SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 39
11. apríl 2010 39 Ú t um glugga í íbúð í Vallecas-hverfi sést grilla í sólarglætu í fyrsta sinn í marga daga, ótrúlegt en satt, því sólin skín hér venjulega skært árið um kring. Madrileños eða Madrídbúar láta sólarskort ekki hindra sig á nokkurn hátt, borgin er alltaf jafn hávaðasöm og full af fólki. Santiago de Bernabéu, hinn óendanlega fallegi Retiro- almenningsgarður (þar sem allir fara í lautarferð, leigja árabát og unglingar kela), Prado-safnið, San Miguel-markaðurinn og konungshöllin fræga eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna. En þar endar ekki listi frábærra staða til þess að sjá. Hverfi borgarinnar eru jafn fjöl- breytt og þau eru mörg. Lavapiés er alþjóðlegt hverfi sem geymir ógrynni af indverskum, afrískum og arabískum veitingastöðum og ekki má gleyma Melo’s, galisíska veit- ingastaðnum sem er svo vinsæll að maður kemst varla fyrir þar inni. Í Malasaña má finna að degi til fólk sem er að rölta í litlar retró- búðir og gera kostakaup á ein- hverjum óþarfa, fær sér „cupcake“ í Happy Days-bakaríinu eða pítsusneið á La Vita é Bella. Að kvöldi til sækir ungt fólk þangað til þess að hlusta á tónlist, dansa á troðfullum klúbbi eða spila á spil á Estar Café á meðan það gæðir sér á ömmusmákökum og pínulitlum kaffibolla. Chueca-hverfi geymir marga LGBT-skemmtistaði og ýmsar litlar verslanir. Ekkert jafnast á við bjór í frosnu glasi á aðaltorginu á heitu sumarkvöldi og ekki má gleyma „stelpuskemmtistaðnum“ Fulanita de Tal. Hjá Huertas má finna barinn „Sesam-hellinn“ þar sem boðið er upp á að hlusta á píanóleik manns sem spilar jólalög um sumar og verður reiður ef maður klappar (hann sýnir það með handahreyf- ingum og sussi) og ódýrt sangría sem borið er fram af eldri mönnum í rauðum jakkafötum. Í Tirso de Molina er veitingastaðurinn Casa Gra- nada uppi á svölum sjöundu hæðar með fallegt útsýni og góðar hvítlauksrækjur. Í flestum hverf- um er hægt að finna merkilega ódýra staði, t.d. barinn El Outlet þar sem bjórinn kostar 0,50 og ekki má gleyma fræga „skinkusafninu“ Museo del Jamón þar sem svínslæri skreyta alla veggi og samloka (með skinku auðvitað) kostar 1. Margt ungt fólk kýs þó heldur „Bottellón“, þar sem vinahópurinn kaupir saman nokkrar rommflöskur og lítraflöskur af bjór og safnast saman á torgum borgarinnar. Morgunverðarmenningin er stór þáttur í borgarlífinu, og hræódýran morgunverð má fá á flestum veitingahúsum þar sem boðið er upp á ristað brauð með tómatmauki og serrano- skinku. Bókabúðin Panta Rhei, rómantíska gjafa- vöruverslunin Nest og hárgreiðslustofan Corto y Cambio eru einnig ferðarinnar virði. Þegar veður leyfir, frá u.þ.b. apríl fram í lok október, sitja borgarbúar úti á veröndum veit- ingastaða og fá sér kalt vín borið fram í vatns- glasi, tapas og sólblómafræ og njóta hverrar ein- ustu mínútu góðs veðurs og enn betri félagsskapar, því að mínu mati er hvergi auðveld- ara að kynnast áhugaverðu fólki og nýir vinir virðast leynast við hvert einasta götuhorn. Silja Hlín Guðbjörnsdóttir Póstkort frá Madrid Silja Hlín Guðbjörnsdóttir ’ Madrídbúar láta sól- arskort ekki hindra sig á nokk- urn hátt, borgin er alltaf jafn hávaða- söm og full af fólki. Um 70% Ganamanna eru kristin og Andra þykir fólkið þar almennt glaðara og andrúmsloftið léttara en í múslím- asamfélögum eins og Senegal og Mar- okkó. Auðvelt er að eiga samskipti við Ganamenn en þeir tala upp til hópa góða ensku. Andri ber íbúum landsins almennt vel söguna. „Þetta er mjög al- mennilegt og duglegt fólk.“ Ýmislegt hefur þó komið Andra í opna skjöldu, eins og að sjá fólk sofa á stöplum milli akreina á fjölförnum um- ferðargötum. Það er víst algeng sjón í Gana. Það er eins gott að menn bylti sér ekki mikið í svefni. Andri er að jafnaði í fjórar vikur í senn í Gana. Þá fær hann frí í hálfa fjórðu viku og notar tækifærið til að koma heim. Eiginkona hans er Karin Milda Varðardóttir og eiga þau tvö börn, tveggja og sex ára. Gæslan undirmönnuð „Stærsti gallinn við þessa vinnu er að vera svona mikið í burtu frá fjölskyld- unni. Ég lít hins vegar á þetta sem tímabundið ástand. Stefnan er að fá sem fyrst vinnu hér heima aftur,“ segir Andri. Spurður hvort ekki kæmi til greina að fjölskyldan færi utan til hans svarar hann neitandi. Frúin sé með vinnu hér heima og börnin í skóla og leikskóla. „Íslensku skólarnir eru betri en skól- arnir í Gana.“ Raunar kemur Andri hugsanlega til með að verða eitthvað heima í sumar en Landhelgisgæslan vill fá hann í tíma- bundið verkefni. Það er þó háð því að NHV gefi honum frí. NHV hefur gert samning til fimm ára um þyrluþjónustu í Gana og Andra stendur til boða að vera þar áfram. Hann segir það koma til greina en ætlar að endurmeta stöðuna um næstu ára- mót. „Þá vona ég að íslensk stjórnvöld verði búin að gera eitthvað í málum Gæslunnar. Það er ekkert launungarmál að Gæslan er undirmönnuð. Það má ekkert út af bera. Meira en hálft árið er ekki hægt að senda þyrlu lengra en 20 sjómílur, þar sem aðeins er hægt að manna eina björgunarvakt. Uppsagn- irnar í fyrra voru algjört neyðarúrræði. Vonandi þarf ekki alvarlegt slys til að menn átti sig á þessu. Hvernig ætla menn til dæmis að bregðast við fari Katla að gjósa?“ Villan sem Andri og félagar búa í. Þrjár sundlaugar eru á lóðinni. Prýðilega fer um menn. Eldsneyti dælt á þyrluna hans Andra á flugvellinum í Takoradi. Bátasmiðir í Gana að störfum. Hitinn þar syðra getur verið óbærilegur. ’ Ýmislegt hefur þó komið Andra í opna skjöldu, eins og að sjá fólk sofa á stöplum milli ak- reina á fjölförnum umferðargötum. Það er víst algeng sjón í Gana. Það er eins gott að menn bylti sér ekki mikið í svefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.