SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 51
11. apríl 2010 51 Í bók Árna Björnssonar, Íslenskt vættatal, er greint frá íbúum huliðsheima sem birst hafa fólki hér á landi um aldir. Vættirnar finnast ekki ein- ungis í dreifbýlinu, heldur greinir bókin einnig frá ýmsum sem hafa sést á höfuðborgar- svæðinu. Þar á meðal eru þessar: Viðeyjarmóri Ólafur Stephensen, sonur Magnúsar konferensráðs, varð peningalaus í Kaupmannahöfn og vakti ásamt öðrum stúd- entum upp draug til að stela úr fjárhirslu konungs. Þeir lentu á Hollendingi sem ekki var orðinn kaldur og varð það á að taka hrúgu af nýslegnum peningum sem ekki voru áður komnir í umferð. Allt komst því upp og stúdentarnir sættu afarkostum en Magnús Stephensen varð að senda konungi rauðbrydda skyrtu fulla af peningum. Draugurinn fylgdi Ólafi heim í Viðey og hélt sig að mestu þar. Að hollenskum sið gengur hann á tréklossum og heyrist því hark mikið á undan þeim sem hann fylgir en það er einkum fólk í Viðey sem er af Stephensen- ættinni. Stíflishóladraugar Þeir voru margir saman og skiptu sér niður á bæi á Álftanesi seint á 18. öld. Þeir voru einnig kallaðir Hverfisdraugar. Guð- laugur prestur í Görðum gat komið þeim að Stíflishólum við leiðina til Hafnafjarðar og markaði reit umhverfis þá. Síð- an eru þeir kenndir við hólana. Þorlákur þreytti Á heimili í Hafnarfirði var kringum 1960 venja að skreyta jólatréð að kvöldi Þorláksmessu. Allir urðu að halda ró sinni. Sagt var að Þorlákur þreytti lægi í leyni með augu og eyru galopin, reiðubúinn að grípa óþæg börn og koma þeim í klærnar á jóla- kettinum. Hættulegt var að ærslast, einkum þó að segja ósatt. Þá kom svartur blettur á tunguna og átti Þorlákur því auðvelt með að þekkja þá sem lugu. Geithálsdraugur Kringum 1930 dó piltur er Jón hét snögglega á Geithálsi í Mos- fellssveit. Var mikill reykur eftir hann svo að hann sást bæði heima á Geithálsi og á veginum í grennd við Rauðavatn. Hann var lotinn í herðum með enska húfu og dró hana nokkuð langt niður á ennið. Hann tók sér stundum far með bíl og kom í heimsókn að Miðdal. Íslenskar vættir ir erlenda blaðamenn dolfallna að við skulum ekkert skammast okkar fyrir það. Kollegar mínir í þjóðfræði hafa hinsvegar gert kannanir víða um lönd þar sem spurt er hvort fólk trúi því að yfirnáttúrlegar verur séu til. En það varð að gera í miklum trúnaði. Niðurstaðan er samt sú sama og hér, það eru alls staðar í kringum tíu prósent sem hafa þessa indælu barnslegu trú, að eitt- hvað svona yfirnáttúrlegt sé til. En það eru varla aðrir en við sem eru nánast stoltir af því að kannast við þetta. Það er engin einhlít skýrirng á því af hverju við erum ófeimnari við þetta en aðrir. Það að vera skyggn er af sumum talið vera ákveðinn kostur, menn eru jafnvel drjúgir með sig yfir því að sjá meira en aðrir.“ Gegnum tíðina hafa málsmetandi menn jafnvel verið hallir undir trú á drauga og forynjur. Árni segir þó að menn segist almennt ekki trúa á þessa hluti, en margir vilji samt ekki útiloka að eitthvað slíkt geti verið til. Hvað með hann sjálfan; útilokar Árni að nokkur slík fyrirbæri, drauga, huldufólk eða loftanda geti verið hér að finna? Glottandi segist hann oft hafa verið spurður að þessu. „Níutíu og níu prósent trúi ég ekki á neitt slíkt, en það er eitt prósent sem spyr: Hví skyldi maður vera alveg viss?“ Hjátrú logið upp á þorra þjóðarinnar Vættatal Árna er ekki bara forvitnileg samantekt við al- þýðuskap, heldur tengist fræðistörfum hans. Minnt er á þennan sagnaarf og honum haldið til haga. Árni segir það oft hafa pirrað sig þegar því er haldið fram, til að mynda af blaðamönnum og fólki í ferðaþjónustu, að níu ef hverjum tíu Íslendingum trúi á þessa tilveru dulrænna fyrirbrigða og vætta. „Þegar ég hóf á sínum tíma að vinna á Þjóðminjasafn- inu, hélt ég að allt gamalt fólk væri hjátrúarfullt, eins og það var kallað. Það reyndist tóm vitleysa. Í ljós kom að einungis um tíu prósent trúðu því í einlægni að eitthvað svona væri til. Langflestir voru raunsæir, sögðust hafa heyrt þessar sögur og höfðu gaman af þeim. Það er því verið að ljúga hjátrú upp á þorra þjóðarinnar. Upphafs- maðurinn að allri þessari þjóðsagnasöfnun, Jón Árna- son, varar fólk við að leggja trúnað á sögur sem þessar. Sagnir sem þessar eru merkileg heimild um skáldskap þjóðarinnar. Þetta er sannkölluð sagnagleði, dægra- stytting sem fólk bjó sér til áður en fjölmiðlun kom til sögunnar.“ Að lokum segir Árni sögu sem sýnir vel hvernig munnmælasögur verða til og öðlast líf. „Þegar ég var tíu, tólf ára gamall, þá gerði ég mest gagn í heyskapnum heima í sveitinni við að passa yngri frændsystkini mín. Hvernig átti ég að hafa ofan af fyrir þeim? Ég fór að búa til sögur – þannig hef ég eigin reynslu af þessu. Ég sagði frá huldukonum í klettum og hólum, og krakkarnir göptu og mér tókst að halda þeim þægum. Svo uppgötvaði ég það áratugum seinna, að þegar ein af þessum yngri frænkum mínum var orðin amma, þá fór hún á þessar ættarslóðir með barnabörnin sín og fór að segja þeim þessar sögur mínar af huldukon- unum. Þegar börnin spurðu, hvernig veistu þetta, amma? þá svaraði hún: Hann frændi minn, hann Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, sagði mér þetta allt sam- an. Þá þurfti ekki frekari vitna við. En ég tók þessar eig- in sögur ekki með í Vættatalið.“ Morgunblaðið/Einar Falur ’ Það eru alls staðar í kringum tíu prósent sem hafa þessa indælu barnslegu trú, að eitthvað svona yfirnáttúrlegt sé til. En það eru varla aðrir en við sem eru nánast stoltir af því að kannast við þetta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.