SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 27
11. apríl 2010 27
Þ
að er ekki ský á himni, sólin hátt
á lofti, úti fyrir er 12 stiga hiti
samkvæmt mælaborði í suð-
urkóreskum bíl og marsmán-
uður er ekki á enda. Ferðinni er heitið í
Álafosskvosina, þar sem innan um öll gall-
eríin og handverksverkstæðin leynist hið
margfræga hljóðupptökuver Sundlaugin.
Nýverið stakk hljómsveitin Amiina sér
til sunds í lauginni og vann við upptökur á
annarri breiðskífu sinni. Það var því nóg
um að vera í hljóðverinu þegar blaðamað-
ur leit inn vopnaður myndavélinni.
Hljómsveitin hefur bætt við sig mann-
skap síðastliðin ár og telur nú sex meðlimi.
Til liðs við þær Eddu Rún Ólafsdóttur,
Hildi Ársælsdóttur, Maríu Huldu Markan
Sigfúsdóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur
eru gengnir þeir Magnús Tryggvason Eli-
assen trommuleikari og hljóðlistamað-
urinn Guðmundur Vignir Karlsson með
margir þekkja sem Kippa Kanínus.
Við vinnu sem þessa fer oft mikill tími í
að hlusta á upptökunar aftur og aftur.
Heyra hvað virkar og hvað mætti betur
fara. Þarf að bæta við röddum hér eða
trommum þar? Þegar blaðamann bar að
garði var verið að taka upp söng og
trommur í lagi sem ber vinnuheitið In The
Sun og var því töluvert rennsli á mann-
skapnum inn og út úr stjórnklefanum og
niður í sundlaugina. Passaði nafn lagsins
einstaklega vel við þennan sólríka dag.
Þeir Magnús og Guðmundur Vignir
standa ofan í djúpa endanum fyrir framan
hljóðnema með hristur og skeljar og hrista
þær listilega í takt á meðan Birgir, Edda,
María og Sólrún hlusta og meta afrakst-
urinn á bak við gler í stjórnklefa hljóð-
versins. Greinilegt er að mikil sum-
arstemning hefur myndast í hljóðverinu
og voru sólgleraugun oftar en ekki sett
upp meðan á tökum stóð.
Þegar svona vel viðrar í marsmánuði
hér á landi er varla annað hægt en að kalla
Álafosskvosina í Mosfellsbænum Havaí
norðursins. Eða eins og Birgir Jón Birg-
isson upptökustjóri orðaði það: „Magnús,
þetta er Havaí ekki Íbíza,“ þar sem Magn-
ús sat við trommusettið og gerði sig kláran
í upptöku.
Búast má við annarri plötu Amiinu með
haustinu.
Þetta er Havaí
ekki Íbíza!
Hljómsveitin Amiina hélt sig innan-
dyra í góðviðrinu á dögunum og vann
hörðum höndum að upptökum á sinni
annarri breiðskífu í Sundlauginni.
Texti og myndir: Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Magnús hlustar á trommuleik sinn.
Hildur Ársælsdóttir lætur sólina ekki trufla sig með-
an á upptökum stendur í lauginni.
’
Úti fyrir er 12
stiga hiti sam-
kvæmt mæla-
borðinu í suðurkór-
eskum bíl og
marsmánuður er
ekki á enda.
Magnús Tryggvason Elias-
sen og Guðmundur Vignir
Karlsson gera klárt fyrir upp-
töku og Birgir Jón Birgisson
kemur sér upp í stjórnklef-
ann.
Birgir í smá pásu og Kippi við stjórnvölinn.