SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 35
„Ég sagði við hana Erlu um daginn að ég öfundaði alltaf fólk af því að hafa þörf fyr- ir að fara í ræktina, en nú finn ég þessa þörf hjá mér líka,“ segir Ingigerður Sig- mundsdóttir, sem ákvað um áramót að fara að hreyfa sig og stefnir á Esjuna. „En ekki segja frá því í viðtalinu!“ bætir hún við. – Of seint, segir blaðamaður. „Æ, ég hef breitt bak,“ segir hún og hlær. „Ég var að minnsta kosti með áform um að hreyfa mig, en ég er ekki nokkur manneskja í brjálaða leikfimi, að vera pínd áfram. Svo gekk ég þarna inn og það var bara farið rólega í sakirnar, farið upp að sársaukamörkum og smám saman gat ég alla hluti. Ég fór í þolpróf í gær og hefði aldrei trúað því að ég kæmi svona vel út. Ég var í efsta skala – það er alveg með ólíkindum! Mér fer svo rosalega fram og ekki með látum. Þetta er ný upplifun fyrir mér og ég er ofboðslega ánægð. Ég hef aldrei hlakkað til að fara í ræktina fyrr og hef ég oft puðað ýmislegt. Það er líka gott að alltaf er hægt að leita til fagfólks.“ Aldrei fyrr hlakkað til ræktarinnar Ingigerður Sigmundsdóttir. „Þetta er náttúrlega meira en líkamsrækt,“ segir Eyjólfur Kristjánsson, sem er í sjúkra- þjálfun hjá Önnu Borg. „Ég hef átt í vandræð- um með vinstra hnéð á mér og á það rætur að rekja til mikillar skíðamennsku, en ég var skíðakennari árum saman í Kerlingarfjöllum. Það getur farið illa með hnéð að þjösnast á því lengi. Ég fékk þann úrskurð að ég þyrfti að fara í sjúkraþjálfun og var ávísað á Heilsuborg. Ég finn mikinn mun eftir að hafa verið þarna í smátíma.“ Eyjólfur segist nota tímann til að taka á í tækjasalnum enda þurfi hann að vera í formi. „Ég syng og spila um allt land og það þýðir ekkert að bæta á sig aukakílóum. Þó svo að Kristján Jóhannsson og Pavarotti séu með þau, þá gengur það ekki í poppinu. Stór bringa og stór magi hjálpa þeim að syngja óperuna en gerir lítið fyrir okkur poppsöngvarana.“ Hann segist stunda skíðin ennþá og fara með konu sinni norður á skíði út af snjóleysinu fyrir sunnan. „En ég er að verða 49 ára eftir viku og til þess að geta stundað svona sport verður maður að halda sér í formi. Það gerir mér kleift að gera það sem ég vil gera. Og það sést vel á því að ég er enn í fótbolta tvisvar í viku.“ Popparar þurfa að vera í formi Eyjólfur Kristjánsson. „Mér finnst kósí og heimilislegt að fara í ræktina í Heilsuborg,“ segir Elín Reyn- isdóttir, hefur eiginlega engan tíma til að tala við blaðamann, því hún er að hlaupa út úr húsi til að taka þátt í Bolly- wood-sýningu. En blaðamanni tekst þó að draga nokkur orð upp úr henni. „Ég er í hópi kvenna sem mæta þrisvar í viku til Önnu Borgar. Hún er í uppáhaldi. Og dagskráin er fjölbreytt, einn daginn förum við á milli stöðva, annan förum við í „body pump“ og þriðja erum við í æfingasalnum. Hún vigtar okkur líka og fylgist með okkur. Og það er gott til þess að vita að hægt er að leita til lækna og sérfræðinga, þó að ég þurfi ekki enn á því að halda – kannski þegar ég eldist,“ segir hún og hlær. Miðað við spanið sem er á Elínu er mikilvægt fyrir hana að vera í sæmilegu formi, en hún vinnur við förðun hjá Ríkisútvarpinu, farðar fyrir kvikmynd- ir og fer bráðum utan með Evr- óvisjónhópnum. „Svo þegar frítími gefst inni á milli fer ég í Heilsuborg og næ aftur heilsu,“ segir hún og hlær. Kósí og heimilislegt Elín Reynisdóttir. F rumregla breytninnar sem Jesús setur fram í fjallræð- unni, Matt. 7.12-13 hefur verið nefnd „gullna reglan“. Gullna reglan þekkist reyndar um víða veröld. Segja má að hún birti sammannlegt siðgæðisviðmið sem mannkyn þekkir og samþykkir, enda ritað á hjarta mannsins frá öndverðu. Hugmyndir um meðfæddan hæfileika mannsins að greina milli góðs og ills og að sú meðvitund, samviska, sé studd skyn- samlegum rökum, og eigi auk þess guðlegan bakhjarl, hafa ver- ið lítilsvirtar í samtímanum. Að mínu mati verðum við að end- urheimta vitundina fyrir algildum forsendum siðferðisins. Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð lífs og heims. Hér hafa helstu trúar- brögð heims mikilvægu hlutverki að gegna. Við lifum ekki í að- skildum heimum. Heimurinn er einn, mannkynið er eitt, á sömu jörð, undir sama himni. Og Guð er einn, máttur hins góða, fagra og fullkomna. Í samtíðinni er rík hneigð til þess að skipta siðgæðinu upp í aðskilin svið. En læknavísindin, við- skiptin, lögin, stjórnmálin, heimilislífið, eru ekki aðskildir heimar sem lúta sérstökum siðaforsendum. Lúther talaði um reglu sköpunarinnar, fjölskyldu, ríkisvald, vinnu, sem „larvae Dei“, grímur Guðs, hins hulda, lifanda Guðs. Ekkert líf er frjálst undan þeim kröfum sem Guð leggur á okkur, kröfum sem rísa innan úr djúpum hjartans og minna á sig í návist annars fólks og atvikum og örlögum lífsins. Allt siðgæði byggir á og á rætur að rekja til sömu reglu skaparans, eins og gullna reglan sýnir. Regla skaparans er það sem fyrirfram er gefið og við getum þekkt aftur og reynt af mannlegri skynsemi óháð trú og guð- fræði. Lúther sagði: „Það er ekki nauðsynlegt að stjórnandinn sé helgur maður, hann þarf ekki að vera kristinn maður til að geta stjórnað, það nægir að hann sé skynsamur.“Allir eiga með einhverjum hætti hlutdeild í stjórnmálum, fjölskyldu og efna- hagslífi samfélagsins og er ætlað að leggja eitthvað til þess með því að þjóna öðrum. Og öllum mætir sama krafa umhyggju og kærleika. Skaparinn sem setur lögmálið er að verki í heiminum þar sem kristið fólk og guðleysingjar, múslimar og hindúar, all- ir menn eiga sér sameiginlegan grundvöll. Það merkir að stjórn Guðs í þessum heimi er ekki aðeins í höndum trúaðra og það eru ekki aðeins trúaðir sem skilja og greina vilja hans, heldur eitthvað sem er öllum gefið sem hafa skynsemi og samvisku. Enginn heimur er til þar sem Guð er dauður, engin veröld þar sem Guð er ekki að verki. Sköpunarmáttur Guðs er að verki í heiminum, og með lög- máli sínu sem skipar málum manna hamlar hann gegn hinu illa og greiðir veg því góða. Lögmálið er verkfæri guðlegs verks og mætir öllum mönnum þar sem þeir eru á vettvangi lífsins. Ekk- ert svið lífsins er til þar sem Guð er ekki virkur í lögmálinu sem höfðar til samvisku manna. Guð er alstaðar nálægur sem aflið sem knýr fólk, jafnvel óheiðarlegt fólk, til að gera rétt og standa gegn órétti, að vinna fyrir fjölskyldu sinni þrátt fyrir eðlislæga leti, að aðstoða náungann og sýna umhyggju þótt það sé sjálfs- elskt og sjálflægt. Lífið gæti ekki haldið áfram eitt andartak ef Guð væri ekki að áminna, leiðbeina, laða og hafa áhrif á skyn- semi og samvisku sérhvers manns. Af því að lögmálið er ritað á hjörtu mannanna. Mælikvarðinn sem lagður er á hvaða kröfur lífsins eru réttmætar og hverjar ekki og hefur Guð sem hulinn höfund sinn er hverjum manni aðgengilegur í hugmyndum um réttlæti. Hvað er réttlæti? Kjarni réttlætis ávallt og alls staðar er umhyggjan um náungann. Það vald sem þarf til að greiða rétt- lætinu veg gegnum lögmálið er verk kærleikans í opinberu lífi. Allt lögmálið er samandregið í boðorðið: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 19.19) Lög eru réttlát þegar þau eru í þágu umhyggju um fólk, vernda hinn veika, standa gegn illverkum og umbuna því góða. Karl Sigurbjörnsson Gildi, sið- gæði, boð og breytni III Hin góða regla skaparans Hugvekja Karl Sigurbjörnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.