SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 36

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Side 36
Gægst inn í dyngjuna Gegnsæ efni, silki, blúndur og undirfatnaður sem sést í gegnum fötin voru allsráðandi þegar hönnuðir á borð við Christian Dior og Nina Ricci kynntu tískulínur sínar fyrir komandi vor- og sumarvertíð. Þar fengu falleg blúndu- brjóstahöld að kíkja undan þunnum siffonblússum og rauðir síðkjólar voru gerðir enn dramatískari með svörtum undirfötum sem fengu óhindrað að sjást í gegn. Litatónarnir á pöllunum sem og í verslunum eru þó almennt af mildara tag- inu; mjúkir pastellitir undirstrika kvenleikann og kynþokkinn nýtur sín með satínáferð og silki en hvorttveggja má tengja dyngju og munúð þokkadís- arinnar. Þetta endurspeglast nokkuð í fataverslunum Kringlunnar um þessar mundir, þótt búast megi við að slíkum þunnum og ljósum spjörum fjölgi enn þegar nær dregur sumri og sól hér á ísa köldu landi. M or gu nb la ði ð/ Er ni r Kjóll: Top Shop 14.990 kr. Babydoll með g-streng: La Senza 7.900 kr. Brjóstahaldari m/svartri blúndu: La Senza 7.900 kr. Nærbuxur: La Senza 4.290 kr. Brjóstahaldaratoppur: Top Shop 6.990 kr. Þ að eru ólíkir straumar sem virðast ætla að skila sér af tískupöllunum í sumar- tískuna 2010, ef marka má úrvalið sem tekið er að birtast í fataverslunum þessa dagana. Þó virðist þrjár lykilstefnur vera ráðandi sem ættu að henta ólíkum smekk tískumeðvitaðra drósa. Þær geta þannig leikið sér að því að klæðast í anda hippatísku sjöunda áratugarins, í takt við munúðarfullar þokkadísir svarthvítu kvikmyndanna eða í fullkominni þversögn við hvorttveggja: eins og harð- snúnir töffarar í hermannastíl. Eigi konur erfitt með að velja þurfa þær þó ekki að örvænta því inn á milli má finna fatnað og fylgihluti sem virðast vera skemmtileg blanda af þessu þrennu. Þannig er ekki óhugsandi að friðelskandi herkona í munaðarfullum undirklæðum dúkki upp á götum og torgum í sumar. Hippaleg, munúðarfull eða hermannleg Sumartískan er stútfull af hrópandi andstæð- um og ólíkum þáttum. Flestar konur ættu því að geta fundið fjölina sína í fatnaði sumarsins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Oscar De La Renta Blúndublússa: Warehouse 8.990 kr. Skór: Bossanova 8.600 kr. Pils: Vero Moda 4.990 kr. Veski: Accessorize 5.949 kr. Christian Dior Tíska 36 11. apríl 2010

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.