SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 19
11. apríl 2010 19 „Sem læknir sér maður oft fólk úti á götu og sjúk- dómsgreinir það, þessi er með þetta og þessi hitt, og það er nokkuð sem maður gerir ráð fyrir að viðkomandi viti um,“ segir Óskar Ragnarsson, sem starfar á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg og setti sig í samband við Ólaf Garðarsson fyrr á þessu ári. „Þegar sjúkdómarnir eru óvenju- legir og sjaldgæfir, þá veit maður að greiningin geti tafist. Þá gilda önnur lögmál.“ Algengustu vandamálin sem koma á borð Óskars varða sykursýki og skjaldkirtil, en svo fæst hann við ógrynni sjaldgæfra sjúkdóma. Þar á meðal er æxli við heiladingul. „Hér er stórt upptökusvæði, þannig að það koma fimm til átta sjúklingar á ári til meðferðar vegna heiladingulsæxlis sem fram- leiðir vaxtarhormón og svo koma margir í eftirlit eftir slíkar aðgerðir. Ég hef því hitt töluvert marga með þennan sjúkdóm,“ segir hann. Það var röddin sem Óskar tók eftir hjá Ólafi, en dýpri rödd er eitt af þeim einkennum sem fara stigvaxandi eftir því sem sjúkdómurinn þróast lengur. „Það er dæmigert að hendur og fætur stækka, einnig bein í andliti og höfuðkúpu,“ segir Óskar. „Þetta gerist svo hægt að sjúklingarnir sjálfir taka ekki eftir breytingunni og ekki heldur ætt- ingjar, nema þeir hafi ekki séð viðkomandi í nokkur ár. Svo koma fylgikvillar eins og syk- ursýki, hár blóðþrýstingur og kæfisvefn. Það geta liðið 10 til 20 ár frá því fólk fær sjúkdóminn og þar til það greinist, en því fyrr sem fólk greinist og fær meðferðina því betri eru batahorfurnar.“ Hann segir að einkennin gangi að hluta til baka eftir að æxlið hafi verið fjarlægt. „Hendur og fæt- ur verða áfram stór, en aðrir fylgikvillar geta minnkað eða horfið, til dæmis blóðþrýstingur lækkað, blóðsykur batnað, kæfisvefn horfið og einnig óþægindi í liðum.“ Óskar segir mikilvægt að vekja athygli á sjúk- dómnum því það geti ýtt undir að fólk greinist fyrr. „Það gildir um marga óvenjulega sjúkdóma að það tekur langan tíma að kveikja á perunni, um hvað málið snýst, og þá er gott að vekja at- hygli á þessu. Fylgikvillarnir geta verið alvarlegir og m.a. leitt til hjartasjúkdóma og þannig dregið úr lífslíkum. Það er ljóst að ómeðhöndlaðir sjúk- lingar lifa skemur en frískir eða þeir sem fá með- ferð.“ Það er fleira óvenjulegt við Óskar en skörp at- hyglisgáfan. Hann lenti í slysi þegar hann var enn í læknanámi, sem varð til þess að hann er í hjóla- stól. „Það háir mér alls ekki mikið,“ segir hann. „Það koma upp ákveðin praktísk vandamál öðru hvoru, en það er ekkert sem gerir mér lífið erfitt sem læknir. Ég tek hins vegar ekki ákveðnar vakt- ir, kem til dæmis ekki nálægt hjartastoppi, en annars er ekkert mál að sitja í hjólastól og vera innkirtlalæknir.“ Hann segir að þetta hafi vitaskuld verið áfall. „En ég var ákveðinn í að láta það ekkert stöðva mig. Ég var búinn með þrjú ár af læknisfræðinni þegar ég lamaðist. Eftir ár í endurhæfingu á Grens- ási byrjaði ég aftur af fullum krafti. Svo átti ég góða að á Landspítalanum sem hvöttu mig áfram og studdu mig í að mennta mig í lyflækningum og innkirtlasjúkdómum.“ Fólk tekur ekki sjálft eftir breytingunni Óskar Ragnarsson segir mikilvægt fyrir lífslíkur að heila- dingulsæxli sé greint snemma. Ólafur Garðarsson í fréttaviðtalinu örlagaríka 29. janúar. „Ég fór á klósettið á klukkustundarfresti fyrstu tvær næturnar á meðan bjúgurinn var að yfirgefa skrokkinn!“ Hann segist stundum fá smáseyðing í höfuðið en ekki sé hægt að tala um sáran höfuðverk. „Mér skilst það sé mjög eðlilegt. Lyktar- og bragðskyn er ekki að fullu kom- ið, en það lagast smám saman. Ég veit ekki með kæfi- svefninn því Laufey sofnar alltaf um leið og hún leggst á koddann. Hún þyrfti að stilla vekjaraklukku til að tékka á því. En ég á ekki lengur í erfiðleikum með að kyngja, farið hefur fullt af bjúgi úr skrokknum og ég finn ekki snefil til í liðunum.“ – Hvað um giftingarhringinn? „Það er ekki þannig að hann renni af,“ segir hann. „Þetta var orðið þannig að það þurfti vatn og sápu til að ná honum af og var þó aðeins hálft ár síðan ég lét víkka hann. Ég næ honum vel af mér núna.“ Hann brosir. „Og hann er á!“ – En skórnir? „Ég var farinn að forðast ákveðna skó, fannst þeir full- þröngir. Það eru skór sem eru í fínu lagi í dag. Svo var ekki sama hvort ég var í þykkum eða þunnum sokkum. Nú skiptir það engu máli.“ Ótrúleg tilviljun Ólafur nefnir einkum tvær ástæður fyrir því að hann leyfði Morgunblaðinu að fylgjast með aðgerðinni og veitti viðtal. „Í fyrsta lagi finnst mér að þessir læknar eigi hrós skilið fyrir árveknina og þann náungakærleika sem lýsir sér í því að hringja og bera saman bækur sínar á milli landa. Í öðru lagi segja læknarnir mér að fólk gangi með þennan sjúkdóm án þess að uppgötva að það sé með hann og hann er svo sérhæfður að heimilislæknir áttar sig ekki endilega á honum. Því lengur sem fólk gengur með hann þeim mun meiri verður skaðinn. Aðgerðin verðu líka erfiðari og hættulegri því stærra sem æxlið er og ef það leggst á heilann getur þurft bæði skröpun og geisla.“ Hann hugsar sig um. „Á þessum tímum er mikilvægt að menn fái hrós fyrir vel unnin störf – og það er ekki einu sinni í þeirra starfs- lýsingu að hringja í náunga í öðru landi og segja honum að hann sé með sjúkdóm.“ Hann þagnar. En klykkir svo út með: „Tilviljunin er ótrúleg. Það er ekki eins og ég sé í frétt- um á hverjum degi; það gerist ekki einu sinni á hverju ári. Ég var í viðtali út af kröfuhafafundi og að því leyti segir mamma að ég hafi grætt á bankahruninu. Ef það hefði ekki átt sér stað hefði Kaupþing ekki farið á hausinn, ég hefði ekki endað í slitastjórn og þá hefði Óskar aldrei séð mig í fréttum!“ Æxlinu náð. Hluti af æxlinu hefur verið fjarlægður í gegnum nefið. Smásjármynd af æxlinu varpað á sjónarpsskjá á skurðstofunni. ’ Æxlið var 2,2 cm, eins og væn ólífa, og mjög snyrti- lega afmarkað í því sem kallað er skútinn eða hellirinn, þar sem slagæðar koma upp og áður en heilinn byrjar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.