Morgunblaðið - 18.11.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.11.2009, Qupperneq 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2009 Halldóra Sig- urlaug Jónsdóttir ✝ Halldóra Sig-urlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíð- arhreppi, Austur- Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Hún and- aðist á Heilbrigð- isstofnun Siglufjarðar föstudaginn 25. september sl. Útför Halldóru fór fram í kyrrþey frá Siglufjarðarkirkju 17. október sl. Meira: mbl.is/minningar Rósa B. Blöndals ✝ Rósa B. Blöndals,skáld og kennari, fæddist í Reykjavík 20. júlí 1913. Hún lést á Selfossi 6. nóv- ember 2009. Útför Rósu fór fram frá Selfosskirkju 14. nóvember sl. en jarðsett var á Mosfelli í Grímsnesi. Meira: mbl.is/minningar ✝ Svanhvít Frið-riksdóttir fæddist á Efri-Hólum í Núpa- sveit, Norður- Þingeyjarsýslu, 27. mars 1916. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 6. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Friðrik Sæ- mundsson bóndi, f. 12. maí 1872, d. 25. október 1936, og Guðrún Halldórs- dóttir ljósmóðir, f. 12. júlí 1882, d. 15. október 1949. Þau bjuggu á Efri-Hólum. Systkini Svanhvítar eru Halldóra, f. 3.6. 1903, d. 21.10. 1985, kennari; Sæ- mundur, f. 28.6. 1905, d. 3.8. 1977, framkvæmdastjóri; Dýrleif, f. 14.10. 1906, d. 1996, ljósmóðir; Þórný, f. 24.12. 1908, d. 18.8. 1968, húsmæðrakennari; Margrét, f. 11.6. 1910, d. 9.10. 1989, húsmóðir; Kristján, f. 21.7. 1912, d. 26.4. 1980, iðnrekandi; Jóhann, f. 21.5. 1914, d. 8.3. 1986, iðnrekandi; Guð- rún Sigríður, f. 29.9. 1918, d. 4.4. 2002; Barði, f. 28.3. 1922, hrl. Svanhvít giftist 1948 Stefáni Björnssyni, frá Grjótnesi á Mel- rakkasléttu, Norður-Þingeyjar- Sambýlismaður hennar er Einar Þorsteinn Þorsteinsson, f. 3. októ- ber 1949. Sonur hennar og Sig- urjóns Gunnarssonar tölvufræð- ings, f. 15. apríl 1954, er Svanur, háskólanemi, f. 25. ágúst 1989. Svanhvít lærði við Húsmæðra- skólann á Hallormsstað 1934-35. Dvaldi á stríðsárunum í Noregi og Svíþjóð og stundaði þar nám. Und- irbúningur fyrir kennarapróf við Bergens kommunale kvinnelige industriskole í Bergen 1939-40, Statens kvinnelige industriskole í Ósló 1940-42, lauk þaðan kenn- araprófi. Vefnaðar- og teikn- inámskeið hjá Handarbetes vän- ners og tískuteikning hjá Tilskerer akademi, Stokkhólmi 1942-43. Framhaldsnám á Norðurlöndum 1946-47. Námskeið við Statens læ- rerskole i forming, Ósló 1969. Starfaði hjá Útvarpstíðindum 1938. Skólastjóri Húsmæðraskólans að Laugalandi 1943-50. Handavinnu- kennari við Gagnfræðaskóla verk- náms við Brautarholt, síðar í Ár- múla 1952-68. Handavinnukennari við Kennaraskóla Íslands 1969-77, síðan lektor við Kennaraháskóla Íslands 1977-84. Formaður HKÍ, Handavinnukennarafélags Íslands 1964-66. Formaður N.T.F., Nordisk tekstillærerforbund á Íslandi 1973- 81. Útför Svanhvítar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 18. nóv- ember, og hefst athöfnin kl. 15. sýslu, f. 8. mars 1914, d. 3. febrúar 2009, skrifstofumaður hjá versluninni Ultima, Shell og Útflutnings- sjóði. Síðar endur- skoðandi hjá Skatt- stofu Hafnarfjarðar og Skattstofu Reykja- víkur. Börn þeirra eru: 1. Friðrik, við- skiptafræðingur, f. 11. júní 1949. Friðrik giftist 1972 Sigríði Hjálm- arsdóttur, f. 5. janúar 1950, kennara. Börn þeirra eru: a) Svanhvít, sagnfræðingur, f. 19. október 1978, gift Jóni Ólafi Sig- urjónssyni, tannlækni, f. 2. apríl 1975. b) Hjálmar, f. 22. mars 1988, háskólanemi. Þau skildu. Friðrik er giftur Samruai Donkanha. 2. Björn, framleiðslutæknifræðingur, f. 26. janúar 1955. Sonur hans og Matthildar Ágústsdóttur, f. 7. júní 1956, er Stefán Þór, viðskiptafræð- ingur, f. 14. júlí 1973, giftur Svöfu Þóru Hinriksdóttur viðskiptafræð- ingi, f. 7. maí 1970 og eiga þau einn son, Hektor, f. 20. apríl 2003, og fóstursonur Stefáns, Hinrik Viðar, f. 30.október 1992. 3) Guðrún Stef- ánsdóttir, arkitekt, f. 7. júlí 1957. Elskuleg amma átti merkilega og örlagaríka ævi. Hún fæddist í sigur- kufli en það þykir lán eitt hið mesta. Amma mín var kletturinn í lífi mínu, ég gat alltaf leitað til hennar. Sem lítil stelpa bjó ég í sama húsi og hún og fór ég til hennar á hverjum degi. Hún var mikil sagnakona, enda langaði hana alltaf að verða rithöfundur. Hún sagði mér frá æsku sinni í Efri-Hólum, af systkinunum tíu og dýrum sem skildu mannamál. En þær sögur sem mér fannst mest spennandi voru frá námsárum henn- ar í Noregi og Svíþjóð á stríðsárun- um. Þegar hún hélt til Noregs grun- aði hana ekki að átökin ættu eftir að ná þangað. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg, 9. apríl 1940, var hún stödd á Hotel City á dansleik, sem faðir vinkonu hennar, kapteinn í hernum, bauð þeim á. Kallað var: „Áttatíu þýsk herskip komin inn fyrir tundurduflabeltið.“ Amma mín lenti í loftárásum, lifði við hungursneyð, sá unga þýska lið- hlaupa skotna í höfuðið. Eitt sinn sendi skólinn hana í vinnu til kon- ungshallarinnar að gera við teppi. Þar tók sjálfur Quisling á móti henni. Hann hafði mikinn áhuga á Íslandi og vildi ræða við hana um nýtingu hita í jörðinni. Að loknu kennaraprófi var enn ómögulegt að komast til Íslands og var hún í raun innlyksa í Noregi, en henni var ætíð neitað um fararleyfi. Það var ekki fyrr en danskur konsúll aðstoðaði hana og Leif Möller vin hennar að þau fengu loks fararleyfi til Svíþjóðar. Hjónin sem hún bjó hjá ráðlögðu henni að fara strax morg- uninn eftir en Leif ætlaði að koma tveimur dögum síðar. Síðar þennan sama dag komu menn í síðum frökk- um og spurðu eftir íslenskri stúlku. Leifur kom aldrei, hann var handtek- inn af Þjóðverjum og sat í fangabúð- um í Þýskalandi í þrjú ár. Í Svíþjóð lærði hún á Nordiska Museet og þar hitti hún nokkrum sinnum Gústaf Adolf krónprins. Þau töluðu um Ísland en hann var sér- stakur áhugamaður um Íslendinga- sögurnar. Það var svo loks 1943 að það opnaðist sá möguleiki að fljúga til Englands og fara með skipalest frá Hull. Það var mikil hættuferð, með Þjóðverja sveimandi í háloftum sem og neðansjávar. Hún komst heim til Íslands og þá hófst nýr kafli í lífi hennar sem skólastjóri, síðar lektor, eiginkona, móðir og amma. Það eru líklega fáir sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að fara með ömmu sinni á tíræðisaldri til Rómar, en þangað fór ég með henni ásamt föður mínum í tilefni 90 ára afmælis henn- ar. Hún gekk næstum óstudd í gegn- um Forum Romanum og við nutum mannlífsins á Navona-torgi og við hofið Pantheon. Eftir að heim var komið talaði hún oft um hvað henni þótti merkilegt að fá að koma í Vatík- anið og vera viðstödd kaþólska messu í Péturskirkju. Eftir að ég og eiginmaður minn, Jón Ólafur, fluttum heim til Íslands að loknu námi tók amma á móti okkur með opnum örmum og leyfði okkur að búa hjá sér þar til við stofnuðum okkar eigið heimili. Það var dýrmætur tími sem við átt- um með henni, sátum á kvöldin í fal- legu stofunni hennar og töluðum um gamla tíma og nýja. Ég er þakklát fyrir þann góða tíma sem ég fékk að eiga með þér elsku amma mín en það er alltaf sárt að kveðja í hinsta sinn. Ég mun sakna þess að geta ekki talað við þig og haldið í hönd þína en þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Svanhvít Friðriksdóttir. Svanhvít réðst sem forstöðukona Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði haustið 1943 og var þar í 7 ár. Hún var þá nýkomin heim frá fjögurra ára námi í Noregi, þar sem hún lærði bæði fatasaum og útsaum í fínum skóla. Einnig lærði hún mat- reiðslu og kenndi hana öll árin á Laugalandi. Ég var svo heppin að vera í hópi 30 ungmeyja sem voru nemendur skólans þennan fyrsta vet- ur hennar. Svanhvít var mjög góður kennari og okkur þótti öllum vænt um hana, hún var eins og ein af stelp- unum. Hún kom með nýja og fram- andi strauma inn í skólann frá útlönd- um. Oft sagði hún okkur sögur af veru sinni í Noregi á styrjaldarárun- um þegar hálf-matarlaust var og erf- itt að ná endum saman fyrir unga námsmey frá Íslandi. Svanhvít, sem seinna varð mág- kona mín, var mikil sögukona og sagði skemmtilega frá. Hún mundi svo margt nákvæmlega frá gamalli tíð, frá gömlu búskaparháttunum í sveitinni svo það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á hana. Henni þótti alveg sérstaklega gaman að taka á móti gestum og kunni það allra manna best. Aldrei var slegið af, allt- af veisluborð þegar einhver leit inn. Svana elskaði blóm og þá sérstaklega rósir. Hún var fagurkeri í þess orðs bestu merkingu og glæsikona. Alltaf óaðfinnanlega klædd bæði heima og út á við. Það geislaði af henni hvar sem hún sást meðal fólks. Mörg systkinabarna hennar bjuggu hjá henni um tíma og var hún þeim öllum sem besta móðir. Svana var einstaklega ráðagóð. Það var allt- af hægt að leita ráða hjá henni, eig- inlega í hvaða máli sem var; hvernig ætti að tilreiða þennan mat eða sauma þessa flík – allt vissi Svana og útskýrði í smáatriðum. Hún fylgdist vel með pólitíkinni, hafði ákveðnar skoðanir á henni. Við tókum oft sam- talsrispur um kreppuna í löngum símtölum og þóttumst vita allt betur en forráðamenn þjóðarinnar! Hún kvaddi á sinn hógværa hátt. Engin sérstök veikindi, kúrði sofandi á koddanum sínum í tvo sólarhringa og sveif þá á vit foreldra sinna og átta systkina og hefur örugglega verið vel tekið þar á bæ. Blessuð sé minning kærrar mág- konu. Oddný Ólafsdóttir. Við sem fengum að njóta návistar Svanhvítar föðursystur minnar ber- um nú söknuð í brjósti. Með hlýju sinni, góðsemi og lifandi áhuga um- vafði hún okkur öll. Hún var óspör á að setja sig inn í aðstæður annarra og réð öllum heilt. Í henni fór saman arf- leifð liðins tíma, það besta í íslenskri sveitamenningu og menntun og reynsla nútímakonunnar. Hún fór ung til náms erlendis og þegar heim kom miðlaði hún af þekkingu sinni á mildan og örlátan hátt, hvort sem var á faglegum vettvangi innan skóla- stofnana eða til okkar hinna sem í kringum hana vorum. Nýlega sagði hún mér frá því þegar hún veturinn 1934-35 kenndi konum í Þistilfirði, í gegnum sveitasímann, að rekja og setja upp vef. Sennilega ein fyrsta Svanhvít Friðriksdóttir✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við við andlát og útför okkar ástkæru sambýliskonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFÍU ÁSBJARNARDÓTTUR, Lollý, Gerðhömrum 36, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum hennar, starfsfólki á deild 11b á Landsspítalanum við Hringbraut og starfsfólki lyflækningadeildar St. Jósepssítala fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Kristófer Kristjánsson, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttir, Svafar Magnússon, Guðmundur Karl Björnsson, Guðrún Svava Þrastardóttir, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegs föður okkar og tengda- föður, KJARTANS ÓLAFSSONAR bónda, Stúfholti 2, Holtum. Sérstakar þakkir til starfsfólks heilsugæslu- stöðvanna á Hellu og Hvolsvelli. Einnig til starfsfólks lyflækningadeildar sjúkrahússins á Selfossi. Guðrún Kjartansdóttir, Jón Pálsson, Höskuldur Kjartansson, Guðbrandur Kjartansson, Þórhildur Jóna Einarsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR VALTÝSDÓTTUR Haukanesi 5, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B4 á Landspítala, Fossvogi. Guðbjörn Guðjónsson, Bergþóra Guðbjörnsdóttir, Karl Ásmundsson, Guðbjörn Karlsson, Julia Karlsson, Karl Rúnar Karlsson, Caitlin Dulac, Jóhann Ingi Karlsson og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæra, YNGVA MAGNÚSAR ZOPHONÍASSONAR húsgagnasmíðameistara. Guðrún Björt Yngvadóttir, Jón Bjarni Þorsteinsson, Borgþór Yngvason, Svanhildur Sigurðardóttir, Hafþór Yngvason, Sarah Brownsberger, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS ÓLAFSSONAR, Þverbrekku 4, Kópavogi. Sérstakar þakkir til fjölskyldu og vina fyrir ómetanlega aðstoð og hlýju. Kolbrún D. Magnúsdóttir, Erla María Kristinsdóttir, Ómar Óskarsson, Hrafnhildur Björnsdóttir, Jón Magnús Katarínusson, Magnús Ólafur Björnsson, Aníta Ýr Eyþórsdóttir, Oddný Björnsdóttir, Róbert James Abbey, Eygló Björnsdóttir, Friðrik Þór Hjartarson, Berglind Björnsdóttir, Ólafur Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.