SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 55

SunnudagsMogginn - 01.11.2009, Síða 55
1. nóvember 2009 55 Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Óþekkt augnablik Greiningarsýning á ljósmyndum frá tímabilinu 1900-1960 úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni. Leitað er aðstoðar safngesta við greiningu myndefnis. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is. Söfnin í landinu LISTASAFN ASÍ 24. okt. til 15. nóv. 2009 GUNNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR MYNDHÖGGVARI 1889-1968 Leiðsögn 1. nóv. kl. 15:00 Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is 28. ágúst – 1. nóvember Lífróður – föðurland vort hálft er hafið Síðasta sýningarhelgi Opið 11-17, fimmtudaga 11-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is Aðgangur ókeypis. Listir – hönnun - handverk ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og EINU SINNI ER Kaffistofa - Barnahorn - Leskró OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði SVAVAR GUÐNASON 31.10. 2009 - 03.01. 2010 LEIÐSÖGN á sunnudag kl. 14 Halldór Björn Runólfsson safnstjóri TÓNLEIKAR - miðvikudaginn 4. nóv. kl. 20 Edda Erlendsdóttir píanóleikari SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Sýningar opnar alla daga: Handritin - sýning á þjóðargersemum, saga þeirra og hlutverk. ÍSLAND::KVIKMYNDIR, 100 íslenskar kvikmyndir til að horfa á. Að spyrja Náttúruna - dýrasafn og aðrir munir í eigu Náttúrugripasafnsins. Þjóðskjalasafn Íslands - 90 ár í Safnahúsi. Merk skjöl úr sögu þjóðarinnar. Gögn frá valdatíma Jörundar hundadagakonungs fyrir 200 árum. Sýning Íslandspósts „Póst- og samgöngusaga - landpóstar, bifreiðar, skip og flugvélar“ ásamt frímerkjasafni Árna Gústafssonar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn: Innistæða, íslensk myndlist í eigu Landsbankans, 1900-1990. Sýningarstjóri: Aðalsteinn Ingólfsson Bíósalur: Verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar Bátasafn: 100 bátalíkön Byggðasafn: Völlurinn Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com Bergsveinn Birgisson segir frá ungum menningarfræðingi sem tekur að sér að gera heimildarmynd um íslensku kúna. Ýmislegt er í ólagi í kollinum á honum og smám saman sækir á hann þráhyggja um kýr og stöðu þeirra í mannkynssögunni / menning- arsögunni og um leið hvernig kýrin er samofin lífi íslensku þjóðarinnar. Margt er reyndar skemmtilegt í þeim vangavelt- um og ekki síst hvernig Berg- sveinn tengir saman þenslu og æði síðustu ára við þá hug- mynd manna að flytja inn fóstursvísa til að „bæta“ ís- lenska nautgripastofninn. Málið er bara að það er of lítið skipulag í æðinu hjá Berg- sveini og smám saman drukknar sagan í aukaatriðum og útúrdúrum. Það er ekki fyrr en undir lokin, þegar við stígum inn í heim geðveik- innar, að bókin tekst á flug, en þá er það um seinan. Mööööö … Skáldsaga Handbók um hugarfar kúa eftir Bergsveinn Birgisson Bjartur, 2009 bbbnn Árni Matthíasson Sögupersóna Falskrar nótu, guðfræðineminn Ari Þór Ara- son, fær óvænt í hendur greiðslukortsreikning frá út- löndum sem stílaður er á hann, eða kannski á föður hans og alnafna sem lést fyrir mörgum árum. Hann heldur af stað til að grennslast fyrir um hverju sæti. Svo gæti hafist spennandi sakamálasaga eða tilfinn- ingaþrungin þroskasaga, nú eða hugljúf ástarsaga, en Ragn- ar Jónasson nýtir efniviðinn í spennusögu sem er eiginlega án spennu. Persónur í bókinni eru líka án persónuleika, samtöl í skýrsluformi og atburðarásin ótrúverðug. Skáldsaga Fölsk nóta eftir Ragnar Jónasson Veröld 2009 bbnnn Spennulaus spennusaga Árni Matthíasson Hér var eitt sinn annað skó- horn er fjórða ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar á fjórum árum. Hann hefur í þessum bókum þróað ljóðheim sinn talsvert og gengur til að mynda enn lengra hér en fyrr í að nota ljóðið sem einskonar dagbók, upprifjun eða skýrslu um liðna atburði. Um leið er reynt á formið, en það skilar misgóðum árangri. Fyrsta ljóð bókarinnar er þannig uppskrift að pastarétti, sett upp sem ljóð, og ekki mjög áhugavert. Lokaljóðið er skýrsla um ferð til Hollands, líka dulbúin sem ljóð. Áhuga- vert að vissu leyti, en ekki meira en það. Gísli Þór vitnar talsvert til skáldbræðra sinna, til að mynda Sigurlaugs Elíassonar í upphafi kaflans Ferðaljóð; en meðan Sigurlaugur gæðir ferðir ljóðanna ljóðrænum galdri, eru ferðaljóð Gísla Þórs upptaln- ingar, tilraunir vissulega, en galdurinn oftast fjarverandi. Besti hluti bókarinnar er Ný ást, þar sem skáldið vinnur hvað best úr ljóðmálinu og liggur talsvert á hjarta – enda fjallað um ást og kynlíf. Í Mjúk nærvera er hver nótt sögð eins og ævintýri: „þegar ég skyggn- ist inní huga þinn / þegar þú hlærð uppúr svefni.“ Ljóðapasta og ferðalög Ljóðabók Hér var eitt sinn annað skóhorn eftir Gísla Þór Ólafsson bbmnn Einar Falur Ingólfsson Góður glæpur skiptir miklu í spennusögu og að því leyti er morðið sem framið er í upphafi þessarar bókar mjög vel heppn- að, þ.e. framkvæmd þess og umhverfi. Bókin fer því vel af stað en svo sígur á ógæfuhliðin því klisjukenndar persónur, ótrúverðug framvinda og tilvilj- anakenndar uppákomur draga smám saman þrótt úr lesand- anum og subbulegt barnaníð bætir ekki úr skák. Það er og galli á hverri bók þegar söguhetjur hennar eru eins og klipptar út úr sjónvarps- þætti og þannig er því farið með löggurnar Gunnar og Birki Li. Þeim fyrrnefna er þó við bjarg- andi. Gott morð – vond saga Skáldsaga Sólstjakar eftir Viktor Arnar Ingólfsson Mál og menning 2009 bbnnn Árni Matthíasson

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.