SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Blaðsíða 43
1. nóvember 2009 43
fatnaði, gera hann listamannslegri, í anda Henri de
Toulouse-Lautrec. Áður en lengra var haldið, ákvað
Wigram að nýja myndin yrði stór og vönduð í snið-
um svo hún hefði möguleika á að ná til breiðari og
stærri áhorfendahóps og fléttaði saman í því skyni
efni úr nokkrum sögum af spæjaranum. Illmennið
Blackwood lávarður er byggður á Alisteir Crowley
en nafnið sótt í hryllingssagnaskáldið Algernon
Blackwood, sem deildi áhuga á dulrænum fræðum
með Doyle. Erkióvinur Holmes, prófessor Mori-
arty, bíður hins vegar betri tíma og á að vera áber-
andi persóna í næstu mynd.
Guy Ritchie fylgdi því fast eftir að gera Sherlock
Holmes að mjög nútímalegri mynd, hvað snertir
útlit og innihald, því langt er um liðið síðan meist-
araspæjarinn birtist síðast á hvíta tjaldinu. Hann
breytti hefðbundnum klæðnaðinum og gerði grín
að því að Holmes væri eini maðurinn í sögunni sem
gengi með húfu með eyrnaskjól. Downey átti hug-
myndina að barðastórum hatti.
Yfir höfuð var þess vandlega gætt að fylgja tíð-
arandanum og smáatriðunum sem bækurnar eru
drekkfullar af. T.d. er íbúðin þeirra Holmes og Dr.
Watsons, lítil og ruslaraleg, líkt og í sögunum. Yf-
irfull af alls kyns dóti og minjagripum sem þeir fé-
lagarnir hafa viðað að sér á langferðum um heiminn.
Nokkrar gamlar og góðar
Það vill svo skemmtilega til að mín fyrstu bók-
menntalegu, kvikmyndalegu og ljósvaka-minni,
tengjast sama verki Doyle, sem er Basker-
ville-hundurinn, eða The Hound of Baskerville,
enda eitt rómaðasta skáldverk höfundar. Gamla,
góða Gufan flutti stórkostlegt framhaldsleikrit
byggt á bókinni, líklega á 6. áratugnum, og náði það
slíkum vinsældum að fólksflótti var af götunum á
útsendingartímum. Slíkt hafði ekki gerst síðan á
tímum Börs Börssonar og Hver er Gregory?
Landinn beið við tækið í sælukenndu, hryllings-
blönduðu ofvæni eftir að spennan hefðist og lang-
dregið ýlfrið utan af heiðunum fengi hárin til að
rísa. Skáldritið var bannað til útleigu fyrir börn, en
það mátti finna ráð við því. Bíómyndin var síðust
upplifananna af þrennunni, og var það Hammer-
myndin góða frá 1959. Í minningunni er hún böðuð
ljóma B-myndanna eins og þær hafa gerst bestar.
Ómissandi stórstjörnur fyrirtækisins, Peter Cush-
ing og Christopher Lee, komu báðar við sögu, og
sýningarmusterið var við hæfi: Sjálfur Hafn-
arbíósbragginn við Skúlagötuna.
Myndin hefst á því að Sir Henry Baskerville (Lee),
snýr til baka til sveitaseturs ættarinnar þegar faðir
hans fellur sviplega frá. Setrið er staðsett á af-
skekktri og drungalegri heiði þar sen ættarfylgjan,
Baskerville-hundurinn, heyrist ýlfra um miðnæt-
urskeið – og menn fara að týna tölunni. Það slær
ógn að eigandanum enda hvílir sú bölvun á afkom-
endunum að ókindin eigi að hefna gamalla synda
ættarinnar. Þetta er langt fyrir tíð Ghostbusters,
svo það er vitaskuld kallað á tvíeykið góða, Sher-
lock Holmes (Cushing), og hina ómissandi hjálp-
arhellu hans, Dr. Watson (André Morell.) Basker-
ville-hundurinn er ein af bestu myndum Hammer,
enda enginn annar en Terence Fisher við stjórnvöl-
inn, prímusmótor þessa litla fyrirtækis sem gerði
bestu hrollvekjur síns tíma, þó ekki væri mulið
undir þær fjárhagslega. Alls hefur bókin verið kvik-
mynduð 20 sinnum, að sjónvarpsmyndum með-
töldum. Fyrsta kvikmyndagerðin er þýsk, frá 1914,
sú yngsta frá 2002, með Richard Roxburgh og Ian
Hart í hlutverkum Holmes og Watsons. Ég mæli
með Hammer-útgáfunni, hún er klassík.
Sherlock Holmes and the Leading Lady (’91), var
hin frambærilegasta og ber það að þakka Lee, sem
lék Holmes og Patrick Macnee, sem afgreiddi dokt-
orinn á léttu nótunum undir leikstjórn Peter Sasdy.
Tvær góðar gerðar
með gervifrjóvgun
Ýmsir höfundar hafa glímt við þá Holmes og Dr.
Watson, líkt og altítt er með frægar sagnahetjur.
Engum hefur tekist betur til en skáldinu og hand-
ritshöfundinum Nicholas Meyer (sem hefur m.a.
leikstýrt og skrifað slatta af myndum í Star Trek-
seríunni), en hann sendi frá sér Holmes og Watson-
sakamálasöguna The Seven-Per-Cent Solution, ár-
ið 1975, en hún var kvikmynduð ári síðar. Nafnið er
dregið af eiturlyfjaneyslu Holmes, en honum fannst
ekki vont að sprauta sig með sjö prósent upplausn
af kókaíni, þegar mikið lá við og heilastarfsemin á
þrotum sökum álags og svefnleysis,. Þess er rétt að
geta að á sögutíma bóka Doyles var eitrið sjálfsögð
söluvara í lyfjaverslunum víðast hvar í heiminum.
The Sevem-Per-Cent Solution, er gamansamur
krimmi þar sem Watson, fullur af áhyggjum yfir ört
vaxandi kókaín-neyslu vinar síns, fær Holmes til að
halda með sér til Vínarborgar. Þar kemur hann
Holmes í hendurnar á Dr. Sigmund Freud, sem var
kunnur fyrir tilraunir sínar með efnið. Hann tekur
spæjarann í meðferð en á meðan á henni stendur er
Holmes á kafi í að leysa gátu varðandi hvarf kon-
unnar Lolu Deveraux.
Myndinni stjórnar Herbert Ross, sem var liðtæk-
ur fagmaður á þessum tíma, og er myndin besta
skemmtun. Það er ekki síst að þakka óaðfinnalegu
leikaravali: Nicol Williamson og Robert Duvall fara
með hlutverk Holmes og Dr. Watsons; Alan Arkin
leikur Rr. Freud; Vanessa Redgrave er ungfrú Deve-
raux og sjálfur Laurence Olivier mannar hlutverk
þrjótsins James Moriarty. M.a. góðra leikara í minni
hlutverkum eru Samantha Eggar og Joel Grey.
Ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun um þá
vinina, án þess að nefna til sögunnar dálítið sér-
stakan aukameið í bálknum um Holmes og Watson.
Það er gamanmyndin The Adventures of Sherlock
Holmes Smarter Brother, gerð af æringjanum Gene
Wilder árið 1975. Þá var Mel Brooks á hátindi
frægðar sínar og helstu stjörnurnar hans, Wilder og
Marty Feldman, reyndu að notfæra sér ljómann
með því að feta í fótspor meistarans. Árangurinn
svona og svona. Wilder, sem leikstýrir og skrifar
handritið, fer einnig með aðalhlutverk Sigersons,
sem telur sig hinn „greindari“ bróðir meistaraspæj-
arans og finnst fjári hart að standa eilíflega í skugg-
anum. Hann fær sitt tækifæri þegar Sherlock heldur
upp á meginlandið og setur smámál í hendur Siger-
sons, sem reynir að apa eftir sínum fræga bróður,
sem er ekki á hans færi. Við sögu kemur einvalalið
úr herbúðum meistara Brooks, eins og Madeline
Kahn, Marty Feldman og Dom De Luise. Bresku
leikararnir Roy Kinnear og Leo McKearn fara einnig
með hlutverk í glaðbeittri vitleysunni.
Barry Wetcher