SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 8
8 11. apríl 2010 Mörg lýsingarorð í hæsta stigi hafa verið notuð um Lionel Messi á undanförnum ár- um en sem aldrei fyrr í vikunni, eftir ógleymanlega frammistöðu gegn Arsenal. Arsène Wenger, knattspyrnustjóri enska liðsins, vildi að vísu ekki fullyrða að Messi væri þegar kominn á lista yfir þá allra bestu en „ef ekkert kemur fyrir Messi eru honum allir vegir færir“. Af öðrum heimi „Hann er af öðrum heimi,“ var haft eftir Wenger í enska blaðinu Sun daginn fyrir leikinn. „Fólk fer á völlinn til þess að horfa á leikmenn eins og Messi. Það sem hann býður upp á er list.“ Wenger sagði ennfremur: „Það sem Messi gerir hefur aldrei verið gert áður af leikmanni á þessum aldri.“ Rétt er þó í því sambandi að benda á að Brasilíumaðurinn Pelé fór hamförum á HM í Svíþjóð 1958 – aðeins 17 ára – og gerði m.a. tvö mörk í úrslitaleiknum þar sem Messi og segir alla hafa gert sér grein fyrir hæfileikum framherjans smávaxna strax þegar hann kom til Spánar. „Ég man eftir fyrstu æfingunni hans með okkur. Hann var svo lítill að við vorum ótta- slegnir að koma við hann; héldum að við myndum slasa hann.“ Ómögulegt að ná honum Piqué segir suma þjálfarana hafa beðið aðra leikmenn vinsamlega að tækla Messi ekki of harkalega. „En þó að við vildum það gátum við það ekki. Hann var svo fljótur að það var ómögulegt að ná honum!“ Áhugamenn um samanburð á knatt- spyrnmönnum ættu að setjast við sjón- varpið í kvöld, laugardag, og horfa á risa- slaginn á Spáni, El Clasico, þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona í deild- arkeppninni. Þar gengur hver snillingurinn af öðrum inn á grasið og spennandi verður að sjá hvor listamaðurinn hefur betur, Messi eða Ronaldo. Góða skemmtun! Brasilía sigraði Svíþjóð 5:2. Pelé varð þrisv- ar heimsmeistari. Því má ekki gleyma. Wenger segist hafa talið fyrir tveimur ár- um að Messi hafi verið orðinn það góður að hann gæti ekki bætt sig – „en veit nú að ég hafði ekki rétt fyrir mér …“ Diego Maradona, landsliðsþjálfari Arg- entínu, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að Messi væri „arftaki“ hans í argentínskri knattspyrnu. Maradona var stórkostlegur leikmaður en hefur átt í miklum erfiðleikum utan vallar. Ánetjaðist snemma fíkniefnum og hefur áminnt landa sinn að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ekki virðist hætta á því að Messi misstígi sig; hann þykir drengur góður og afskaplega jarðbundinn. Heil- brigðið holdi klætt. Deilurnar um það hvort Maradona eða Brasilíumaðurinn Pelé sé besti leikmaður sögunnar gætu brátt heyrt sögunni til, að sögn Maradona. „Og hið besta við það er að Messi er argentínskur.“ Gerard Piqué, varnarmaðurinn öflugi hjá Barcelona, var í unglingaliði félagsins með Það sem Messi býður upp á hefur enginn gert á þessum aldri Meistari Messi virðist þakka æðri máttar- völdum eftir hvert mark sem hann gerir. Reuters A rgentínumaðurinn Lionel Andrés Messi hjá spænska félaginu Barcelona er að- eins 22 ára og lágvaxinn en er þegar orðinn einn af risum knattspyrnusög- unnar. Sígilt þrætuepli áhugamanna um íþróttina fögru er það hver sé bestur. Nú er mest rætt um Messi og Portúgalann Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Einnig eru nefndir Wayne Rooney hinn enski hjá Manchester United, Spánverjarnir Xavi hjá Barce- lona og Fernando Torres hjá Liverpool. Listinn er að sjálfsögðu langur en þegar öllu er á botninn hvolft skiptir auðvitað ekki máli hver er bestur; knattspyrna er liðsíþrótt og frammistaða heildar- innar aðalatriðið. En samt; alltaf standa einhverjir upp úr. Bera af. Áhorfendur vilja láta skemmta sér og enginn gerir það af meira listfengi þessa dagana en Messi; hann virðist einstakur. Gríðarlega fljótur, kraftmikill, útsjónarsamur og leikinn – vald hans á boltanum er slíkt að klisjan um að hið hnöttótta verkfæri sé límt við fót knattspyrnumanns á vel við. Þegar Messi tekur einn af sínum frægu sprettum með boltann er nánast ómögulegt að stöðva hann. „Að mínu mati er hann besti leikmaður heims í dag – sá langbesti,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, eftir að Barcelona burstaði lið hans, 4:1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Spáni í vikunni. Messi gerði öll mörkin fjögur, hvert öðru glæsilegra. Pilturinn fæddist 24. júní 1987 í borginni Ros- ario í Argentínu. Faðir hans, Jorge Horacio Messi vann í verksmiðju og móðirin, Celia María Cuc- cittini við skúringar í hlutastarfi. Föðurfjölskyldan á rætur að rekja til ítölsku borgarinnar Ancona en þaðan fluttist forfaðir Lionels, Angelo, árið 1883. Okkar maður hóf að æfa knattspyrnu fimm ára hjá Grandoli, liði sem faðir hans þjálfaði, en árið 1995 gekk hann til liðs við Newell’s Old Boys í heimaborginni. Messi var alltaf sá fljótasti en líka minnstur, raunar svo lítill að mönnum var hætt að lítast á blikuna. Í ársbyrjun 1997, þegar Messi var aðeins níu ára, leitaði fjölskylda hans og Newell’s Old Bo- ys til innkirtlafræðings sem skar úr um að lík- aminn framleiddi óeðlilega lítið vaxtarhormón og ef ekkert yrði að gert yrði strákurinn líklega ekki stærri en tæpir 145 cm á hæð fullvaxinn. Gripið var til þess ráðs að sprauta hann með vaxtarhorm- ónum á hverju kvöldi. Stórlið River Plate sýndi leikmanninum áhuga snemma en hætti við þegar fjölskyldan fór þess á leit að félagið greiddi fyrir hormónagjöfina, and- virði um 1.000 Bandaríkjadala á mánuði. Um 130 þúsund krónur miðað við gengi krónunnar í dag. Sagan segir að þegar Carles Rexach, útsendari Barcelona og gamall leikmaður félagsins, sá Messi í leik á þessum tíma hafi hann hrifist svo mjög að hann rissaði drög að samningi við fjölskylduna á servíettu og úr varð að fjölskyldan flutti til Spánar árið 2000, þegar Messi var 13 ára. Barcelona var ekki í vandræðum með að greiða fyrir lyfjagjöfina. Messi lék til að byrja með í unglingaliðum Barcelona en tók þátt í fyrsta leiknum með aðalliði í deildarleik gegn nágrannaliðinu Espanyol 16. október 2004, aðeins 17 ára og 114 daga. Ég á boltann! Hetjan Messi eftir stórbrotna frammistöðu gegn Arsenal í Meistaradeildinni á þriðjudaginn var. Í leik virðist hann oft eiga boltann! Reuters Er hægt að vera betri en þetta? Messi þegar í hópi mestu knattspyrnumanna sögunnar Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Messi fagnar einu af mörkunum gegn Arsenal. Reuters Brasilíumaðurinn Pelé, sem margir telja bestan allra frá því knattspyrnan var fundin upp, er 1,73 m á hæð, Messi 1,69 og argentínska goðsögn- in Diego Maradona aðeins 1,65. Á myndinni eru Messi og Pablo Zabaleta fyrirliði eftir að Argentína varð heims- meistari ungmenna 2005. . Reuters Margur er knár þótt smár sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.