SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 43
11. apríl 2010 43 E kki veit ég hvað það nákvæmlega er sem veldur því að margir finna fyrir mjög öflugri löngun til kyn- lífsiðkunar þegar þeir fljúga um háloftin í flug- vélum. Kannski er það einfaldlega eitthvað eðlisfræðilegt sem tengist því að vera inni í þessu hylki sem flugvél er og lyftir sér svo langt frá jörðu sem raun ber vitni. Þrýstingurinn og víbringurinn. En einnig kemur til einhver tegund af upplifun, því það vakna ákveðnar tilfinningar við þessar aðstæður, í þessu lok- aða rými. Sumir finna fyrir aukinni frelsistilfinningu, eins og þeir hafi sagt skilið við heiminn niðri á jörðinni og eru því til í allt. Aðrir verða mjög einmana, kannski af því að þeir fara allt of oft einir í flug á leiðinlega fundi í útlöndum og þyrstir því í nánd við aðra manneskju. Það er einmitt mikil nánd inni í flugvél, allir sitja mjög þétt og ekki er hægt að ferðast um gangana án þess að nánast klessast upp við einhverja aðra manneskju. Svo eru þeir sem upplifa dauðahræðslu, því það er jú vissu- lega ákveðin áhætta að fljúga með flugvél. Og í framhaldi af því láta þeir vaða í einhver uppátæki eins og að stunda kynlíf í háloftunum, af því það gæti verið síðasti séns. Allur gangur er á því hvort fólk sem hefur stundað hálofta- kynlíf stærir sig af því eða segir ekki nokkrum manni frá því. Svo eru þeir sem ganga í klúbbinn góða, félagsskap þeirra sem hafa sérstaka ánægju af því að stunda samlíf um borð í flugvélum yfir ákveðinni hæð. Klúbbur þessi heitir „Mile High Club“ og inntökuskilyrðið er að hafa notið ásta í 5280 feta hæð. Af þessu má ljóst vera að kynlíf í innanlandsflugi dugar ekki til að komast í klúbbinn. Mörgum er kappsmál að „komast í klúbbinn“, enda er þó nokkuð ögrandi að stunda kynlíf í því þrönga rými sem óneitanlega er í flugvélum. Og þar er frekar fátt um felustaði. Gera má ráð fyrir að útilokað sé að stunda kynlíf á gang- inum sjálfum þar sem er nokkuð stöðug umferð fólks. Og ekki er hægt að fela sig undir sætunum, þar er bara alls ekki nógu mikið pláss. Klósettið er því nánast eini staðurinn, fyrir utan farþega- sætin sjálf. Fæstir aðrir en þeir sem tilheyra flugáhöfninni eru svo heppnir að eiga möguleika á að fá einn á broddinn eða snún- ing á snípinn í flugstjórnarklefanum. Vissulega er frekar takmarkað pláss inni á pínulitlum kló- settunum en það gerir leikinn bara enn skemmtilegri. Sama er að segja um leynimakkið sem fylgir því að komast tvö/tvær/tveir á klósettið án þess að starfsfólkið taki eftir. Ekki má heldur láta heyrast hið minnsta frygðarhljóð, svo ekki verði bankað á hurð og ástarleikur rofinn í miðju kafi. En teppin mjúku sem hægt er að fá lánuð í flugvélum til að breiða yfir sig í sæti sínu, hafa reynst notadrjúg til að leyna ástarbralli. Ef handfanginu sem skilur að sætin er lyft upp og báðir að- ilar hafa teppi, er hægt að framkvæma ótrúlegustu hluti. Í skjóli þessara ágætu teppa má strjúka, gæla og jafnvel stunda samræði (á hlið) án þess að aðrir taki eftir, sérstaklega í næturflugi, þegar meirihluti farþega sefur. Einn ágætur kunningi minn „komst í klúbbinn“ undir teppunum góðu með konu sem hann hafði aldrei hitt áður en vildi svo vel til að sat við hliðina á honum og langaði það sama og hann. Fljúgandi fiðringur í háloftunum Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín G rafarholtið er aldamótahverfi Reykja- víkur. Fyrstu húsin þar voru reist í kringum 2000 og nú er þar orðin þétt byggð og samfélag sem spannar allt lit- róf manlífsins. Í þessum borgarhluta býr jafnt ungt fólk og gamalt sem á sína sigra og sorgir, sitt á hvað. Ætla má að margir hafi byggt hallir sínar þegar fyrir sjálfsaflafé en í góðæri síðustu ára hafi einhverjir tekið allt út á krít. „Myntkörfufólkið er víða, þeir þegnar þjóðfélagsins sem eru mjög skuldsettir og eiga varla fyrir salti í grautinn. Það er eitt af brýnustu verkefnum ríkisstjórnarinnar að taka á vanda og stöðu þess fólks,“ segir Hilmar Hólmgeirsson, íbúi við Marteinslaug. Mikið var um dýrðir á Íslandi árið 2000. Þá var þess minnst að þúsöld var liðin frá landafundum norrænna manna í Ameríku og jafnlangur tími var frá kristnitökunni á Íslandi. Voru götur í hverfinu nýja nefndar með tilliti til þessa. Landafundagöt- urnar eru til að mynda Vínlandsleið, Guðríðar- stígur og Grænlandsleið en götunöfn sem eiga að minna á kristnihaldið eru Prestastígur, Kirkju- stétt, Kristnibraut og Marteinslaug en sú síðast- talda er nefnd eftir heitri laug austur í Haukadal sem nefnd er eftir heilögum Marteini. Hilmar Hólmgeirsson býr með fjölskyldu sinni í litlu fjölbýlishúsi við Marteinslaug. „Í okkar stiga- gangi eru sex íbúðir og talsverður samgangur milli fólks, enda erum við flest á svipuðum aldri og með svipuð viðhorf og áhugamál. Ég hafði allan fyr- irvara á mér þegar ég flutti í þetta hverfi fyrir fimm árum, en ákvað þó að slá til. Allt frá upphafi hefur fjölskyldunni hins vegar líkað frábærlega hér. Mér finnst hverfið mjög þægilegt; héðan eru til dæmis þægilegar gönguleiðir í skógræktina hér fyrir ofan byggðina eða upp á Úlfarsfell. Uppi á hæstu bungu hér á Grafarholtinu sjálfu er sömu- leiðis mjög víðsýnt, þar blasir við Vífilsfellið, Blá- fjöllin, Reykjanesfjallgarðurinn, stærstur hluti höfuðborgarsvæðisins, Faxaflóinn og Snæfellsjök- ull,“ segir Hilmar, sem lofar hve vel er staðið að skólamálum í Grafarholtshverfi. „Börnin okkar tvö, þau Magnús Snær, sem er ellefu ára, og Ólína Sif, sem er tveimur árum yngri, eru í Sæmundarskóla. Skólinn er enn í bráðabirgðahúsnæði, skúrum sem er raðað saman í eina þyrpingu. Það breytir samt ekki því að kennurum og öðru starfsfólki hefur tekist að mynda þá menningu í skólanum að nemend- unum, sem eru um 200, líður vel og líklega þekkja flestir hver annan með nafni. Skógarferðir og bingókvöld eru reglulega á dagskrá og foreldra- starfið er öflugt. Margt í starfi skólans og þeim brag sem einkennir hverfið minnir mig stundum á mína eigin æsku, þegar ég var að alast upp í litlum bæ úti á landi þar sem krakkarnir þurftu einfald- lega að hafa ofan af fyrir sér sjálfir og finna sér eitthvað til dundurs.“ Fram er íþróttafélag Grafarholtsins og hefur starf þess í hverfinu verið að eflast smám saman. „Íþróttastarfinu er sinnt af mentaði og eins þjón- ustu borgarinnar. Áður fyrr var mikið talað um lyklabörnin í borginni sem gengu sjálfala eftir að skóladegi lauk og höfðu hvergi skjól. Núna er mál- um hins vegar svo komið fyrir að þegar skóladegi lýkur tekur frístundaheimilið við og þar hafa krakkarnir skjól uns foreldrarnir koma heim. Hins vegar vantar okkur tilfinnanlega sundlaug hér í hverfinu og vonandi kemur hún einhvern tíma á allra næstu árum,“ segir Hilmar. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Í aldamótahverfi 1Marteinslaug Reynisvatnsvegur Reynisvatn Úlfarsá Katrínarlind Þórðarsveigur Gvendargeisli Bis ku ps ga ta 2 3 1. Mér finnst til eftirbreytni hve vel er staðið að útivist- arsvæðunum hér í Grafarholti. Heiman frá mér er mjög skemmtileg gönguleið í skógræktarsvæðið hér skammt frá og þaðan er ekki langur gangur upp á Úlfarsfellið, en af því er mjög víðsýnt. Mér finnst góður og röskur klukkustundarlangur gangur allra meina bót fyrir líkama og sál. 2. Börnin okkar eru í Sæmundarskóla sem er ekki langt frá okkur. Mér finnst til eftirbreytni hvernig staðið er að skólastarfi, vel er haldið utan um nem- endur sem eru ekki svo margir að neinn gleymist eins og hætta er á í fjölmennari skólum. Þá er for- eldrastarfið mjög öflugt – og ýmsar skemmtilegar uppákomur eru reglulega. 3. Úr Grafarholtinu er ég skotfljótur í vinnuna en ég starfa á Bílaborg sem er á Stórhöfðanum. Kostir hverfisins eru satt að segja endalausir. Uppáhaldsstaðir Hilmars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.