Organistablaðið - 01.07.1971, Page 7

Organistablaðið - 01.07.1971, Page 7
Ulrich Teuber, dóccnt: Danmörk. GUÐSÞJÓNUSTAN í nútíð og framtíð. Guðsþjónustan í lúthersku kirkjunum á Norðurlöndum nú á tímum, verkar annars vegar mjög hefðbundin, en hins vegar veldur heildar- myndin áhyggjum. Sem stofnun er kirkjan mótuð af sögufrægum byggingum, sögulegri umgerð, og i flestum tilfellum íhaldssömum starfsmönnum. Annars verður oft vart vaxandi óánægju meðal kirkj- unnar manna, yfirleitt til guðsþjónusta og þar með kirkna í dag. Er þjóðfélagsþróunin ekki orðin svo ör og liefur kirkjan ekki dregizt svo aftur úr innan frá, að guðsþjónustan nú á dögum geti i mesta lagi skoðazt sem guðsþjónusta frá síðustu áratugum? Ef við lítum á umhæturnar á sviði kennslunnar í kirkjuhljómlist- tnni, komumst við að þeirri niðurstöðu, að frá sjónarfióli okkar hafa margar róttækar hreytingar og umbætur átt sér stað á síðustu ára- tugum. En við hljótum lika að viðurkenna, að þessar umbætur voru ekki nógu róttækar til þess að geta uppfyllt stöðugt vaxandi kröfur um þátttöku í tilraunastarfsemi, sem við erum vitni að í dag. Baksvið þessara tilrauna er margvíslegt: óskir um meira lýðræði mnan hins klerklega forms, lausn undan sagnfræðilegum mál- og niúsíkstíl, mótun nýs félagsanda, sem ihafinn er yfir gömul takmörk °g ‘hömlur, og ekki eízt þrá eftir dultrú, er skjótt myndi hafa áhrif a helgisiðina. Öryggisleysi kirkjunnar sjálfrar hefur um undanfarin ar m. a. sýnt sig í því, að menn húa til guðfræðilegar röksemdir fyrir að byggja litlar kirkjur, sem ýta undir fyrirlestrahald, þ. e. a. s. Predikunarstarfið, og koma í veg fyrir músíkalska þróun, samtímis 'Pví að menn viðurkenna vanmátt sinn í því að endurnýja flutninginn, sem bæði getur orðið skýr og þó svo ríkur að hann nái til alls safn- aðarins. í umræðunum um ílutningsvandamálið sézt mönnum oft yfir: 1) að skiljanleiki orðtáknanna er í rauninni ekki á háu stigi, hvort héldur orðin eru mælt af munni fram eða sem söngtexti, 2) að mátturinn að baki orðsins getur 'haft veruleg áhrif á óbeinan hátt, svo sem t. d. persónuleg hvatning, listrænt fLutningsform og í því sambandi ekki sízt músíkalski búningurinn, og, ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.