SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 26
26 11. apríl 2010 F yrir skömmu var þeirri skoðun lýst í brezka vikuritinu The Economist, að hin alþjóðlega fjármálakreppa, sem nú hefur bráðum staðið í þrjú ár væri að leiða til grundvallarbreytinga á viðhorfum Bandaríkjamanna til lífs og tilveru. Í stað samfélags, sem byggði á mikilli neyzlu og almennri skuldasöfnun væri sparnaður að aukast og meiri áherzla lögð á útflutn- ing. Dregið hefði úr fasteignakaupum og fólk keypti minni hús en áður. Kred- itkortum í umferð hefði fækkað um 20% og áherzla lögð á kort, þar sem skuldin væri greidd upp í hverjum mánuði. Slík breyting gerist ekki á einum degi en verði hún varanleg verða áhrifin gífurleg, þeg- ar fram í sækir. Nokkru áður hafði sama blað velt því fyrir sér, hvort hið „engilsaxneska mód- el“ að samfélagi, sem byggðist á fjár- málalegum töfrabrögðum og verðbólum á fasteignamörkuðum, væri á undanhaldi en að „þýzka módelið“, sem byggðist á nánu samstarfi verkalýðshreyfinga og stjórnenda fyrirtækja, stefnumörkun fyrirtækja með langtíma ávinning í huga og framleiðslu ekki síður en þjónustu, tæki við. Sparnaður og vinnusemi réði ríkjum. Þjóðverjar færu sér hægt. Væru lítið fyrir breytingar og byltingar og lífs- reynzla þeirra hefði kennt þeim að meta farsæld í lífinu. Það er áhugaverð spurning, hvort bankahrunið, sem hér varð fyrir 18 mán- uðum, eigi eftir að hafa í för með sér grundvallarbreytingu á lífsviðhorfi Ís- lendinga og mati fólks á lífsgæðum. Stundum gerast þeir atburðir í lífi ein- staklinga eða fjölskyldna að lífsviðhorf breytist á augabragði. Það sem áður þótti eftirsóknarvert verður einskis virði. Það sem áður þótti engu skipta verður grundvallaratriði í lífinu. Þetta gerist, þegar mikil áföll verða vegna veikinda eða dauðsfalla eða af öðrum ástæðum. Bankahruninu verður ekki jafnað við þá atburði í sögu þjóðarinnar fyrr á öld- um, þegar kólnandi veðurfar, nátt- úruhamfarir af ýmsu tagi, drepandi pest- ir og aflabrestur leiddu til mikils skepnufalls og meiriháttar mannfalls. En í lífi Íslendinga nútímans verður banka- hrunið og allt sem því fylgdi atburður, sem ekki gleymist. Atburður, sem er lík- legur til að hafa mótandi áhrif á þá, sem hann upplifðu, ekki sízt millikynslóðina, sem fram að þeim tíma hafði litlu öðru kynnzt en velgengni. Á tíunda áratug síðustu aldar hafði ég stundum orð á því við hina upprennandi kynslóð, að við Íslendingar værum fiski- menn, sem lifðum langt norður í höfum. Á því yrði engin breyting í meginefnum, þótt ýmislegt hefði komið til, sem hefði skotið fleiri stoðum undir afkomu okkar. Slíkum athugasemdum var tekið með brosi á vör en úr augum og lát- bragði mátti lesa: hann er orðinn gamall og fylgist ekki lengur með tímanum. Umfjöllun The Economist – blaðs, sem á sér meira en 150 ára sögu – sem vitnað var til hér að framan, er vísbending um að þjóðir Vesturlanda séu að byrja að ná áttum. Engum þarf að koma á óvart, þótt það hafi gerzt fyrr í Þýzkalandi en annars staðar. Engin þjóð í okkar heimshluta hefur upplifað annað eins hrun og hörm- ungar eftir að hafa hreykt sér hátt sem herra Evrópu nokkrum misserum áður. Vesturlandabúar hafa lifað góðu lífi á því að láta fátækt fólk í öðrum heimshlutum framleiða fyrir sig ódýrar vörur. Það er okkur sjálfum og nágrannaþjóðum okkar til farsældar að átta okkur á, að við getum ekki bara lifað á framleiðslu annarra heldur verðum að leggja okkar af mörk- um sjálf á þeim sviðum, sem við þekkjum bezt til. Nú er sjávarútvegurinn á ný grundvall- aratvinnuvegur íslenzku þjóðarinnar og við eigum að vera stolt af því og nýta hæfni og þekkingu nýrra kynslóða til að þróa þann atvinnuveg áfram. Fiskurinn hefur alltaf skipt sköpum í lífi þessarar þjóðar, gerir enn og mun gera um langa framtíð. Landbúnaðurinn hefur líka fylgt okkur frá upphafi Íslandsbyggðar. Það á ekki að gera lítið úr honum eins og marg- ir hafa tilhneigingu til að gera heldur hefja hann til vegs á ný. Stóru fyrirtækja- samsteypurnar, sem urðu til um og upp úr aldamótum, eru fallnar en litlu einka- fyrirtækin og fjölskyldufyrirtækin, sem hurfu í skuggann af þeim stóru, standa fyrir sínu. Þegar veröldin hrynur er skynsamlegt að leita til upphafsins og byrja að rækta garðinn sinn á ný. Við Íslendingar gerðum okkur háar hugmyndir um sjálfa okkur og stöðu okkar í veröldinni um skeið. Einkaþot- urnar, sem ekki var þverfótað fyrir á Reykjavíkurflugvelli, voru birting- armynd þess hugarheims. Það eru önnur lífsgæði eftirsókn- arverðari en þau að fljúga um í einkaþot- um eða að ráðamenn Íslendinga telji sig vel til þess fallna að leysa vandamál ann- arra þjóða. Væntanlega hefur bankahrunið opnað augu okkar fyrir því, að það sem mestu skiptir í lífi Íslendinga er að byggja hér upp farsælt samfélag, sem byggir á hóf- semi, vinnusemi og nægjusemi og hæfi- legum jöfnuði í lífsafkomu. Saga okkar sýnir, að of mikill efnamunur er til bölv- unar í því fámenni, sem við búum við hér. Þarf metnaður okkar fyrir hönd þess- arar þjóðar að vera meiri? Við búum í stórkostlegu landi. Náttúra þess er ein- stök þótt hún geti verið grimm eins og hörmulegir atburðir síðustu daga eru enn ein áminning um. Með því að setja þjóðinni slík raunhæf og hófsöm markmið á 21. öldinni mun fólki líða betur og þá verður auðveldara að ná þeirri sátt, sem er nauðsynleg í stað þess sundurlyndis, sem nú tröllríður samfélaginu – og ekki í fyrsta skipti – sem allir eru orðnir dauðþreyttir á. Að búa í sátt og samlyndi í þessu fallega landi er eftirsóknarvert. Kannski er betri jarðvegur fyrir þau lífsgæði en áður. Að búa í sátt og samlyndi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Í dagrenningu fimmtudaginn 11. apríl 1996 fór lítil eins hreyfils og fjögurra sæta Cessna-flugvél í loft- ið frá flugvellinum í Cheyenne í Wyoming-ríki í Bandaríkjunum í úrhellisrigningu og hagléli. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við stjórnvölinn var sjö ára gömul stúlka, Jessica Dubroff að nafni, en hún hugðist freista þess að verða yngsti flugmaðurinn í sögunni til að fljúga milli stranda í Bandaríkjunum. Metið átti Tony nokkur Aliengena sem flaug níu ára milli stranda árið 1988. Jessica hóf flugnám fimm mánuðum fyrr og hafði 33 flugtíma að baki. Til þess að sjá upp fyrir mælaborðið sat hún á sessu og smíða varð framlengingu á fótstigin svo hún gæti beitt hliðarstýrum. Mettilraunin hófst sólarhring áður í San Francisco og stóð til að Jessica stjórnaði vélinni alla leið- ina en formlega var flugkennarinn, Joe Reid, flugstjóri ferðarinnar. Uppátækið hafði vakið gríðarlega athygli fjölmiðla og fjöldi fólks fylgdist með flugtaki vélarinnar þennan örlagaríka morgun. Jessicu litlu varð ekki að ósk sinni en nokkrum mín- útum eftir flugtak frá Cheyenne missti vélin hæð og steyptist til jarðar í íbúðahverfi með þeim afleiðingum að Jessica, faðir hennar Lloyd Dubroff og flugkennarinn létust öll samstundis. Sjónarvottur sagði flugvélina hafa spunnið í jörðina. Engan sakaði á jörðu niðri. Niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa var á þann veg að Reid hefði gert mistök með því að fara í loftið við ört versnandi veðurskilyrði en þrumveður var í aðsigi. Nefndin harmaði að flugstjórinn hefði tekið þessa ákvörðun til að halda óhóflega metnaðarfulla ferða- áætlun, að hluta til vegna þrýstings frá fjölmiðlum. Að vonum vakti málið heimsathygli og sérfræðingar í flugmálum drógu strax í efa skynsemi metflugstilrauna af þessu tagi. Skömmu síðar var sett löggjöf sem kemur í veg fyrir að fólk sem ekki hefur lokið einkaflugmanns- prófi geti stjórnað loftfari í þeim tilgangi að slá met eða taka þátt í flugkeppni. Samkvæmt lögum vestra fær enginn flugskírteini fyrr en við sextán ára aldur. Hver var hvatinn að fluginu? En hvers vegna leyfðu foreldrar Jessicu litlu henni að tefla lífi sínu í hættu með þessum hætti? Sumum þótti peningalykt af málinu. Faðir hennar varð gjaldþrota þremur árum áður og móðir hennar, Lisa Blair Hatha- way, hafði á tímabili neyðst til að búa í yfirgefnu húsi ásamt þremur börnum sínum og þiggja ölmusu. Þau Du- broff giftust aldrei og hann bjó með annarri konu þegar hann lést. Eitthvað hefur Lloyd Dubroff verið farinn að hressast fjárhagslega, alltént hafði hann efni á því að greiða fyrir flugtíma Jessicu og Joe Reid fyrir flugið sjálft, alls 15 þúsund Bandaríkjadali, þ.e. tæpar tvær milljónir króna á núvirði. Kunnugir halda því fram að hann hafi ætlað að standa straum af kostnaði við ævin- týrið með því að skrifa um það bók. Það kom síðar í hlut Hathaway eftir slysið. Jessica gekk ekki í skóla og Dubroff lét hafa eftir sér í viðtali skömmu fyrir slysið að flugið væri upplögð leið fyrir hana til að læra stærðfræði, landafræði og eðl- isfræði, auk þess að spá um veðrið. „Þetta er ódýrara en einkaskóli,“ sagði Dubroff við blaðið The Examiner. Í viðtalinu viðurkenndi hann að hafa átt hugmyndina að fluginu en Jessica hefði átt lokaorðið. Við skulum rifja upp að hún var aðeins sjö ára. Ýmsum þótti nóg um markaðsstarf Dubroffs í kring- um flug dóttur sinnar. Hann setti sig í samband við Hvíta húsið og bauð Bill Clinton, þáverandi Bandaríkja- forseta, að sitja í vélinni með Jessicu, hnippti í Heims- metabók Guinness og bauð ABC-sjónvarpsstöðinni að setja upp myndavél í stjórnklefa flugvélarinnar. Minja- gripir á borð við derhúfur og boli voru framleiddir í massavís. Móðir Jessicu auglýsti kinnroðalaust reikn- ingsnúmer fyrir þá sem vildu leggja verkefninu lið og ætlaði að skipuleggja dag, þar sem áhugasamir áttu að fá tækifæri til að hitta Jessicu. Ekki varð af honum. orri@mbl.is Feigðar- flug sjö ára stúlku Jessica litla Dubroff var ákaflega stoltur flugmaður. Til þess að sjá upp fyrir mælaborðið sat hún á sessu og smíða varð fram- lengingu á fótstigin svo hún gæti beitt hliðarstýrum. Flak vélarinnar rannsakað á slysstað í Cheyenne. Á þessum degi 11. apríl 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.