SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 20
20 11. apríl 2010 Í slenskir handboltamenn eru eft- irsótt vinnuafl í 1. deildinni í Þýskalandi, einni sterkustu deild í heimi. Skyldi engan undra, „strák- arnir okkar“ hafa snúið heim frá síðustu stórmótum skreyttir í bak og fyrir. Hjá Rhein-Neckar Löwen leika um þessar mundir þrír Íslendingar, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Sá síðastnefndi hefur raunar neyðst til að horfa á félaga sína frá hliðarlínunni að undanförnu vegna meiðsla. Það var einmitt raunin í öruggum sigri Ljónanna á Dormagen, 37:24, á dögunum. „Blessaður vertu það er hundleiðinlegt að sitja fyrir utan völl- inn. Og miklu meira stressandi. Það er óþolandi að geta ekki haft nein áhrif á leikinn,“ segir Guðjón Valur. Hornamaðurinn marksækni hefur ver- ið frá æfingum og keppni í átta vikur en læknar tjáðu honum á sínum tíma að gera ráð fyrir tólf vikum. „Ég veit ekki annað en ég sé á áætlun en maður verður fljótt óþolinmóður þegar maður er meiddur og ég ætla að koma heim í næstu viku og kíkja á læknateymi landsliðsins. Vonandi kemst ég sem fyrst í gagnið aftur.“ Rhein-Neckar Löwen leikur heimaleiki sína í glæsilegri höll í Mannheim, SAP Arena, sem tekur 13.200 manns í sæti. Bekkurinn var þó óvenju strjált setinn gegn Dormagen, aðeins um 5.000 manns, enda stíft leikið þessa dagana og áhorfendur líklegri til að mæta á stærri leikina. Löwen er í fjórða sæti deild- arinnar en Dormagen heyr hatramma baráttu við falldrauginn. Guðjón Valur segir stemninguna fína í SAP Arena en viðurkennir að lætin séu jafnan meiri í smærri höllum. Nefnir hann KA-heimilið á Akureyri sérstaklega í því sambandi. Hann er örugglega vel- kominn aftur þangað hvenær sem er. SAP Arena er fjölnota höll en íshokkílið Mannheim hefur einnig aðsetur þar. Þá eru reglulega haldnir tónleikar í höllinni. Guðjón Valur getur sér þess til að hún sé bókuð eitt hundrað daga á ári. Það er stór helgi hjá Rhein-Neckar Lö- wen. Á laugardag mætir liðið Gummers- bach í undanúrslitum þýska bikarsins og beri liðið sigur úr býtum tekur það þátt í úrslitaleiknum á sunnudag. Ljónin leika sér að bráðinni Bak við tjöldin Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mikið er um Guðjón Valur segir mun erfiðara að horfa á leiki en taka þátt í þeim. Snorri Steinn gefur stuðningsmönnum Rhein-Neckar Löwen eiginhandaráritanir. Stuðningsme Landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson í SAP Arena í Mannheim. Höllin er afar glæsileg og tekur hvorki fleiri né færri en 13.200 manns í sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.