemur við sögu bandaríska glæfrakvendið Irene Adler (McAdams), viðsjálverð með afbrigðum og eina konan sem hefur snúið á Holmes og hefur haft við hann stormasamt sam- band í gegnum árin. Strong fer sem fyrr segir, með hlutverk erkiþrjótsins, en leikarinn hefur verið að bruna upp metorðastigann í kvikmyndaheiminum að undanförnu. Lék m.a. stórvel í State of Play, og síðustu Ritchie-myndinni, RocknRolla. Warner Bros hefur ekkert til sparað svo nýja myndin verði sem best úr garði gerð og bindur vonir við að hún verði ekki aðeins metaðsókn- armynd heldur upphafið á ferskum framhalds- myndabálki (franchise.) Handritið er skrifað af Michael Robert Johnson, Anthony Peckham og Simon Kinberg (X-Men, Mr. & Mrs. Smith, xXx; Tvær Harry Potter-myndir, ofl.)Tónlist og kvik- myndataka er í meistarahondum Hans Zimmer og Philippes Rousselot. Framleiðandinn, Lionel Wigram, hefur sagt að hann hafi eytt síðasta áratug í að undirbúa og finna leiðir til að sýna Sherlock Holmes í nýju ljósi, ólíku gömlu myndanna. Hefur spæjarann í nútímalegri Sherlock Hol- mes í gömlum og nýjum glæpamálum Þrælmennið prófessor Moriarty ætlaði að koma Sherlock Holmes fyrir kattarnef í Reichenbach-fossunum árið 1891. Í stuttu máli er eru engin ellimörk á meistaraspæj- aranum og von á stórmynd um hann á jólum Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Jude Law, Robert Downey, Jr., og Rachel Mc- Adams í hlutverkum sínum í nýju myndinni um Sherlock Holmes. Á svart/hvítu myndinni getur að líta þá félaga, Holmes og Watson, í túlkun Nigel Bruce og Basil Rathbone í kunnri röð kvikmynda á fjórða og fimmta áratugnum. Alex Bailey Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.