SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 18
18 11. apríl 2010
sem þýðir að á Íslandi ætti að greinast um einn á ári,“ seg-
ir hún. „Það er hins vegar umhugsunarefni að við höfum
greint sex sjúklinga á síðustu fimm mánuðum. Auðvitað
getur þetta komið í slumpum, eins og gildir um suma
sjaldgæfa sjúkdóma, og svo greinist enginn næstu tuttugu
árin. En ég hallast frekar að því að þetta sé vegna mikillar
nándar við sérfræðiþjónustuna hér á landi. Við erum með
gott heilbrigðiskerfi og greinum því trúlega fleiri.“
Ólafur var fljótlega mættur til Helgu Ágústu og tekin
var blóðprufa sem renndi stoðum undir grun hennar og
Óskars. „Við sendum hann svo í ítarlegri rannsóknir sem
allar snerust um að reyna að hemja offramleiðslu á þessu
grunsamlega vaxtarhormóni.“
Eins og Ólafur lýsir því var hann mældur og tekið úr
honum blóð á tuttugu mínútna fresti heilan dag til að
rannsaka kirtlastarfsemina. Hann var einnig tekinn í
sjónmælingar til að athuga hvort æxlið þrýsti á sjóntaug-
arnar. „Og allt stóð eins og stafur á bók,“ segir hann.
„Æxlið var 2,2 cm, eins og væn ólífa, og mjög snyrtilega
afmarkað í því sem kallað er skútinn eða hellirinn, þar
sem slagæðar koma upp og áður en heilinn byrjar.“
Fjarlægt í gegnum nefið
Þá kom til kasta Ingvars Ólafssonar, heila- og tauga-
skurðlæknis. Þegar hann tekur á móti blaðamanni í Foss-
voginum, býður hann honum inn í „hrútakofann“, en
það kallar hann skrifstofuaðstöðuna sína. Þar lýsir hann
næsta kapítula í greiningu Ólafs. „Í fyrsta lagi þurftum við
að taka afstöðu til þess, hvort raunhæft væri að fjarlægja
æxlið með skurðaðgerð,“ segir hann.
„Æxlið getur verið þannig vaxið að ómögulegt sé að ná
því með aðgerð án þess að stefna sjúklingnum í mikla
hættu. Það metum við út frá myndum, hversu aðgengi-
legt og stórt æxlið er, og hvaða leið er einföldust og
öruggust. Í langflestum tilfellum er auðveldast að komast
að því í gegnum nefið. Við skoðuðum hvort möguleiki
væri að auðvelda aðgerðina með lyfjameðferð en kom-
umst við að þeirri niðurstöðu að ekki væri mikill ávinn-
ingur af því enda óvíst að æxlið minnkaði og aldrei yrði
hægt að lækna sjúkdóminn með lyfjameðferð.“
Að höfðu samráði við Ólaf var tekin sú ákvörðun að
fjarlægja æxlið með skurðaðgerð í gegnum nefið og eftir
nokkurra vikna bið kom loks að því að hann færi í aðgerð.
„Það gekk bara vel,“ segir Ingvar, sem annaðist upp-
skurðinn ásamt Arnari Þór Guðjónssyni, háls-, nef og
eyrnalækni.
„Vandamálið við þessar aðgerðir er að fjarlægja þarf
hverja einustu frumu ef takast á að lækna sjúkdóminn.
Það getur verið erfitt að eltast við frumur, sem ekki eru
sjáanlegar auganu. En ég held að okkur hafi tekist vel að
ná þessu. Við leggjum ofuráherslu á að skemma ekki
neitt, meiða ekki sjúklinginn eða gera hann verri en fyrir
aðgerðina. Ég held að allt hafi gengið eins og vonast var
til.“
Á ég eitthvert val?
Ólafur er kominn af spítalanum og segist vera orðinn
bráðhress. „Þegar maður fær svona tíðindi vill maður
ljúka málinu sem fyrst,“ segir hann. „Ég hefði viljað fara í
aðgerð strax daginn eftir. En það var gert 24. mars og
heppnaðist vel. Ég var laus við allar leiðslur og tæki sólar-
hring síðar, fór í sturtu og var bara vel á mig kominn.
Maður átti að vera á spítalanum í fimm daga en ég held að
læknar geri sér grein fyrir því að maður hvílist betur
heima hjá sér en á spítala. Aðgerðin var á miðvikudegi, ég
fór heim á föstudegi og var svo heppinn að það voru
páskar í vikunni eftir. Ég hlýddi fyrirmælum og var heima
í bómull, rétt leit við í vinnunni en það var ekki mikið.“
Og Ólafur var ekkert kvíðinn. „Þetta truflaði mig ekk-
ert,“ segir hann. „Ég hugsaði aldrei um aðgerðina dagana,
vikurnar og mánuðina áður en ég fór í hana. Það þykir
kannski ekki fínt að sækja mikla þekkingu til bandarískra
leikkvenna en ég sá í einhverjum viðtalsþætti að Meryl
Streep var spurð að því hvernig það væri að eldast. „Á ég
eitthvert val?“ spurði hún. Þar hitti hún naglann á höf-
uðið. Ég átti ekkert val. Og af hverju að svekkja sig yfir
því sem maður getur ekki breytt. Maður bara tekur því.“
Ólafur og Laufey eiga tvö börn, Jóhannes sem er ellefu
ára og Önnu sem er átta ára, en Ólafur á einnig Rebekku,
sem er 25 ára og hagfræðingur, og Garðar Stein, sem er 27
ára og á fjórða ári í lögfræði. „Ég sagði þeim þetta ekkert
fyrr en deginum áður,“ segir Ólafur. „Þetta er ein hættu-
minnsta heilaskurðaðgerðin og ég vildi ekki að þau færu
að velta þessu of mikið fyrir sér. Ég sagði þeim að það yrði
lítið mál að laga þetta og ég yrði kominn heim eftir örfáa
daga.“
Eftir því var tekið að Ólafur mætti á fótboltaæfingu hjá
Old Boys Gróttu daginn fyrir aðgerðina, en þar hefur
hann spilað í um tvo áratugi. „Ég má byrja aftur í fótbolt-
anum eftir eina til tvær vikur,“ segir hann.
Missti fjögur kíló
„Sérðu mun á mér?“ spurði Ólafur þegar ég gekk inn á
skrifstofu hans á Lögfræðistofu Reykjavíkur í vikunni sem
leið. „Já, þú hefur yngst – ert mýkri og fínlegri í framan,“
svara ég eftir stutta umhugsun.
„Ég missti fjögur kíló af bjúg eftir aðgerðina,“ segir
hann. „Fólk segir við mig: „Þú ert ekki lengur með poka
undir augunum og ert grennri í andliti.“
Hann brosir.
Ingvar með beinbítara og sog til þess að víkka beinvegginn. Arnar stendur við hlið hans og báðir horfa í skurðsmásjá.
Fyrsta spurning sjúklinga eftir að þeir greinast með heilading-
ulsæxli er gjarnan sú, hvort þeir þurfi að fara utan í aðgerð, að
sögn Helgu Ágústu. „Það er frábært að geta sagt sem læknir,
að við veitum bestu meðferð sem völ er á hér heima. Við höf-
um borið okkur saman við stóra spítala í Bandaríkjunum, þar
sem einn læknir framkvæmdi 800 aðgerðir og annar 2.500
aðgerðir, og við reyndumst vera með nákvæmlega sömu töl-
fræði síðustu fjögur árin eftir að nýja tæknin var tekin upp.“
Sem dæmi um þá tækni, sem beitt er í aðgerðunum hér á
landi, má nefna að loftneti er komið fyrir á höfðinu á fólki, en
slík aðferð hefur ekki verið tekin upp alls staðar í heiminum,
ekki einu sinni sé litið til Norðurlandanna. „Þetta er magnað
tæki, sem ég festi í höfuðkúpuna – það er fasti punkturinn,“
segir Ingvar.
„Sjúklingurinn fer í myndatöku daginn áður, fyrst í segulóm-
skoðun til að kortleggja æxlið, heiladingulinn, slagæðarnar og
heilann, og síðan í tölvusneiðmynd fyrir beinið. Svo sameina
ég hvort tveggja, til að ná beininu og æxlinu saman á mynd. Í
aðgerðinni er svo tæki tengt við höfuðið sem myndar seg-
ulsvið, nokkurskonar körfubolta utan um höfuðið, og loftnetið
er tengt við það. Farið er með þreifara yfir andlitið og höfuðið,
sem safnar allt að þúsund föstum punktum, og þannig er búin
til þrívíddarmynd. Út frá þessu sé ég nákvæmlega hvar ég er
staddur í höfðinu, það skeikar ekki millimetra. Og það er allt í
lagi að höfuðið hreyfist, hnitin breytast ekki. Við notuðum líka
sjónvarpsvél í aðgerðinni, í röri sem fer inn um nefið, og við
fórum inn með hana eftir að við fjarlægðum æxlið, til að at-
huga hvort æxlisvefur hefði orðið eftir.“
Nýjustu tækni beitt
Ingvar Ólafsson og Helga Ágústa komu að meðferð Ólafs.
Morgunblaðið/RAX