SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 54
54 11. apríl 2010 N ýlega var sett upp og vígð ný hurð í Hallgrímskirkju, mikil koparhurð með eins konar hringlaga innsigli þar sem sjá má upphleypta mynd á eldrauðum mósaíkgrunni. Myndin virðist sýna laus- lega mótaðar fígúrur en þegar betur er að gáð þá leysast formin upp í að vera af- strakt en eiga samkvæmt texta að vísa í þyrnikórónu Krists og grunnurinn í blóð hans. Þyrnikórónan er eins og keltneskur hnútur að rakna upp, enda hefð fyrir að sýna slíka hnúta á formi fjórlaufungs, sem er gerður úr fjórum hringjum sem skara hver annan. Hringirnir fjórir eru látnir skarast til hins ýtrasta svo að nán- ast verður einn hringur. Formið táknaði gjarnan áttirnar fjórar og grunnelement- in vatn, jörð, loft og eld og þótti boða heppni eins og þekkt er og var gjarnan notað sem grunnur í skjaldarmerkjum. Fjórlaufungsmynstrið er endurtekið í smærri myndum á innanverðum hurð- unum en þar er ekki að sjá neina vísun í önnur þekkjanleg tákn. Fjórlaufungsgrunnurinn var líka mikið notaður í gotneskri kirkjulist og var þá krossinn sem er innbyggður í forminu oft gerður meira áberandi eða ferningsform var innlimað inn í fjórlaufunginn. Slíka fjórlaufunga má einmitt sjá sem umgjörð um steyptar bronsmyndir í tillögum ítölsku listamannanna Filippo Brunel- leschi og Lorenzo Ghiberti í samkeppni um hurð í skírnarhús dómkirkjunnar í Flórens árið 1401. Ghiberti varð hlut- skarpari og gerði í kjölfarið hina frægu hurð „Gates of Paradise“ sem var steypt í brons og prýðir austurhlið skírnarhúss- ins, en samkeppnin og hurðin eru talin marka byrjun endurreisnarinnar. Það var einmitt þessi hurð Ghiberti sem veitti franska myndhöggvaranum Auguste Rodin innblástur við gerð ann- arrar hurðar sem pöntuð var hjá honum fyrir nýjan skreytilistaskóla sem verið var að byggja. Rodin sem var heillaður af Hinum guðdómlega gleðileik Dante ákvað að myndgera í hurðinni hlið heljar eða „Gate of Hell“. Rodin er fyrsti mynd- höggvari sögunnar sem sýndi fram á hvernig yfirborð skúlptúrs getur miðlað sál, ástríðu og lífi, en hann var í takt við impressjónistana, frumherja módern- ískrar myndgerðar í byrjun tuttugustu aldar, listamenn sem lögðu áherslu á raunveruleikann og voru uppteknir af hreyfingu og áferð sem tjáningu hans. Þegar til kom reyndist ekki fjármagn til að gera bronsafsteypu af verkinu og Rod- in hélt áfram að vinna við hurðina á um tuttugu ára tímabili og hafði nú allt það frelsi sem hann vildi. Í Hliði heljar dró hann upp hræðilegar myndir af kvala- fullri angist, hryllingi, hungri og dauða. Fígúrurnar urðu grófari, leystust hálf- partinn upp og samlöguðust bakgrunn- inum. Þá tók hann upp á því að fjarlægja þær fígúrur úr myndinni sem honum fannst ekki passa inn í og vinna þær síðan upp sem stakstæð listaverk. Frægar eru margar myndir úr verkinu, m.a. af hugs- uðinum og kossinum. Á endanum fjar- lægði hann allar fígúrur úr verkinu svo eftir stóð risastórt og jafnframt óklárað afstrakt skúlptúrverk þar sem mótaði fyrir hvar fígúrurnar höfðu verið. Þetta er fyrsta afstrakt höggmynd vestrænnar myndlistarsögu og má segja að hún hafi tjáð þjáningu sem er handan hins lík- amlega og mannlega. Líkamar sem eru leystir upp og bakgrunnur sem ber merki ofbeldisins og víbrar af kvalræði. Leifur Breiðfjörð gerir þjáninguna einnig að yrkisefni á hurð sinni í Hall- grímskirkju en samkvæmt Biblíunni þá var þjáning Krists ekki bara líkamleg heldur fólst hún einnig í aðskilnaði hans við Guð föður og veru hans þrjá daga í helvíti. Þjáningu Krists myndgerir Leifur annars vegar með táknmyndum, þyrni- kórónu og lit blóðsins, hins vegar með óhlutbundinni tilfinningahlaðinni ex- pressjónískri mótun sem kvöl og pínu að hætti Rodins í Hliði heljar. Hurðin í Hallgrímskirkju er inngangur inn í guðshús ólíkt Hliði heljar Rodins sem eftir dauða hans var endurgert í sinni fyrri fígúratífu mynd og steypt í brons. Hlið Rodins stendur úti, stakstætt eins og aðrir skúlptúrar hans, hurðirnar er hvorki hægt að opna né loka þær neinu rými. Hurðin í Hallgrímskirkju ber með sér mikinn þunga sinn og kulda málms- ins; þegar það er lokað þá er lokað, og þegar er opið þá er opið, þótt það sé til hálfs. Það má segja að hinn kirkjulegi boð- skapur um þjáningar og dauða Krists sem er forsenda kristinsdómsins og mikil hefð fyrir að myndgera í kirkjuskreytingum fari táknrænt ekki vel á kirkjuhurð því Kristur sem tákn dyranna í Biblíunni gef- ur þeim sem banka fyrirheit um inn- göngu í himnaríki og eilíft líf en ekki að upplifa með honum þjáningu og dauða. Formrænt fer hurðin heldur ekki vel við arkitektúr kirkjunnar, virðist hreinlega ekki passa þrátt fyrir fjórlaufungsformið sem algengt er að notað sé til að skreyta gotneskar byggingar. Formið virðist staðsett of neðarlega á hurðinni og með blóðrauða litnum og hálf-fígúratífa kal- ligrafíska tákninu skapast óþarflega sterk sjónræn og huglæg tenging við austræna trúararfleifð og skreytingar, gæti jafnvel verið hurð á kínversku veitingahúsi (Rauði drekinn!!) eða forsíða á matseðli þess. Hurðin minnir á props úr Lord of the Rings eða Harry Potter, er líkt og tölvugrafískt innsigli á kistu í ævintýra- miðaldakastala þar sem hetjuleg róm- antík ræður ríkjum. Í Flórens í byrjun fimmtándu aldar þótti við hæfi að efna til samkeppni með- al listamanna um gerð hurðar í skírn- arhús dómkirkjunnar og furða ég mig á því að það hafi ekki verið gert í þessu til- viki enda eigum við mjög frambærilega myndhöggvara í landinu ekki síður en glerlistamenn. Þegar efnt er til sam- keppni er jafnvel hægt að hafna öllum hugmyndum og byrja upp á nýtt, enda eru verk sem þessi gerð til að standa um ókomna framtíð. Það er óhætt að segja að útfærsla hurðarinnar hafi valdið und- irritaðri vonbrigðum, en um leið er gott að árétta að smekkur manna, túlkanir og upplifanir eru mismunandi og engin ástæða til að láta neikvæð orð eyðileggja fyrir þeim sem kunna vel að meta hurð passíuþjáninganna. Hurðin í Hallgrímskirkju MYNDLIST Leifur Breiðfjörð, Hurð steypt í brons, lögð mósaík Hallgrímskirkja Þóra Þórisdóttir Hlið helvítis eftir Auguste Rodin. Morgunblaðið/Ernir Hlið himnaríkis eftir Lorenzo Ghiberti. Hurð Hallgrímskirkju eftir Leif Breiðfjörð. Lesbók VIDAR Sundstøl er norskur reyfarahöfundur sem mikið hefur verið látið með í heima- landi hans, en meðal annars fékk sú bók sem hér er tekin til kosta svonefnd Riverton- verðlaun sem glæpasaga ársins í Noregi. Í því ljósi vekur eðli- lega forvitni að bókin skuli ekki gerast í Noregi, heldur á strönd Superior-vatns í Minneseota, en skýring á því er meðal annars sú að Sund- støl bjó á þeim slóðum um tíma og einnig að þar settust fjölmargir Normenn að í þjóð- flutningum nítjándu aldar. Aðalpersóna Lands draumanna er einmitt af norskum ættum með smá ind- íánakryddi, skógarlög- reglumaðurinn Lance Hansen, sem gengur fram á blóðugan strípaling og finnur skömmu síðar félaga strípalingsins sem hefur verið barinn til bana á hrottalegan hátt. Fljótlega kemur í ljós að Norðmennirnir tveir voru á ferðalagi á þessum slóðum, stunduðu kajakaróður á vötnunum í tíuþúsund- vatnafylkinu Minneseota, og lögreglumaður frá Noregi er kallaður á staðinn til að leggja rannsakendum lið, en þó Hansen lögreglumaður taki eðlilega ekki þátt í rannsókn- inni, hann er skógarlögga, þá flækist hann inn í málið og svo fer að hann telur sig hafa komist á snoðir um hver vann verkið, en það færir honum litla gleði því lífshamingja hans felst eiginlega í því að ekki komist upp um kauða. Ég nefni það að Lance Han- sen sé aðalpersóna bók- arinnar, en kannski er réttara að segja að það sé frekar sam- félagið á bökkum Superior- vatns sem er í aðalhlutverki, samfélag fólks sem fluttist allslaust til fyrirheitna lands- ins, tókst að komast í álnir eftir nokkrar kynslóðir og með miklu harðfylgi, en sígur nú aftur í örbirgð smám sam- an eftir því sem tímarnir breytast. Sú saga er for- vitnilegri þykir mér en sjálf fléttan, en það er kannski vegna þess að Sundstøl er einn af þeim spennuhöfundum sem skilja margar ráðgátur eftir í sögulok. Mér skilst að þetta sé fyrsta bókin í þríleik og þá ekki annað að gera en bíða endalokanna. Þýðingin á bókinni fannst mér ekki vel heppnuð og mál- far víða ankannalegt. Mannvíg við Su- perior-vatn BÆKUR Land draumanna bbbnn Eftir Vidar Sundstøl. Uppheimar gefa út, 340 bls. kilja. Vidar Sundstöl Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.