SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 36
Gægst inn í dyngjuna Gegnsæ efni, silki, blúndur og undirfatnaður sem sést í gegnum fötin voru allsráðandi þegar hönnuðir á borð við Christian Dior og Nina Ricci kynntu tískulínur sínar fyrir komandi vor- og sumarvertíð. Þar fengu falleg blúndu- brjóstahöld að kíkja undan þunnum siffonblússum og rauðir síðkjólar voru gerðir enn dramatískari með svörtum undirfötum sem fengu óhindrað að sjást í gegn. Litatónarnir á pöllunum sem og í verslunum eru þó almennt af mildara tag- inu; mjúkir pastellitir undirstrika kvenleikann og kynþokkinn nýtur sín með satínáferð og silki en hvorttveggja má tengja dyngju og munúð þokkadís- arinnar. Þetta endurspeglast nokkuð í fataverslunum Kringlunnar um þessar mundir, þótt búast megi við að slíkum þunnum og ljósum spjörum fjölgi enn þegar nær dregur sumri og sól hér á ísa köldu landi. M or gu nb la ði ð/ Er ni r Kjóll: Top Shop 14.990 kr. Babydoll með g-streng: La Senza 7.900 kr. Brjóstahaldari m/svartri blúndu: La Senza 7.900 kr. Nærbuxur: La Senza 4.290 kr. Brjóstahaldaratoppur: Top Shop 6.990 kr. Þ að eru ólíkir straumar sem virðast ætla að skila sér af tískupöllunum í sumar- tískuna 2010, ef marka má úrvalið sem tekið er að birtast í fataverslunum þessa dagana. Þó virðist þrjár lykilstefnur vera ráðandi sem ættu að henta ólíkum smekk tískumeðvitaðra drósa. Þær geta þannig leikið sér að því að klæðast í anda hippatísku sjöunda áratugarins, í takt við munúðarfullar þokkadísir svarthvítu kvikmyndanna eða í fullkominni þversögn við hvorttveggja: eins og harð- snúnir töffarar í hermannastíl. Eigi konur erfitt með að velja þurfa þær þó ekki að örvænta því inn á milli má finna fatnað og fylgihluti sem virðast vera skemmtileg blanda af þessu þrennu. Þannig er ekki óhugsandi að friðelskandi herkona í munaðarfullum undirklæðum dúkki upp á götum og torgum í sumar. Hippaleg, munúðarfull eða hermannleg Sumartískan er stútfull af hrópandi andstæð- um og ólíkum þáttum. Flestar konur ættu því að geta fundið fjölina sína í fatnaði sumarsins. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Oscar De La Renta Blúndublússa: Warehouse 8.990 kr. Skór: Bossanova 8.600 kr. Pils: Vero Moda 4.990 kr. Veski: Accessorize 5.949 kr. Christian Dior Tíska 36 11. apríl 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.