Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1958, Page 28

Skólablaðið - 01.12.1958, Page 28
- 88 - því um líkt. Við hlið frönsku hallarinn- ar var Parísarhöll ; þangað áræddi ég ekki að fara. Philipsverksmiðjurnar höfðu fengið Fransmanninn Corbusier til að konstrúera "elektroniskt poem" og byggingu utan um. Var byggingin öðruvísi en allar aðrar bygg- ingar og reyndar allt annað, sem áður var til í heiminum. "Ljóðið" samanstóð af fer- legum hljóðum, sem færðust fram, aftur, upp og niður veggi hussins gegn um 500 gjallarhorn, og skuggamyndum af beina- grindum, skælandi smábörnum, Gyðinga- gröfum o.fl. Það póem sá Jónas 8 sinnum og varð æ hrifnari. Brezka ríkið hafði ágæta sýningu, skipulega og aðgengilega. Þar var m. a. vaxmynd af drottningunni og líkan af Z- vélinni. Aðra sýningu héldu Bretar, iðnað- arsýningu. Var sú sýning hræðileg; plaköt á veggjum í þessum stíl; "Newton er mesti vísindamaður heims fyrr og síðar", "Bret- land er mikið", "brezkur iðnaður er fyrir allan heiminn","Bretar hafa gefið heimin- um gufuaflið, rafmagnið, kjarnorkuna og munu gefa þetta og þetta". Við gengum út. Þá höfðu Bretar ágæta bjórkrá á sýningu sinni. Þar hlýddum við kvöld eitt á geysi- lega "jam session" og lék hljómsveit Frans Sons gamlan dixieton og nýjan. Þar komu sjónvarpsmenn og afmynduðu hljómsveitina og vildu einnig filma dans. Spanskættuð þokkad'ís, svarteyg og hinn fimasti dansari, var þarna stödd en vant- aði herra. Var nú gengið milli manna og skorað á þá að láta til leiðast. Var m.a. leitað til okkar, en við tókum því dræmt. Þo lét ég þess getið, að ég þætti slyngur dansari í heimalandi mínu, en eigi fyrir það gefinn að flíka íþrótt minni. Sýndu sjónvarpsmenn þá fáheyrðu ósvífni að efast um sannleiksgildi orða minna. Að lokum lét einn manngarmur til leiðast og atriðið var afmyndað. jónas hafði lúmskan grun um að annar fótur hans hefði komið fram á myndina. Sat hann því tvær klst. næsta dag á sjornalistaklúhbi og beið eftir sjón- varpinu. Sá hann þar vinstri fót sinn greinilega og var hinn glaðasti. Næsta dag keypti hann nýja skó. Fyrsta dag okkar á Heimssýningunni keyptum við ærlega máltíð rándýra, hina fyrstu frá upphafi ferðar. Það var hænsnamáltíð. ÖU voru hænsnin seig, en hæna Sverris þó sýnu seigust. Barst leik- urinn víðs vegar áður en Sverrir fengi fullan sigur. Þaðan í frá átum við oftast hrátt kjöt með spaghetti á ítölskum mat- sölustað inni í Brussel nema jónas, sem tók fæðuna hjá grænmetisfyrirtækinu "Liebig". Belgir eru sem kunnugt er fjárafla- menn miklir, enda ætluðu þeir að hagnast vel á sýningunni. Kostaði inngangur 30 franka fyrir alla nema jónas, hann rak blaðamannapassa sinn á nasir hliðvörðum og gekk inn. Passinn reyndist jónasi hið mesta þíng; hann komst alls staðar inn ókeypis, en gat í frístundum setið í klúbb með frönskum sjornalistum og rætt land- helgismálið. í Belgíu tala menn tveim tungum, franskri og flæmskri. Reyndist íslenzka okkur þó bezt í viðskiptum við landsmenn en þýzka næstbezt. jónas talaði gjarnan mörg tungumál í einu, og eitt sinn sagði hann við belgíska kerlingu, sem pranga vildi lélegum ávöxtum inn á hann : "Non, ég ætla nicht að fá þessa ávexti. " Setningin er full af vísdómi, því að kerl- ingin hlaut að skilja annað hvort "non" eða "nicht", sem er aðalkjarni setningarinnar. Síðasta dag okkar á Heimssýning- unni tók Sverrir myndir af okkur þrem- ur við frægar byggingar. Áður en hann "smellti af" pukraðist hann jafnan um stund með vélina og stillti hina marg- víslegu takka. Var það gert samkvæmt ókenndri formúlu, sem hulin var í leyni- hólfi í vélinni. Hefur enginn orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast for- múlu þessari nema Sverrir. Rigningardaginn 29. september kvöddum við svo matmóður vora, stigum í lest og héldum til Lille. Á leiðinni þýddu þeir Þorður og jónas kvæðið "ísland farsælda frón" á dönsku. Eigi fékk Sverrir innblástur á þeirri nótt; er hann þó skáld gott og þýðandi, svo sem þessi vísa ber órækt vitni um : "My grandfather went on him Red, something south to cities, fetch both sugar and bread, and something. " E. t. v„ verður hin ódauðlegci þýðing þeirra jónasar og Þorðar hið eina, sem lifir frá þessari Heimssýningu, sem að margra áliti er síðasta sýningin sinnar tegundar, sem nokkru sinni verður haddin.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.