SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 20

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 20
20 11. apríl 2010 Í slenskir handboltamenn eru eft- irsótt vinnuafl í 1. deildinni í Þýskalandi, einni sterkustu deild í heimi. Skyldi engan undra, „strák- arnir okkar“ hafa snúið heim frá síðustu stórmótum skreyttir í bak og fyrir. Hjá Rhein-Neckar Löwen leika um þessar mundir þrír Íslendingar, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Sá síðastnefndi hefur raunar neyðst til að horfa á félaga sína frá hliðarlínunni að undanförnu vegna meiðsla. Það var einmitt raunin í öruggum sigri Ljónanna á Dormagen, 37:24, á dögunum. „Blessaður vertu það er hundleiðinlegt að sitja fyrir utan völl- inn. Og miklu meira stressandi. Það er óþolandi að geta ekki haft nein áhrif á leikinn,“ segir Guðjón Valur. Hornamaðurinn marksækni hefur ver- ið frá æfingum og keppni í átta vikur en læknar tjáðu honum á sínum tíma að gera ráð fyrir tólf vikum. „Ég veit ekki annað en ég sé á áætlun en maður verður fljótt óþolinmóður þegar maður er meiddur og ég ætla að koma heim í næstu viku og kíkja á læknateymi landsliðsins. Vonandi kemst ég sem fyrst í gagnið aftur.“ Rhein-Neckar Löwen leikur heimaleiki sína í glæsilegri höll í Mannheim, SAP Arena, sem tekur 13.200 manns í sæti. Bekkurinn var þó óvenju strjált setinn gegn Dormagen, aðeins um 5.000 manns, enda stíft leikið þessa dagana og áhorfendur líklegri til að mæta á stærri leikina. Löwen er í fjórða sæti deild- arinnar en Dormagen heyr hatramma baráttu við falldrauginn. Guðjón Valur segir stemninguna fína í SAP Arena en viðurkennir að lætin séu jafnan meiri í smærri höllum. Nefnir hann KA-heimilið á Akureyri sérstaklega í því sambandi. Hann er örugglega vel- kominn aftur þangað hvenær sem er. SAP Arena er fjölnota höll en íshokkílið Mannheim hefur einnig aðsetur þar. Þá eru reglulega haldnir tónleikar í höllinni. Guðjón Valur getur sér þess til að hún sé bókuð eitt hundrað daga á ári. Það er stór helgi hjá Rhein-Neckar Lö- wen. Á laugardag mætir liðið Gummers- bach í undanúrslitum þýska bikarsins og beri liðið sigur úr býtum tekur það þátt í úrslitaleiknum á sunnudag. Ljónin leika sér að bráðinni Bak við tjöldin Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mikið er um Guðjón Valur segir mun erfiðara að horfa á leiki en taka þátt í þeim. Snorri Steinn gefur stuðningsmönnum Rhein-Neckar Löwen eiginhandaráritanir. Stuðningsme Landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson í SAP Arena í Mannheim. Höllin er afar glæsileg og tekur hvorki fleiri né færri en 13.200 manns í sæti.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.