SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 25
11. apríl 2010 25
maður eftir því að fólk situr úti í sal og skilur ekki
baun, ekkert frekar en þeir sem eru uppi á svið-
inu.“
Þegar þú ákvaðst að leggja fyrir þig sönginn
hugsaðirðu þá: ég vil vera sá besti, allavega einn
af þeim allrabestu?
„Nei, það hef ég aldrei gert. Ég hef ekki gaman
af söngnum nema ég leggi mig fram og geri eins
vel og ég get. Ég er alltaf í keppni við sjálfan mig.
Kannski er það þess vegna sem ég fæ að syngja í
úrvalsdeildinni.“
Þú ert menntaður líffræðingur frá Háskóla Ís-
lands og fórst svo í söngnám. Var einhvern tíma
efi í huga þér að þú værir að fara rétta leið með
því að gerast atvinnusöngvari?
„Á tímabili var ég skelfilega metnaðarlaus. Ég
vildi bara hafa gaman af því að vera í músík og
hafa þannig í mig og á sem söngvari, sem var al-
gjörlega óraunhæft hér á Íslandi. Ég man ekki eftir
tímapunkti þar sem ég hugsaði: Nú ætla ég að
verða söngvari og hætta að vera líffræðingur.
Þarna voru einhver fljótandi mörk sem ég geri
mér ekki alveg grein fyrir. Nema hvað, ég stund-
aði sönginn í frístundum og var líffræðikennari í
Menntaskólanum við Sund. Einn veturinn áttaði
ég mig á því að ég hafði engan tíma til að kenna,
ég var svo upptekinn á skrifstofunni minni við að
læra nótur. Við kennsluna notaði ég aðferð sem ég
hafði lært í uppeldis- og kennslufræðinni, skipti
bekkjunum upp í pör þar sem einstaklingur A
kennir B fyrri helming tímans og svo öfugt. Það
kom í ljós að ég hefði kannski átt að gera þetta öll
árin sem ég kenndi því krakkarnir lærðu svo vel af
þessu. En þegar ég sá að áhuginn á kennslu var að
víkja fyrir söngnum ákvað ég að fara til útlanda í
söngnám. Konan mín, Ásgerður, sem ég á meira
að þakka en flestum í sambandi við sönginn, sagði
að ég yrði að fara út, það tæki enginn mark á mér
hér heima nema ég væri búinn að syngja í útlönd-
um. Fyrst hún sagði það þá hlýddi ég því og fór í
söngnám til Vínar.“
Glíma við tilfinningar
Hver hefur kennt mér mest um söng?
„Guðmundur Jónsson var minn fyrsti kennari
og ég er honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa
lagt grunninn að mér sem söngvara. Hann kenndi
mér stærstan hlutann af því sem ég byggi á. Ég
lærði líka mikið af síðasta söngkennaranum mín-
um, John Bullock. Hann var mjög upptekinn af
því hvernig tilfinningin virkjar líkamann og
hvernig allt sem söngvari syngur, hvert einasta
orð, eigi að vera tilfinningahlaðið. Hann sagði við
mig: Ef þú setur ekki tilfinningu í sönginn þá get-
urðu alveg eins lesið textann. Ég lærði hjá honum í
Washington í eitt ár, var stundum í tímum fjórum
til fimm sinnum í viku. Bullock gjörbreytti mér
sem söngvara. Hann var frábær og nálgaðist söng-
inn frá hlið sem ég þekkti, var með módel af þver-
skornum haus, með barkakýli og holrúmum í
höfðinu, og sýndi hvernig þetta virkaði allt sam-
an. Hann talaði mitt tungumál því ég kom beint
úr líffræðinni. Og svo var tilfnninganálgunin, sem
er stórkostlegur hlutur.
Fyrir mér er starf óperusöngvarans glíma við
texta og tilfinningar og tengsl á milli persóna.
Söngurinn er verkfæri, eins og hljóðfærin í hljóm-
sveitargryfjunni. Ef ég heyri fallegan söng án
túlkunar þá er ég farinn að hrjóta eftir fimm mín-
útur. Ég vil miklu heldur söng sem er kannski
ekki tæknilega fullkominn en ber í sér sannar til-
finningar. Sjálfur á ég erfitt með að syngja texta
sem ekki felur í sér tilfinningar.“
Dóttir Johns Bullocks, Sandra Bullock, er stór-
stjarna í Hollywood og óskarsverðlaunahafi.
Kynntistu henni þegar þú varst í námi hjá föður
hennar?
„Ég hitti hana nokkrum sinnum og þá var hún
ósköp venjuleg skólastelpa. Ég var í tíma hjá Bul-
lock eitt sinn þegar síminn hringdi. Hann svaraði
og sagði: Hvað segir kvikmyndastjarnan mín í
dag? Eftir símtalið rak ég upp stór augu og sagði:
Kvikmyndastjarna? Hann sagði mér að dóttir
hans, Sandra, vildi verða leikkona en hann væri
alltaf að segja henni að hún yrði að læra eitthvað
því það væri bara einn af þúsund sem næði frama í
Hollywood. Ég hugsaði ekkert meira um þetta en
fimmtán árum seinna sá ég auglýsingu um að
Sandra færi með aðalkvenhlutverkið í Speed.“
Sandra komst til Hollywood og þú fórst að
syngja í frægustu óperuhúsum heims, þar á
meðal Metropolitan. Allir sem leggja fyrir sig óp-
erusöng hljóta að láta sig dreyma um að syngja í
Metropolitan.
„Mig dreymdi aldrei um það, einfaldlega vegna
þess að það var í huga mér fjarlæg og fáránleg
hugmynd. Það var svo stórkostlegt fólk sem söng
þar. En ég fór að fá sífellt meira að gera og svo
kom að því að ég var farinn að syngja í frægum
óperuhúsum. Þetta var ákveðinn tröppugangur.
Þegar ég söng svo í óperuhúsinu í París söng ég
með mörgum söngvurum sem sungu líka í Met-
ropolitan-óperunni. Maður ber sig saman við aðra
og einhvern tímann hugsaði ég: Ef þessi söngvari
getur sungið í Metropolitan þá get ég það líka. Þá
gerði ég mér grein fyrir því að sennilega væri
þetta bara tímaspursmál. Eitt kvöldið heyrði am-
erískur umboðsmaður í mér á sýningu í París og
áður en ég vissi af var ég kominn með tilboð frá
Metropolitan.“
Nota ekki stór orð
Hvernig var fyrsta kvöldið í Metropolitan?
„Fyrsta kvöldið á Metropolitan var ég syngja í
Valkyrjunum eftir Wagner með Placido Domingo
og Deborah Voigt og James Levine stjórnaði. Ég
var að hlaupa í skarðið fyrir annan söngvara og
var að syngja hlutverkið í fyrsta sinn og þar að
auki hafði ég ekki hitt hljómsveitarstjórann. Ég
var í hlutverki ruddans Hunding. Hunding getur
aldrei orðið sannfærandi sem ruddi og ógnvaldur
ef hann er sífellt glápandi á hjómsveitarstjóra. –
Jafnvel ekki stórmeistara eins og James Levine. Ég
ákvað að syngja beint út í salinn og hljómsveit-
arstjórinn yrði bara að gjöra svo vel að fylgja mér.
Ég var mjög stressaður og skalf á beinunum áður
en ég fór á svið. Allt sem ég söng öskraði ég í and-
litið á Domingo. Að sýningu lokinni hringdi Le-
vine í búningsherbergið mitt og þakkaði mér fyrir
hvað það hefði verið auðvelt að fylgja mér.“
Óperusöngvarar hafa þá ímynd að vera fyrir-
ferðarmiklir, kröfuharðir, uppstökkir, sem sagt
sannar prímadonnur. Er það þannig?
„Ég hef örsjaldan orðið var við þetta en lang-
flestir óperusöngvarar eru bara venjulegt fólk.
Eins og til dæmis Placido Domingo. Í lokaæfingu á
Valkyrjunum börðumst við með sverðum og sverð
Domingo átti að brotna á ákveðnu augnabliki, en
það var takki á sverðinu sem hann átti að ýta á svo
það brotnaði. Á æfingunni hrökk sverðið í sundur
á röngu augnabliki. Ef þetta hefði gerst á frum-
sýningu hefði það orðið stórmál. Domingo horfði
á brotið sverðið og sagði: Ég gerði ekki neitt. Hann
var eins og lítill strákur að segja: Það var ekki ég
sem skemmdi þetta! Hann henti brotnu sverðinu
ekki í gólfið eða var með læti eins og einhver
prímadonnan hefði gert.
Hæfileikaríkt fólk sem er öruggt í starfi sínu er
yfirleitt alþýðlegt og þægilegt. Ef einhver er með
stæla þá kemur það í bakið á honum. Ef viðkom-
andi er stjarna fær hann vissulega vinnu en fé-
lagslega er hann einangraður því það nennir eng-
inn að tala við hann. Við sjáum dæmi eins og
Kathleen Battle sem var með svo ótrúlega rudda-
lega framkomu gagnvart samstarfsfólki sínu að
hún var að lokum rekin frá Metropolitan og hefur
ekki stigið fæti sínum þar inn síðan. Það hefur
heldur lítið heyrst af henni eftir það.“
Þú hefur einmitt orð á þér fyrir að vera ein-
staklega þægilegur maður og fullkomlega laus
við stjörnustæla.
„Ég hugsa fram á við og nota ekki stór orð. Þeir
sem nota stór orð verða að geta staðið við þau. Það
er aldrei gáfulegt að gefa yfirlýsingar um að mað-
ur sé hálfguð. Kannski finnst manni maður vera
það á einhverjum augnablikum en svo kemur að
því að maður er það ekki lengur, og hvað þá?“
Morgunblaðið/Árni Sæberg